Guðbjörgu garðyrkjukonu í Múlakoti í Fljótshlíð fagnað Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. júlí 2020 19:40 Þess er nú minnst að ein merkasta garðyrkjukona landsins, Guðbjörg Þorleifsdóttir í Múlakoti í Fljótshlíð hefði orðið 150 ára í dag, 27. júlí. Orðstír Guðbjargar sem ræktunarkonu náði langt út fyrir landsteinana. Í tilefni af 150 ára fæðingarafmæli Guðbjargar var boðað til afmælishátíðar í garðinum í Múlakoti í gær þar sem fjöldi fólks kom saman til að minnast verka henna og hlusta á ræður, tónlist og þiggja veitingar. Maður Guðbjargar var Túbal Magnússon frá Kollabæ í Fljótshlíð. „Guðbjörg Þorleifsdóttir var konan, sem gerði Múlakotsgarðinn, sem var landsfrægur og frægur á öllum Norðurlöndunum á fyrri hluta síðari aldar“, segir Sigríður Hjartar, húsfrú og skógarbóndi í Múlakoti. Brjóstmynd af Guðbjörgu Þorleifsdóttur í Múlakoti í garðinum á staðnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Guðbjörg var náttúrulega afskaplega sérstök manneskja, hún var algjör brauðryðjandi, hún var ekki langskólagengin, fædd og uppalinn í Múlakot og hér var hún í rauninni allan sinn aldur en ræktunin var hennar líf og yndi frá því að hún var lítil stelpuskott, sem var hér að hlaupa um,“ bætir Sigríður við. Sigríður Hjartar, húsfrú og skógarbóndi í Múlakoti, ásamt gestum í Múlakotsgarði.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Trjásafnið í Múlakoti er mjög fjölbreytt og fallegt en þar er mikið af reynitrjá, grenitrjám, sitkagreni, fjallþingur og askur, svo eitthvað sé nefna. Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra sem býr á bænum Kvoslæk í Fljótshlíð hefur komið mikið af starfinu í Múlakoti og ekki síst í kringum uppbyggingu gamla bæjarins í Múlakoti. „Þetta er mjög merkilegt hús því að þetta er bæði merkilegt hús því að hér var gististaður, vinsæll staður fyrir fólk, sem var að ferðast og einnig voru hér margir listamenn, sem dvöldust hér á árum áður,“ segir Björn. En hvað með hann sjálfan er hann mikill garðyrkju og skógræktarmaður? „Nei, ég er hvorki garðyrkju né skógræktarmaður en ég hef hins vegar vit á því sem er gamalt og gott og ber að varðveita til að halda sögunni okkar lifandi,“ segir Björn og hlær. Um 200 gestir tóku þátt í 160 ára afmælishátíðinni í Múlakoti sunnudaginn 26. júlí.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Rangárþing eystra Skógrækt og landgræðsla Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Þess er nú minnst að ein merkasta garðyrkjukona landsins, Guðbjörg Þorleifsdóttir í Múlakoti í Fljótshlíð hefði orðið 150 ára í dag, 27. júlí. Orðstír Guðbjargar sem ræktunarkonu náði langt út fyrir landsteinana. Í tilefni af 150 ára fæðingarafmæli Guðbjargar var boðað til afmælishátíðar í garðinum í Múlakoti í gær þar sem fjöldi fólks kom saman til að minnast verka henna og hlusta á ræður, tónlist og þiggja veitingar. Maður Guðbjargar var Túbal Magnússon frá Kollabæ í Fljótshlíð. „Guðbjörg Þorleifsdóttir var konan, sem gerði Múlakotsgarðinn, sem var landsfrægur og frægur á öllum Norðurlöndunum á fyrri hluta síðari aldar“, segir Sigríður Hjartar, húsfrú og skógarbóndi í Múlakoti. Brjóstmynd af Guðbjörgu Þorleifsdóttur í Múlakoti í garðinum á staðnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Guðbjörg var náttúrulega afskaplega sérstök manneskja, hún var algjör brauðryðjandi, hún var ekki langskólagengin, fædd og uppalinn í Múlakot og hér var hún í rauninni allan sinn aldur en ræktunin var hennar líf og yndi frá því að hún var lítil stelpuskott, sem var hér að hlaupa um,“ bætir Sigríður við. Sigríður Hjartar, húsfrú og skógarbóndi í Múlakoti, ásamt gestum í Múlakotsgarði.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Trjásafnið í Múlakoti er mjög fjölbreytt og fallegt en þar er mikið af reynitrjá, grenitrjám, sitkagreni, fjallþingur og askur, svo eitthvað sé nefna. Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra sem býr á bænum Kvoslæk í Fljótshlíð hefur komið mikið af starfinu í Múlakoti og ekki síst í kringum uppbyggingu gamla bæjarins í Múlakoti. „Þetta er mjög merkilegt hús því að þetta er bæði merkilegt hús því að hér var gististaður, vinsæll staður fyrir fólk, sem var að ferðast og einnig voru hér margir listamenn, sem dvöldust hér á árum áður,“ segir Björn. En hvað með hann sjálfan er hann mikill garðyrkju og skógræktarmaður? „Nei, ég er hvorki garðyrkju né skógræktarmaður en ég hef hins vegar vit á því sem er gamalt og gott og ber að varðveita til að halda sögunni okkar lifandi,“ segir Björn og hlær. Um 200 gestir tóku þátt í 160 ára afmælishátíðinni í Múlakoti sunnudaginn 26. júlí.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Rangárþing eystra Skógrækt og landgræðsla Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira