Skilgreina Spán aftur sem áhættusvæði eftir fjölgun smita Kjartan Kjartansson skrifar 27. júlí 2020 11:11 Strandgestir njóta lífsins við Palma á Mallorca, einni Baleareyja. Spænsk stjórnvöld vilja undanþágu fyrir Balear- og Kanaríeyjar frá breskri sóttkví og benda á að tíðni smita þar sé lægri en á Bretlandi. AP/Joan Mateu Spænsk stjórnvöld reyna nú að koma ferðamannaiðnaðinum til bjargar eftir að breska ríkisstjórnin gaf út að þeir sem koma frá Spáni þurfi að fara í fjórtán daga sóttkví. Fleiri lönd hvetja borgara sína til þess að forðast ferðalög til Spánar. Ákvörðun Breta um að setja Spán aftur á lista yfir áhættusvæði tók gildi á sunnudag en aðeins var tilkynnt um hana með nokkurra klukkustunda fyrirvara. Margir breskir ferðalangar þurfa því að fara í tveggja vikna sóttkví við heimkomuna sem þeir reiknuðu ekki með þegar þeir héldu að heiman, þar á meðal Grant Shapps, samgönguráðherra Bretlands, að sögn AP-fréttastofunnar. Tui, stærsta ferðaskrifstofa Bretlands, hefur aflýst öllum flugferðum til meginlands Spánar til 9. Ágúst en ætlar að halda áfram ferðum til Kanarí- og Baleareyja. Gripið hefur verið til nýrra sóttvarnaráðstafana á næturklúbbum, börum og ströndum á Spáni eftir að hópsýkingar komu upp á slíkum stöðum, sérstaklega í Katalóníu og Aragón-héraði. Áhyggjur eru af því að önnur bylgja faraldursins sé í uppsiglingu en Spánn er á meðal þeirra ríkja sem hafa farið einna verst út úr honum til þessa með fleiri en 28.000 dauðsföll. Bretar um fjórðungur ferðamanna til Spánar Ríkisstjórn Spánar fullyrðir engu að síður að hún hafi stjórn á faraldrinum og vilja að ákveðin svæði verði undanþegin sóttkví á Bretland, þar á meðal Kanaríeyjar og Baleareyjar sem eru enn háðari ferðamennsku en önnur svæði Spánar. Mikið er í húfi fyrir ferðamannaiðnaðinn og spænskan efnahag enda komu um átján milljónir breskra ferðamanna til Spánar í fyrra, um fjórðungur allra ferðamanna þar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Ferðamannaiðnaðurinn leggur til um 11% af vergri landsframleiðslu Spánar. Helen Whately, aðstoðarheilbrigðisráðherra Bretlands, segir þó ekki standa til að taka áhættu á að smituðum fjölgi aftur eftir þær fórnir sem almenningur hefur fært undanfarna mánuði. Í Katalóníu hafa yfirvöld skipað um fjórum milljónum manna að halda sig heima, þar á meðal í Barcelona. Quim Torra, forseti héraðsstjórnarinnar, sagði í dag að mögulega yrði gripið til enn harðari aðgerða fækki nýjum smitum ekki næstu tíu dagana. Norsk stjórnvöld hafa skipað fyrir um tíu daga sóttkví fyrir ferðalanga sem koma frá Íberíuskaga. Í Frakklandi og Belgíu hvetja yfirvöld ferðamenn til þess að hætta við sumarleyfi í Barcelona og ströndunum í kringum borgina. Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Sjá meira
Spænsk stjórnvöld reyna nú að koma ferðamannaiðnaðinum til bjargar eftir að breska ríkisstjórnin gaf út að þeir sem koma frá Spáni þurfi að fara í fjórtán daga sóttkví. Fleiri lönd hvetja borgara sína til þess að forðast ferðalög til Spánar. Ákvörðun Breta um að setja Spán aftur á lista yfir áhættusvæði tók gildi á sunnudag en aðeins var tilkynnt um hana með nokkurra klukkustunda fyrirvara. Margir breskir ferðalangar þurfa því að fara í tveggja vikna sóttkví við heimkomuna sem þeir reiknuðu ekki með þegar þeir héldu að heiman, þar á meðal Grant Shapps, samgönguráðherra Bretlands, að sögn AP-fréttastofunnar. Tui, stærsta ferðaskrifstofa Bretlands, hefur aflýst öllum flugferðum til meginlands Spánar til 9. Ágúst en ætlar að halda áfram ferðum til Kanarí- og Baleareyja. Gripið hefur verið til nýrra sóttvarnaráðstafana á næturklúbbum, börum og ströndum á Spáni eftir að hópsýkingar komu upp á slíkum stöðum, sérstaklega í Katalóníu og Aragón-héraði. Áhyggjur eru af því að önnur bylgja faraldursins sé í uppsiglingu en Spánn er á meðal þeirra ríkja sem hafa farið einna verst út úr honum til þessa með fleiri en 28.000 dauðsföll. Bretar um fjórðungur ferðamanna til Spánar Ríkisstjórn Spánar fullyrðir engu að síður að hún hafi stjórn á faraldrinum og vilja að ákveðin svæði verði undanþegin sóttkví á Bretland, þar á meðal Kanaríeyjar og Baleareyjar sem eru enn háðari ferðamennsku en önnur svæði Spánar. Mikið er í húfi fyrir ferðamannaiðnaðinn og spænskan efnahag enda komu um átján milljónir breskra ferðamanna til Spánar í fyrra, um fjórðungur allra ferðamanna þar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Ferðamannaiðnaðurinn leggur til um 11% af vergri landsframleiðslu Spánar. Helen Whately, aðstoðarheilbrigðisráðherra Bretlands, segir þó ekki standa til að taka áhættu á að smituðum fjölgi aftur eftir þær fórnir sem almenningur hefur fært undanfarna mánuði. Í Katalóníu hafa yfirvöld skipað um fjórum milljónum manna að halda sig heima, þar á meðal í Barcelona. Quim Torra, forseti héraðsstjórnarinnar, sagði í dag að mögulega yrði gripið til enn harðari aðgerða fækki nýjum smitum ekki næstu tíu dagana. Norsk stjórnvöld hafa skipað fyrir um tíu daga sóttkví fyrir ferðalanga sem koma frá Íberíuskaga. Í Frakklandi og Belgíu hvetja yfirvöld ferðamenn til þess að hætta við sumarleyfi í Barcelona og ströndunum í kringum borgina.
Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Sjá meira