Kim Kardashian brotnaði niður þegar hún hitti Kanye West Stefán Árni Pálsson skrifar 28. júlí 2020 11:29 Kim Kardashian West og Kanye West í París í mars á þessu ári. Getty/Marc Piasecki Bandaríski tónlistarmaðurinn, tískumógúllinn og forsetaframbjóðandinn Kanye West hefur beðið Kim Kardashian West eiginkonu sína afsökunar vegna ummæla sem hann lét falla opinberlega um einkamál fjölskyldunnar. Kim flaug til borgarinnar Cody í Wyoming í gær til að ræða við eiginmann sinn. Hjónin eiga þar búgarð saman og eyða töluverðum tíma þar. Kanye West glímir við geðhvarfasýki en hefur neitað að taka inn geðlyf þrátt fyrir að Kim Kardashian hafi ítrekað reynt að sannfæra hann um að fá hjálp. Kanye West hefur farið mikinn undanfarna daga og þá aðallega í tengslum við forsetaframboð sitt. Hafa áhyggjur af andlegu ástandi Kanye Þar hefur hann tjáð sig opinberlega um ástæður framboðs síns. Orðræða hans hefur á köflum verið samhengislaus og stundum í raun erfitt að átta sig á því hvert rapparinn er að fara með ræðum sínum. Rapper Kanye West launched his presidential campaign with a rambling speech in South Carolina https://t.co/pPGHsNi1Pj pic.twitter.com/nX7By2hgbW— Reuters (@Reuters) July 20, 2020 TMZ greinir frá því að fólk náið rapparanum hafi miklar áhyggjur af andlegu ástandi Kanye West. Hjónin hittust í fyrsta skipti í eina viku í gær og náði ljósmyndari TMZ myndum af þeim í samræðum inni í bifreið þeirra. Þar mátti sjá Kim Kardashian í tárum og greinilega mikið niðri fyrir. Kim steig fram á miðvikudaginn í síðustu viku og birti skilaboð til fylgjenda sinna á Instagram þar sem hún ræddi veikindi eiginmanns síns. Kardashian West hefur ekki áður tjáð sig opinberlega um veikindi eiginmannsins og segir það meðal annars vera vegna barna þeirra hjóna og réttar Kanye til friðhelgi einkalífs þegar kæmi að heilsu hans. Hér má sjá ljósmyndir TMZ. Geðheilbrigði Hollywood Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Fleiri fréttir Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Sjá meira
Bandaríski tónlistarmaðurinn, tískumógúllinn og forsetaframbjóðandinn Kanye West hefur beðið Kim Kardashian West eiginkonu sína afsökunar vegna ummæla sem hann lét falla opinberlega um einkamál fjölskyldunnar. Kim flaug til borgarinnar Cody í Wyoming í gær til að ræða við eiginmann sinn. Hjónin eiga þar búgarð saman og eyða töluverðum tíma þar. Kanye West glímir við geðhvarfasýki en hefur neitað að taka inn geðlyf þrátt fyrir að Kim Kardashian hafi ítrekað reynt að sannfæra hann um að fá hjálp. Kanye West hefur farið mikinn undanfarna daga og þá aðallega í tengslum við forsetaframboð sitt. Hafa áhyggjur af andlegu ástandi Kanye Þar hefur hann tjáð sig opinberlega um ástæður framboðs síns. Orðræða hans hefur á köflum verið samhengislaus og stundum í raun erfitt að átta sig á því hvert rapparinn er að fara með ræðum sínum. Rapper Kanye West launched his presidential campaign with a rambling speech in South Carolina https://t.co/pPGHsNi1Pj pic.twitter.com/nX7By2hgbW— Reuters (@Reuters) July 20, 2020 TMZ greinir frá því að fólk náið rapparanum hafi miklar áhyggjur af andlegu ástandi Kanye West. Hjónin hittust í fyrsta skipti í eina viku í gær og náði ljósmyndari TMZ myndum af þeim í samræðum inni í bifreið þeirra. Þar mátti sjá Kim Kardashian í tárum og greinilega mikið niðri fyrir. Kim steig fram á miðvikudaginn í síðustu viku og birti skilaboð til fylgjenda sinna á Instagram þar sem hún ræddi veikindi eiginmanns síns. Kardashian West hefur ekki áður tjáð sig opinberlega um veikindi eiginmannsins og segir það meðal annars vera vegna barna þeirra hjóna og réttar Kanye til friðhelgi einkalífs þegar kæmi að heilsu hans. Hér má sjá ljósmyndir TMZ.
Geðheilbrigði Hollywood Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Fleiri fréttir Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“