Kominn með 23 mörk | Ronaldo síðastur til að ná þeim áfanga Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. júlí 2020 13:30 Lukaku fagnar öðru marka sinna gegn Genoa um helgina. EPA-EFE/LUCA ZENNARO Belgíski framherjinn Romelu Lukaku er búinn að skora 23 mörk fyrir Inter Milan í ítölsku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Er hann fyrsti nýliði félagsins sem nær þeim áfanga síðan Ronaldo gerði það árið 1997. Belginn gekk í raðir ítalska úrvalsdeildarfélagsins Inter Milan undir lok félagaskiptagluggans síðasta sumar. Belginn hafði fengið leið á lífinu í Manchester þar sem hann lék með Man United og vildi færa sig um set. Það gekk eftir og þrátt fyrir mikla gagnrýni hefur markaskorun Lukaku eflaust verið framar vonum. Hann er búinn að skora 23 mörk fyrir lið Antonio Conte en fara þarf aftur til síðustu aldar til að finna leikmann sem skoraði jafn mikið á sinni fyrstu leiktíð hjá Inter. Sá leikmaður er enginn annar en hinn brasilíski Ronaldo eða Ronaldo Luís Nazário de Lima eins og hann heitir fullu nafni. Var hann á þeim tíma dýrasti leikmaður í heimi. Ronaldo átti mjög gott tímabil með liðinu en líkt og Lukaku þurfti hann að sætta sig við annað sæti deildarinnar á eftir Juventus. Því miður fyrir bæði Inter og Ronaldo þá meiddist hann illa á hné en áður en það gerðist var hann besti leikmaður í heimi. Romelu Lukaku is the first player to score 23 Serie A goals in their first Inter season since Ronaldo pic.twitter.com/3rXegHKoHs— B/R Football (@brfootball) July 25, 2020 Áfanganum náði Lukaku um helgina er Inter lagði Genoa af velli 3-0. Lukaku skoraði tvívegis í leiknum en þriðja markið gerði Alexis Sanchez. Deildinni í ár er reyndar ekki lokið og Inter gæti endað í 4. sæti þar sem bæði Atalanta og Lazio eru aðeins stigi á eftir Lukaku og félögum. Lukaku er sem stendur í þriðja sæti yfir markahæstu menn deildarinnar en þeir gullskórinn virðist ætla að enda hjá Ciro Immobile, framherja Lazio. Hefur hann skorað 34 mörk á tímabilinu á meðan Portúgalinn Cristiano Ronaldo er með 31 mark. Ítalski boltinn Tengdar fréttir Fyrrum Man Utd menn á skotskónum í sigri Inter Inter Milan vann 3-0 sigur á Genoa í ítölsku Serie-A deildinni í kvöld. 25. júlí 2020 19:20 Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Sjá meira
Belgíski framherjinn Romelu Lukaku er búinn að skora 23 mörk fyrir Inter Milan í ítölsku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Er hann fyrsti nýliði félagsins sem nær þeim áfanga síðan Ronaldo gerði það árið 1997. Belginn gekk í raðir ítalska úrvalsdeildarfélagsins Inter Milan undir lok félagaskiptagluggans síðasta sumar. Belginn hafði fengið leið á lífinu í Manchester þar sem hann lék með Man United og vildi færa sig um set. Það gekk eftir og þrátt fyrir mikla gagnrýni hefur markaskorun Lukaku eflaust verið framar vonum. Hann er búinn að skora 23 mörk fyrir lið Antonio Conte en fara þarf aftur til síðustu aldar til að finna leikmann sem skoraði jafn mikið á sinni fyrstu leiktíð hjá Inter. Sá leikmaður er enginn annar en hinn brasilíski Ronaldo eða Ronaldo Luís Nazário de Lima eins og hann heitir fullu nafni. Var hann á þeim tíma dýrasti leikmaður í heimi. Ronaldo átti mjög gott tímabil með liðinu en líkt og Lukaku þurfti hann að sætta sig við annað sæti deildarinnar á eftir Juventus. Því miður fyrir bæði Inter og Ronaldo þá meiddist hann illa á hné en áður en það gerðist var hann besti leikmaður í heimi. Romelu Lukaku is the first player to score 23 Serie A goals in their first Inter season since Ronaldo pic.twitter.com/3rXegHKoHs— B/R Football (@brfootball) July 25, 2020 Áfanganum náði Lukaku um helgina er Inter lagði Genoa af velli 3-0. Lukaku skoraði tvívegis í leiknum en þriðja markið gerði Alexis Sanchez. Deildinni í ár er reyndar ekki lokið og Inter gæti endað í 4. sæti þar sem bæði Atalanta og Lazio eru aðeins stigi á eftir Lukaku og félögum. Lukaku er sem stendur í þriðja sæti yfir markahæstu menn deildarinnar en þeir gullskórinn virðist ætla að enda hjá Ciro Immobile, framherja Lazio. Hefur hann skorað 34 mörk á tímabilinu á meðan Portúgalinn Cristiano Ronaldo er með 31 mark.
Ítalski boltinn Tengdar fréttir Fyrrum Man Utd menn á skotskónum í sigri Inter Inter Milan vann 3-0 sigur á Genoa í ítölsku Serie-A deildinni í kvöld. 25. júlí 2020 19:20 Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Sjá meira
Fyrrum Man Utd menn á skotskónum í sigri Inter Inter Milan vann 3-0 sigur á Genoa í ítölsku Serie-A deildinni í kvöld. 25. júlí 2020 19:20