Henry lagði Guðlaug Victor í einelti en bauð honum svo í heimsókn Sindri Sverrisson skrifar 29. júlí 2020 11:30 Guðlaugur Victor Pálsson hefur verið í byrjunarliði Íslands í síðustu mótsleikjum, sem hægri bakvörður. Hér er hann á ferðinni gegn Andorra. VÍSIR/VILHELM Guðlaugur Victor Pálsson reif eitt sinn kjaft við knattspyrnugoðsögnina Thierry Henry þegar þeir voru liðsfélagar í New York. Frakkinn lagði Victor í einelti vikurnar á eftir. Guðlaugur Victor segir frá þessu í Podcasti Sölva Tryggvasonar. Þar ræddu þeir meðal annars um þættina The Last Dance á Netflix, og hugarfar Michael Jordan sem minnti Guðlaug Victor um margt á Henry og árið sem þeir léku saman 2012. „Maður hugsaði oft bara; hvernig nennirðu að vera svona? Þú ert kominn til New York 35 ára gamall, einn besti „striker“ frá upphafi, búinn að vinna allt, hvernig nennirðu að vera svona,“ segir Guðlaugur Victor og á þá við hversu brjálaður Henry var á hverri einustu æfingu. Íslenski landsliðsmaðurinn ætlaði einu sinni að láta Henry heyra það, en fékk að finna fyrir því að það væri ekki góð ákvörðun. Í tvær vikur var ég fórnarlambið hans „Ég svaraði honum einu sinni og hann lét mig finna fyrir því í tvær vikur á eftir. Alltaf þegar ég var með boltann þá reyndi hann að tækla mig upp í hné – hann tók mig af lífi. Í þessar tvær vikur var ég „victim-ið“ hans. Hann tók mig alltaf fyrir; í hvaða fötum ég var, hvað ég gerði á æfingum og fleira. Hann rústaði mér,“ segir Guðlaugur Victor, sem segist þó hafa átt það skilið hvernig Henry lét. Eftir að Henry hafði kennt Guðlaugi Victori sína lexíu bauð hann honum heim til sín að horfa á vináttuleik Íslands og Frakklands sem fór fram á þessum tíma. Hann kveðst þó ekki vita hvort það hafi verið vegna þess hvernig Henry hafði látið vikurnar á undan. „Hann býður mér heim til sín að horfa á leikinn, þannig að við vorum bara tveir saman að horfa á Ísland - Frakkland... og mér fannst þetta náttúrulega geggjað að fá að vera þarna með honum að horfa á leikinn.... Hann lét mig læra „the hard way“, en ég átti það líka skilið. Þessar tvær vikur voru alveg eftirminnilegar.“ Guðlaugur Victor, sem fékk samning hjá Liverpool aðeins 17 ára gamall, fer yfir víðan völl í þættinum en hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér að neðan. MLS Fótbolti Vinnustaðamenning Mest lesið Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Enski boltinn „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Fótbolti „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ Körfubolti Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Enski boltinn Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Fótbolti „Valsararnir voru bara betri“ Körfubolti „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Körfubolti Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti Körfubolti Meiðslalistinn lengist í Mílanó Fótbolti Fleiri fréttir Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Arnar ekki heyrt frá KSÍ: „Ekki flókið í mínum huga“ Víkingar mæta liði Sverris og Harðar Víkingar unnu sér inn 830 milljónir Víkingar í flugi þegar dregið verður í Sambandsdeildinni: „Gæti ekki verið stoltari“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Stjórnarmennirnir gátu ekki horft í augun á Frey Sádar munu spila í Gullbikarnum í Ameríku Albert og félagar í Fiorentina höfnuðu í þriðja sæti Sambandsdeildarinnar Fullt hús stiga hjá Chelsea og Marc Guiu markahæstur Fara til Grikklands eða Slóveníu: Víkingar gætu mætt Sverri Uppgjörið: LASK - Víkingur 1-1 | Víkingar fara í umspilseinvígi eftir áramót Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Klósettpappír og blys trufla leiki í Sambandsdeildinni Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Bróðir Pogba dæmdur fyrir að kúga af honum fé Úlfur metinn besti framherjinn í nýliðavali MLS Örlög Víkinga gætu ráðist í fjölda landa KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Sjá meira
Guðlaugur Victor Pálsson reif eitt sinn kjaft við knattspyrnugoðsögnina Thierry Henry þegar þeir voru liðsfélagar í New York. Frakkinn lagði Victor í einelti vikurnar á eftir. Guðlaugur Victor segir frá þessu í Podcasti Sölva Tryggvasonar. Þar ræddu þeir meðal annars um þættina The Last Dance á Netflix, og hugarfar Michael Jordan sem minnti Guðlaug Victor um margt á Henry og árið sem þeir léku saman 2012. „Maður hugsaði oft bara; hvernig nennirðu að vera svona? Þú ert kominn til New York 35 ára gamall, einn besti „striker“ frá upphafi, búinn að vinna allt, hvernig nennirðu að vera svona,“ segir Guðlaugur Victor og á þá við hversu brjálaður Henry var á hverri einustu æfingu. Íslenski landsliðsmaðurinn ætlaði einu sinni að láta Henry heyra það, en fékk að finna fyrir því að það væri ekki góð ákvörðun. Í tvær vikur var ég fórnarlambið hans „Ég svaraði honum einu sinni og hann lét mig finna fyrir því í tvær vikur á eftir. Alltaf þegar ég var með boltann þá reyndi hann að tækla mig upp í hné – hann tók mig af lífi. Í þessar tvær vikur var ég „victim-ið“ hans. Hann tók mig alltaf fyrir; í hvaða fötum ég var, hvað ég gerði á æfingum og fleira. Hann rústaði mér,“ segir Guðlaugur Victor, sem segist þó hafa átt það skilið hvernig Henry lét. Eftir að Henry hafði kennt Guðlaugi Victori sína lexíu bauð hann honum heim til sín að horfa á vináttuleik Íslands og Frakklands sem fór fram á þessum tíma. Hann kveðst þó ekki vita hvort það hafi verið vegna þess hvernig Henry hafði látið vikurnar á undan. „Hann býður mér heim til sín að horfa á leikinn, þannig að við vorum bara tveir saman að horfa á Ísland - Frakkland... og mér fannst þetta náttúrulega geggjað að fá að vera þarna með honum að horfa á leikinn.... Hann lét mig læra „the hard way“, en ég átti það líka skilið. Þessar tvær vikur voru alveg eftirminnilegar.“ Guðlaugur Victor, sem fékk samning hjá Liverpool aðeins 17 ára gamall, fer yfir víðan völl í þættinum en hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
MLS Fótbolti Vinnustaðamenning Mest lesið Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Enski boltinn „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Fótbolti „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ Körfubolti Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Enski boltinn Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Fótbolti „Valsararnir voru bara betri“ Körfubolti „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Körfubolti Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti Körfubolti Meiðslalistinn lengist í Mílanó Fótbolti Fleiri fréttir Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Arnar ekki heyrt frá KSÍ: „Ekki flókið í mínum huga“ Víkingar mæta liði Sverris og Harðar Víkingar unnu sér inn 830 milljónir Víkingar í flugi þegar dregið verður í Sambandsdeildinni: „Gæti ekki verið stoltari“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Stjórnarmennirnir gátu ekki horft í augun á Frey Sádar munu spila í Gullbikarnum í Ameríku Albert og félagar í Fiorentina höfnuðu í þriðja sæti Sambandsdeildarinnar Fullt hús stiga hjá Chelsea og Marc Guiu markahæstur Fara til Grikklands eða Slóveníu: Víkingar gætu mætt Sverri Uppgjörið: LASK - Víkingur 1-1 | Víkingar fara í umspilseinvígi eftir áramót Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Klósettpappír og blys trufla leiki í Sambandsdeildinni Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Bróðir Pogba dæmdur fyrir að kúga af honum fé Úlfur metinn besti framherjinn í nýliðavali MLS Örlög Víkinga gætu ráðist í fjölda landa KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Sjá meira
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“