David Luiz setti vafasamt met Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. júlí 2020 11:30 David Luiz er ekki allra. getty/David Price David Luiz fékk á sig vítaspyrnu þegar Arsenal sigraði Watford, 3-2, í lokaumferð ensku úrvalsdeildinni í gær. Það eru ekki nýjar fréttir en þetta var fimmta vítaspyrnan sem Luiz fékk á sig á tímabilinu. Aldrei hefur einn leikmaður fengið á sig fleiri víti á einu tímabili í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Luiz fékk á sig víti í báðum leikjunum gegn Watford og svo gegn Liverpool, Chelsea og Manchester City. Liverpool. Watford. Chelsea. City. Watford again.David Luiz became the first player in Premier League history to concede five penalties in one season pic.twitter.com/uRWidwIX6W— B/R Football (@brfootball) July 27, 2020 Brasilíski miðvörðurinn kom til Arsenal frá Chelsea fyrir síðasta tímabil. Hann lék 33 leiki með Arsenal í ensku úrvalsdeildinni og skorað tvö mörk. Luiz fékk einnig tvö rauð spjöld, annað fyrir vítið sem hann fékk á sig gegn Chelsea í janúar og hitt fyrir vítið sem hann fékk á sig gegn City í júní. Luiz átti vægast sagt vonda innkomu í leiknum gegn City sem var sá fyrsti hjá liðunum eftir hléið vegna kórónuveirufaraldursins. Hann kom inn á þegar 24 mínútur voru liðnar af leiknum. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks gerði hann mistök sem leiddu til marks Raheems Sterling. Í upphafi seinni hálfleiks togaði hann svo Riyad Mahrez niður innan teigs, fékk á sig víti og var rekinn út af. Margir bjuggust við að þetta yrði síðasti leikur Luiz í treyju Arsenal en svo reyndist ekki vera. Hann skrifaði undir nýjan eins árs samning við Lundúnaliðið skömmu eftir leikinn fræga gegn City. Arsenal endaði í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar sem er versti árangur liðsins frá tímabilinu 1994-95. Skytturnar geta þó endað tímabilið á góðum nótum en Arsenal mætir Chelsea í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar á laugardaginn. Enski boltinn Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Newcastle United | Þurfa að stöðva blæðinguna Í beinni: Ipswich Town - Chelsea | Særðir en þurfa sigur Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Sjá meira
David Luiz fékk á sig vítaspyrnu þegar Arsenal sigraði Watford, 3-2, í lokaumferð ensku úrvalsdeildinni í gær. Það eru ekki nýjar fréttir en þetta var fimmta vítaspyrnan sem Luiz fékk á sig á tímabilinu. Aldrei hefur einn leikmaður fengið á sig fleiri víti á einu tímabili í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Luiz fékk á sig víti í báðum leikjunum gegn Watford og svo gegn Liverpool, Chelsea og Manchester City. Liverpool. Watford. Chelsea. City. Watford again.David Luiz became the first player in Premier League history to concede five penalties in one season pic.twitter.com/uRWidwIX6W— B/R Football (@brfootball) July 27, 2020 Brasilíski miðvörðurinn kom til Arsenal frá Chelsea fyrir síðasta tímabil. Hann lék 33 leiki með Arsenal í ensku úrvalsdeildinni og skorað tvö mörk. Luiz fékk einnig tvö rauð spjöld, annað fyrir vítið sem hann fékk á sig gegn Chelsea í janúar og hitt fyrir vítið sem hann fékk á sig gegn City í júní. Luiz átti vægast sagt vonda innkomu í leiknum gegn City sem var sá fyrsti hjá liðunum eftir hléið vegna kórónuveirufaraldursins. Hann kom inn á þegar 24 mínútur voru liðnar af leiknum. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks gerði hann mistök sem leiddu til marks Raheems Sterling. Í upphafi seinni hálfleiks togaði hann svo Riyad Mahrez niður innan teigs, fékk á sig víti og var rekinn út af. Margir bjuggust við að þetta yrði síðasti leikur Luiz í treyju Arsenal en svo reyndist ekki vera. Hann skrifaði undir nýjan eins árs samning við Lundúnaliðið skömmu eftir leikinn fræga gegn City. Arsenal endaði í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar sem er versti árangur liðsins frá tímabilinu 1994-95. Skytturnar geta þó endað tímabilið á góðum nótum en Arsenal mætir Chelsea í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar á laugardaginn.
Enski boltinn Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Newcastle United | Þurfa að stöðva blæðinguna Í beinni: Ipswich Town - Chelsea | Særðir en þurfa sigur Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Sjá meira