Ólögleg starfsemi þrífist í skjóli sparisjóðsins Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. júlí 2020 10:11 Sparisjóður Strandamanna á Hólmavík Vísir/Vilhelm Neytendasamtökin gagnrýna Sparisjóð Strandamanna fyrir viðskipti hans við smálánafyrirtæki. Sparisjóðurinn veiti innheimtufyrirtækinu Almennri innheimtu ehf. aðgang að greiðslumiðlunarkerfi bankanna og innheimti ólögleg smálán í gegnum reikning sparisjóðsins. Fólki berist því innheimtukröfur frá smálánafyrirtækjum vegna „ólöglegra lána í gegnum sparisjóðinn“ og fyrir vikið þrífist fyrirtækin í skjóli Strandamanna. Neytendasamtökin segjast ítrekað hafa krafist svara frá sparisjóðnum um hvert framhald viðskiptasambands hans við Almenna innheimtu verður. Hvort standi til að segja því upp eða hvort „Sparisjóður Strandamanna muni áfram leggja sitt að mörkum til að tryggja að skipulögð brotastarfsemi smálánafyrirtækja fái viðgengist hér á landi,“ eins og það er orðað í orðsendingu Neytendasamtakanna. Stjórnendur smálanafyrirtækja og Almenn innheimta hétu því í fyrra að vextir af lánum þeirra færu ekki lengur yfir hámarksgjöld á Íslandi og að aðeins yrðu rukkaðir hæstu vextir samkvæmt lögum. Var því þá haldið fram að hætt væri að innheimta eldri lán á hærri vöxtum. Kvartanir hafa þó komið fram um að slík lán séu enn innheimt þrátt fyrri loforð og gagnrýni Neytendasamtakanna. Í fyrrnefndi orðsendingu er minnt á að Almenn innheimta, eigandi þess og lögmaður hafi hlotið aðfinnslur og og áminningar lögmannafélagsins vegna innheimtustarfsemi sinnar, eins og lesa má um hér. „Eftir ábendingar Neytendasamtakanna hafa stærri fjármálafyrirtæki úthýst innheimtufyrirtækinu og vita samtökin ekki til þess að nokkurt íslenskt fyrirtæki eigi í dag viðskipti við Almenna innheimtu eða hin alræmdu smálánafyrirtæki,“ segja Neytendasamtökin. Ný stjórn Sparisjóðs Strandamanna tók til starfa í júníbyrjun og hefur ekki tekið erindi Neytendasamtakanna fyrir. Víðir Álfgeir Sigurðarson, nýr stjórnarformaður sjóðsins, sagði í samtali við Vísi á dögunum að þar, eins og annars staðar, væru mörg í sumarfríi þessa dagana en að hann geri ráð fyrir að málið verði tekið upp á næsta stjórnarfundi í lok ágúst. Smálán Íslenskir bankar Neytendur Tengdar fréttir Segja innheimtufélag smálánafyrirtækja hafa brotið lög Úrskurðarnefnd lögmanna er sögð hafa komist að þeirri niðurstöðu að Almenn innheimta, sem starfað hefur fyrir smálánafyrirtæki, hafið brotið innheimtulög. Neytendasamtökin segja að engu að síður sé engin leið til þess að stöðva það sem þau telja ólöglega innheimtu smálána. 14. maí 2020 17:54 Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira
Neytendasamtökin gagnrýna Sparisjóð Strandamanna fyrir viðskipti hans við smálánafyrirtæki. Sparisjóðurinn veiti innheimtufyrirtækinu Almennri innheimtu ehf. aðgang að greiðslumiðlunarkerfi bankanna og innheimti ólögleg smálán í gegnum reikning sparisjóðsins. Fólki berist því innheimtukröfur frá smálánafyrirtækjum vegna „ólöglegra lána í gegnum sparisjóðinn“ og fyrir vikið þrífist fyrirtækin í skjóli Strandamanna. Neytendasamtökin segjast ítrekað hafa krafist svara frá sparisjóðnum um hvert framhald viðskiptasambands hans við Almenna innheimtu verður. Hvort standi til að segja því upp eða hvort „Sparisjóður Strandamanna muni áfram leggja sitt að mörkum til að tryggja að skipulögð brotastarfsemi smálánafyrirtækja fái viðgengist hér á landi,“ eins og það er orðað í orðsendingu Neytendasamtakanna. Stjórnendur smálanafyrirtækja og Almenn innheimta hétu því í fyrra að vextir af lánum þeirra færu ekki lengur yfir hámarksgjöld á Íslandi og að aðeins yrðu rukkaðir hæstu vextir samkvæmt lögum. Var því þá haldið fram að hætt væri að innheimta eldri lán á hærri vöxtum. Kvartanir hafa þó komið fram um að slík lán séu enn innheimt þrátt fyrri loforð og gagnrýni Neytendasamtakanna. Í fyrrnefndi orðsendingu er minnt á að Almenn innheimta, eigandi þess og lögmaður hafi hlotið aðfinnslur og og áminningar lögmannafélagsins vegna innheimtustarfsemi sinnar, eins og lesa má um hér. „Eftir ábendingar Neytendasamtakanna hafa stærri fjármálafyrirtæki úthýst innheimtufyrirtækinu og vita samtökin ekki til þess að nokkurt íslenskt fyrirtæki eigi í dag viðskipti við Almenna innheimtu eða hin alræmdu smálánafyrirtæki,“ segja Neytendasamtökin. Ný stjórn Sparisjóðs Strandamanna tók til starfa í júníbyrjun og hefur ekki tekið erindi Neytendasamtakanna fyrir. Víðir Álfgeir Sigurðarson, nýr stjórnarformaður sjóðsins, sagði í samtali við Vísi á dögunum að þar, eins og annars staðar, væru mörg í sumarfríi þessa dagana en að hann geri ráð fyrir að málið verði tekið upp á næsta stjórnarfundi í lok ágúst.
Smálán Íslenskir bankar Neytendur Tengdar fréttir Segja innheimtufélag smálánafyrirtækja hafa brotið lög Úrskurðarnefnd lögmanna er sögð hafa komist að þeirri niðurstöðu að Almenn innheimta, sem starfað hefur fyrir smálánafyrirtæki, hafið brotið innheimtulög. Neytendasamtökin segja að engu að síður sé engin leið til þess að stöðva það sem þau telja ólöglega innheimtu smálána. 14. maí 2020 17:54 Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira
Segja innheimtufélag smálánafyrirtækja hafa brotið lög Úrskurðarnefnd lögmanna er sögð hafa komist að þeirri niðurstöðu að Almenn innheimta, sem starfað hefur fyrir smálánafyrirtæki, hafið brotið innheimtulög. Neytendasamtökin segja að engu að síður sé engin leið til þess að stöðva það sem þau telja ólöglega innheimtu smálána. 14. maí 2020 17:54