Kyrie setti á fót sjóð til að aðstoða körfuboltakonur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. júlí 2020 12:00 Irving með boltann í leik gegn Los Angeles Lakers í janúar á þessu ári. Jim McIsaac/Getty Images Kyrie Irving, leikmaður Brooklyn Nets og ein helsta stjarna NBA-deildarinnar í körfubolta, hefur ákveðið að leggja hönd á plóg og hjálpa körfuboltakonum sem spila í WNBA-deildinni. Kyrie mun gefa rúmar 200 milljónir króna í gegnum KAI Empowerment-frumkvæðið en það er sjóður sem Kyrie hefur sett á laggirnar. Kyrie Andrew Irving er fullt nafn leikmannsins og því er nafn sjóðsins byggt á skammstöfun hans. Sjóðnum er ætlað að hjálpa þeim leikmönnum sem munu ekki taka þátt á næsta tímabili. Skiptir engu hvort ástæðan sé áhyggjur vegna kórónufaraldursins eða að leikmenn vilji berjast fyrir samfélagslegum breytingum í Bandaríkjunum. Í viðtali við AP-fréttastofuna sagði Kyrie að í samtali við Natöshu Cloud og Jewell Loyd, leik-menn WNBA-deildarinnar, þá hafi hann komist að þeim erfiðleikum sem margir leikmenn deildarinnar glíma við ef þær taka þá ákvörðun að spila ekki. Kyrie vill þar með tryggja fjárhagslegt öryggi leikmanna og hefur ákveðið að leggja rúmar 200 milljónir í málstaðinn. „Sama hvort leikmaður ákveði að berjast fyrir samfélagslegum breytingum, spila körfubolta, einbeita sér að líkamlegri eða andlegri heilsu þá mun frumkvæðið vonandi styðja við bakið á þeim og hjálpa þeim að taka ákvörðun,“ segir í yfirlýsingu sem Irving gaf frá sér. Til að hljóta styrk þurfa leikmenn samt sem áður að sýna fram á að þær séu ekki að fá greidd laun frá félögum sínum og útskýra af hverju þær ákváðu að taka ekki þátt. WNBA-deildin fer líkt og NBA-deildin fram fyrir luktum dyrum en þær leika í IMG-Akademíunni sem er staðsett í Flórída. Deildin hófst nú 25. júlí og mun ljúka í október næstkomandi. Irving mun ekki leika með Brooklyn Nets er NBA-deildin fer aftur af stað í Disney World. Hann er enn að jafna sig af axlarmeiðslum og mun ekki gefa kost á sér að svo stöddu. Þá hefur hann talað opinskátt um mikilvægi samfélagsbreytinga í Bandaríkjunum. Körfubolti NBA Tengdar fréttir Körfuboltastjarna segjast þurfa velja á milli þess að setja líf sitt í hættu eða gefa eftir launin sín Elena Delle Donne, besti leikmaður WNBA deildarinnar í körfubolta, er ósátt með að vera sett í mjög erfiða stöðu þar sem hún þarf að velja á milli heilsu sinnar og lifibrauðsins. 16. júlí 2020 10:30 NBA stjörnur mættar til Orlando NBA-deildin mun hefjast aftur þann 30. júlí næstkomandi eftir langa bið. Síðasti leikur deildarinnar var leikinn þann 11. mars áður en deildinni var frestað um ókominn tíma vegna Kórónuveirunnar. 11. júlí 2020 12:30 Kyrie verður ekki með Nets í Disney World Kyrie Irving verður ekki með Brooklyn Nets þegar NBA-deildin fer af stað á nýjan leik í Disney World þann 30. júlí. 1. júlí 2020 17:00 Lykilmaður Lakers fer ekki með liðinu til Disney World Einn af lykilmönnum Los Angeles Lakers mun ekki ferðast með liðinu til Disney World og leika það sem eftir er af NBA-deildinni í körfubolta. 25. júní 2020 07:00 Rosalegt regluverk NBA í Disney World | Eingögu einliðaleikir í borðtennis og nýir spilastokkar í hvert skipti Tímabilinu í NBA-deildinni í körfubolta mun ljúka í Disney World en það er ljóst að leikmenn munu þurfa að fylgja ströngum reglum á meðan þeir dvelja á svæðinu. 18. júní 2020 10:30 NBA með yfirlýsingu vegna áhyggna leikmanna NBA-deildin hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna þeirra áhyggna sem leikmenn deildarinnar hafa haft af því að hún byrji aftur. 15. júní 2020 07:00 Leikmaður í NBA telur endurkomu deildarinnar geta truflað réttindabaráttu Lou Williams, leikmaður Clippers, telur að endurkoma NBA-deildarinnar eftir hlé geti tafið fyrir réttindabaráttu svarts fólks í Bandaríkjunum 13. júní 2020 20:30 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Sjá meira
Kyrie Irving, leikmaður Brooklyn Nets og ein helsta stjarna NBA-deildarinnar í körfubolta, hefur ákveðið að leggja hönd á plóg og hjálpa körfuboltakonum sem spila í WNBA-deildinni. Kyrie mun gefa rúmar 200 milljónir króna í gegnum KAI Empowerment-frumkvæðið en það er sjóður sem Kyrie hefur sett á laggirnar. Kyrie Andrew Irving er fullt nafn leikmannsins og því er nafn sjóðsins byggt á skammstöfun hans. Sjóðnum er ætlað að hjálpa þeim leikmönnum sem munu ekki taka þátt á næsta tímabili. Skiptir engu hvort ástæðan sé áhyggjur vegna kórónufaraldursins eða að leikmenn vilji berjast fyrir samfélagslegum breytingum í Bandaríkjunum. Í viðtali við AP-fréttastofuna sagði Kyrie að í samtali við Natöshu Cloud og Jewell Loyd, leik-menn WNBA-deildarinnar, þá hafi hann komist að þeim erfiðleikum sem margir leikmenn deildarinnar glíma við ef þær taka þá ákvörðun að spila ekki. Kyrie vill þar með tryggja fjárhagslegt öryggi leikmanna og hefur ákveðið að leggja rúmar 200 milljónir í málstaðinn. „Sama hvort leikmaður ákveði að berjast fyrir samfélagslegum breytingum, spila körfubolta, einbeita sér að líkamlegri eða andlegri heilsu þá mun frumkvæðið vonandi styðja við bakið á þeim og hjálpa þeim að taka ákvörðun,“ segir í yfirlýsingu sem Irving gaf frá sér. Til að hljóta styrk þurfa leikmenn samt sem áður að sýna fram á að þær séu ekki að fá greidd laun frá félögum sínum og útskýra af hverju þær ákváðu að taka ekki þátt. WNBA-deildin fer líkt og NBA-deildin fram fyrir luktum dyrum en þær leika í IMG-Akademíunni sem er staðsett í Flórída. Deildin hófst nú 25. júlí og mun ljúka í október næstkomandi. Irving mun ekki leika með Brooklyn Nets er NBA-deildin fer aftur af stað í Disney World. Hann er enn að jafna sig af axlarmeiðslum og mun ekki gefa kost á sér að svo stöddu. Þá hefur hann talað opinskátt um mikilvægi samfélagsbreytinga í Bandaríkjunum.
Körfubolti NBA Tengdar fréttir Körfuboltastjarna segjast þurfa velja á milli þess að setja líf sitt í hættu eða gefa eftir launin sín Elena Delle Donne, besti leikmaður WNBA deildarinnar í körfubolta, er ósátt með að vera sett í mjög erfiða stöðu þar sem hún þarf að velja á milli heilsu sinnar og lifibrauðsins. 16. júlí 2020 10:30 NBA stjörnur mættar til Orlando NBA-deildin mun hefjast aftur þann 30. júlí næstkomandi eftir langa bið. Síðasti leikur deildarinnar var leikinn þann 11. mars áður en deildinni var frestað um ókominn tíma vegna Kórónuveirunnar. 11. júlí 2020 12:30 Kyrie verður ekki með Nets í Disney World Kyrie Irving verður ekki með Brooklyn Nets þegar NBA-deildin fer af stað á nýjan leik í Disney World þann 30. júlí. 1. júlí 2020 17:00 Lykilmaður Lakers fer ekki með liðinu til Disney World Einn af lykilmönnum Los Angeles Lakers mun ekki ferðast með liðinu til Disney World og leika það sem eftir er af NBA-deildinni í körfubolta. 25. júní 2020 07:00 Rosalegt regluverk NBA í Disney World | Eingögu einliðaleikir í borðtennis og nýir spilastokkar í hvert skipti Tímabilinu í NBA-deildinni í körfubolta mun ljúka í Disney World en það er ljóst að leikmenn munu þurfa að fylgja ströngum reglum á meðan þeir dvelja á svæðinu. 18. júní 2020 10:30 NBA með yfirlýsingu vegna áhyggna leikmanna NBA-deildin hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna þeirra áhyggna sem leikmenn deildarinnar hafa haft af því að hún byrji aftur. 15. júní 2020 07:00 Leikmaður í NBA telur endurkomu deildarinnar geta truflað réttindabaráttu Lou Williams, leikmaður Clippers, telur að endurkoma NBA-deildarinnar eftir hlé geti tafið fyrir réttindabaráttu svarts fólks í Bandaríkjunum 13. júní 2020 20:30 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Sjá meira
Körfuboltastjarna segjast þurfa velja á milli þess að setja líf sitt í hættu eða gefa eftir launin sín Elena Delle Donne, besti leikmaður WNBA deildarinnar í körfubolta, er ósátt með að vera sett í mjög erfiða stöðu þar sem hún þarf að velja á milli heilsu sinnar og lifibrauðsins. 16. júlí 2020 10:30
NBA stjörnur mættar til Orlando NBA-deildin mun hefjast aftur þann 30. júlí næstkomandi eftir langa bið. Síðasti leikur deildarinnar var leikinn þann 11. mars áður en deildinni var frestað um ókominn tíma vegna Kórónuveirunnar. 11. júlí 2020 12:30
Kyrie verður ekki með Nets í Disney World Kyrie Irving verður ekki með Brooklyn Nets þegar NBA-deildin fer af stað á nýjan leik í Disney World þann 30. júlí. 1. júlí 2020 17:00
Lykilmaður Lakers fer ekki með liðinu til Disney World Einn af lykilmönnum Los Angeles Lakers mun ekki ferðast með liðinu til Disney World og leika það sem eftir er af NBA-deildinni í körfubolta. 25. júní 2020 07:00
Rosalegt regluverk NBA í Disney World | Eingögu einliðaleikir í borðtennis og nýir spilastokkar í hvert skipti Tímabilinu í NBA-deildinni í körfubolta mun ljúka í Disney World en það er ljóst að leikmenn munu þurfa að fylgja ströngum reglum á meðan þeir dvelja á svæðinu. 18. júní 2020 10:30
NBA með yfirlýsingu vegna áhyggna leikmanna NBA-deildin hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna þeirra áhyggna sem leikmenn deildarinnar hafa haft af því að hún byrji aftur. 15. júní 2020 07:00
Leikmaður í NBA telur endurkomu deildarinnar geta truflað réttindabaráttu Lou Williams, leikmaður Clippers, telur að endurkoma NBA-deildarinnar eftir hlé geti tafið fyrir réttindabaráttu svarts fólks í Bandaríkjunum 13. júní 2020 20:30