Undirbúa það sem þeir vildu ekki þurfa að undirbúa Sylvía Hall skrifar 28. júlí 2020 22:53 Til stóð að lengja opnunartíma skemmtistaða til miðnættis eftir verslunarmannahelgi. Þeim áformum hefur nú verið frestað til að minnsta kosti 18. ágúst. Vísir/Vilhelm Arnar Gíslason bareigandi segir fjölgun smita slæmar fréttir fyrir rekstraraðila, fari það svo að gripið verði til harðari aðgerða á ný. Arnar rekur meðal annars skemmtistaðina Lebowski, Kalda Bar og Irishman Pub og segir hann varasjóðina vera að tæmast eftir að skemmtistöðum var gert að loka í vor. Almannavarnir og sóttvarnayfirvöld funduðu í dag með heilbrigðisráðherra þar sem farið var yfir stöðu mála. Í ljósi þeirra innanlandssmita sem hafa komið upp undanfarna daga gæti þurft að taka skref aftur; lækka hámarksfjölda við samkomur og taka upp hina svokölluðu tveggja metra reglu á ný. „Við þurfum einhvern veginn alltaf að bíða og bíða og verðum síðastir til þess að fá að reka fyrirtækin okkar. Þetta rífur bara enn meira í og nú þarf maður bara að fara að undirbúa eitthvað sem maður var að vona að þurfa aldrei að undirbúa,“ sagði Arnar í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag. Til stóð að lengja opnunartíma skemmti- og veitingastaða til miðnættis eftir verslunarmannahelgi, en þeir hafa mátt vera opnir til klukkan 23 undanfarna mánuði. Þeim áformum var slegið á frest eftir að ný innanlandssmit komu upp. Nú er jafnvel útlit fyrir að von sé á frekari takmörkunum fremur en tilslökunum en heilbrigðisyfirvöld funda aftur á morgun. Arnar segir það slæmar fréttir fyrir rekstraraðila ef grípa þurfi til harðari aðgerða. Það hafi verið þungt högg að þurfa að loka stöðunum í vor og gríðarlegt tekjutap fylgi því að þurfa að loka klukkan 23. Það bitni einnig á starfsfólki, enda getur það ekki unnið fulla vinnu og þá sé ekki mikið sparifé eftir. „Maður var búinn að gera það undanfarin ár að búa sig undir ýmislegt og eiga smá varasjóði, en það er búið að ganga helvíti vel á þá.“ Fámenni í miðbæ Reykjavíkur á föstudagskvöldi í samkomubanni.Vísir/Vilhelm Engin smit þó það sé „troðið til ellefu“ Vegna styttri opnunartíma í sumar hafa Íslendingar lagt það í vana sinn að fara fyrr í bæinn og þá fyrr heim. Arnar segir það vissulega rétt að landsmenn hafi lagað sig að breyttum opnunartíma en það sé þó alltaf tekjutap að geta ekki haft opið jafn lengi og leyfi staðarins kveður á um. „Eins og á Lebowski bar, við erum með leyfi til hálf fimm og erum að missa fimm og hálfan klukkutíma af troðfullum stað. Það er gríðarlegt tekjutjón,“ segir Arnar og bætir við að sumarið sé tíminn þar sem staðirnir nái að safna í sína sjóði. „Sumartíminn er tíminn sem þessir staðir hlaða sig upp fyrir veturinn. Núna förum við inn í þennan vetur svolítið blindir. Við erum ekki búnir að ná að safna neinu.“ Hann gagnrýnir harðlega að tilslakanir á reglum um opnunartíma skemmtistaða hafi ekki komið fyrr. Í töluverðan tíma hafi nánast verið engin virk smit hér á landi og því hafi mátt lengja opnunartímann til eitt og þá frekar stíga skref til baka núna. „Auðvitað ber hver ábyrgð á sjálfum sér og það hefur kannski sýnt sig líka að það hafa engin smit borist á skemmtistöðum og börum þó það sé troðið til ellefu.“ Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Veiran náð að dreifa sér ef smitin tengjast hópsýkingunni Ef innanlandssmitin tvö sem greindust í gær tengjast hópsýkingunni sem kom upp á Akranesi gæti þurft að grípa til harðari aðgerða að sögn Kamillu Sigríðar Jósefsdóttur 28. júlí 2020 18:48 Skoða hertar aðgerðir og boða frekari skimun vegna fjölgunar smita Til umræðu er nú að herða sóttvarnaaðgerðir innanlands og hugsanlega á landamærunum vegna nýrra kórónuveirusmita frá mismunandi uppsprettum undanfarna daga, að sögn staðgengils sóttvarnalæknis. Frekari skimun fyrir veirunni hefst á næstu dögum. 28. júlí 2020 14:18 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Arnar Gíslason bareigandi segir fjölgun smita slæmar fréttir fyrir rekstraraðila, fari það svo að gripið verði til harðari aðgerða á ný. Arnar rekur meðal annars skemmtistaðina Lebowski, Kalda Bar og Irishman Pub og segir hann varasjóðina vera að tæmast eftir að skemmtistöðum var gert að loka í vor. Almannavarnir og sóttvarnayfirvöld funduðu í dag með heilbrigðisráðherra þar sem farið var yfir stöðu mála. Í ljósi þeirra innanlandssmita sem hafa komið upp undanfarna daga gæti þurft að taka skref aftur; lækka hámarksfjölda við samkomur og taka upp hina svokölluðu tveggja metra reglu á ný. „Við þurfum einhvern veginn alltaf að bíða og bíða og verðum síðastir til þess að fá að reka fyrirtækin okkar. Þetta rífur bara enn meira í og nú þarf maður bara að fara að undirbúa eitthvað sem maður var að vona að þurfa aldrei að undirbúa,“ sagði Arnar í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag. Til stóð að lengja opnunartíma skemmti- og veitingastaða til miðnættis eftir verslunarmannahelgi, en þeir hafa mátt vera opnir til klukkan 23 undanfarna mánuði. Þeim áformum var slegið á frest eftir að ný innanlandssmit komu upp. Nú er jafnvel útlit fyrir að von sé á frekari takmörkunum fremur en tilslökunum en heilbrigðisyfirvöld funda aftur á morgun. Arnar segir það slæmar fréttir fyrir rekstraraðila ef grípa þurfi til harðari aðgerða. Það hafi verið þungt högg að þurfa að loka stöðunum í vor og gríðarlegt tekjutap fylgi því að þurfa að loka klukkan 23. Það bitni einnig á starfsfólki, enda getur það ekki unnið fulla vinnu og þá sé ekki mikið sparifé eftir. „Maður var búinn að gera það undanfarin ár að búa sig undir ýmislegt og eiga smá varasjóði, en það er búið að ganga helvíti vel á þá.“ Fámenni í miðbæ Reykjavíkur á föstudagskvöldi í samkomubanni.Vísir/Vilhelm Engin smit þó það sé „troðið til ellefu“ Vegna styttri opnunartíma í sumar hafa Íslendingar lagt það í vana sinn að fara fyrr í bæinn og þá fyrr heim. Arnar segir það vissulega rétt að landsmenn hafi lagað sig að breyttum opnunartíma en það sé þó alltaf tekjutap að geta ekki haft opið jafn lengi og leyfi staðarins kveður á um. „Eins og á Lebowski bar, við erum með leyfi til hálf fimm og erum að missa fimm og hálfan klukkutíma af troðfullum stað. Það er gríðarlegt tekjutjón,“ segir Arnar og bætir við að sumarið sé tíminn þar sem staðirnir nái að safna í sína sjóði. „Sumartíminn er tíminn sem þessir staðir hlaða sig upp fyrir veturinn. Núna förum við inn í þennan vetur svolítið blindir. Við erum ekki búnir að ná að safna neinu.“ Hann gagnrýnir harðlega að tilslakanir á reglum um opnunartíma skemmtistaða hafi ekki komið fyrr. Í töluverðan tíma hafi nánast verið engin virk smit hér á landi og því hafi mátt lengja opnunartímann til eitt og þá frekar stíga skref til baka núna. „Auðvitað ber hver ábyrgð á sjálfum sér og það hefur kannski sýnt sig líka að það hafa engin smit borist á skemmtistöðum og börum þó það sé troðið til ellefu.“
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Veiran náð að dreifa sér ef smitin tengjast hópsýkingunni Ef innanlandssmitin tvö sem greindust í gær tengjast hópsýkingunni sem kom upp á Akranesi gæti þurft að grípa til harðari aðgerða að sögn Kamillu Sigríðar Jósefsdóttur 28. júlí 2020 18:48 Skoða hertar aðgerðir og boða frekari skimun vegna fjölgunar smita Til umræðu er nú að herða sóttvarnaaðgerðir innanlands og hugsanlega á landamærunum vegna nýrra kórónuveirusmita frá mismunandi uppsprettum undanfarna daga, að sögn staðgengils sóttvarnalæknis. Frekari skimun fyrir veirunni hefst á næstu dögum. 28. júlí 2020 14:18 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Veiran náð að dreifa sér ef smitin tengjast hópsýkingunni Ef innanlandssmitin tvö sem greindust í gær tengjast hópsýkingunni sem kom upp á Akranesi gæti þurft að grípa til harðari aðgerða að sögn Kamillu Sigríðar Jósefsdóttur 28. júlí 2020 18:48
Skoða hertar aðgerðir og boða frekari skimun vegna fjölgunar smita Til umræðu er nú að herða sóttvarnaaðgerðir innanlands og hugsanlega á landamærunum vegna nýrra kórónuveirusmita frá mismunandi uppsprettum undanfarna daga, að sögn staðgengils sóttvarnalæknis. Frekari skimun fyrir veirunni hefst á næstu dögum. 28. júlí 2020 14:18