Henry lagði Guðlaug Victor í einelti en bauð honum svo í heimsókn Sindri Sverrisson skrifar 29. júlí 2020 11:30 Guðlaugur Victor Pálsson hefur verið í byrjunarliði Íslands í síðustu mótsleikjum, sem hægri bakvörður. Hér er hann á ferðinni gegn Andorra. VÍSIR/VILHELM Guðlaugur Victor Pálsson reif eitt sinn kjaft við knattspyrnugoðsögnina Thierry Henry þegar þeir voru liðsfélagar í New York. Frakkinn lagði Victor í einelti vikurnar á eftir. Guðlaugur Victor segir frá þessu í Podcasti Sölva Tryggvasonar. Þar ræddu þeir meðal annars um þættina The Last Dance á Netflix, og hugarfar Michael Jordan sem minnti Guðlaug Victor um margt á Henry og árið sem þeir léku saman 2012. „Maður hugsaði oft bara; hvernig nennirðu að vera svona? Þú ert kominn til New York 35 ára gamall, einn besti „striker“ frá upphafi, búinn að vinna allt, hvernig nennirðu að vera svona,“ segir Guðlaugur Victor og á þá við hversu brjálaður Henry var á hverri einustu æfingu. Íslenski landsliðsmaðurinn ætlaði einu sinni að láta Henry heyra það, en fékk að finna fyrir því að það væri ekki góð ákvörðun. Í tvær vikur var ég fórnarlambið hans „Ég svaraði honum einu sinni og hann lét mig finna fyrir því í tvær vikur á eftir. Alltaf þegar ég var með boltann þá reyndi hann að tækla mig upp í hné – hann tók mig af lífi. Í þessar tvær vikur var ég „victim-ið“ hans. Hann tók mig alltaf fyrir; í hvaða fötum ég var, hvað ég gerði á æfingum og fleira. Hann rústaði mér,“ segir Guðlaugur Victor, sem segist þó hafa átt það skilið hvernig Henry lét. Eftir að Henry hafði kennt Guðlaugi Victori sína lexíu bauð hann honum heim til sín að horfa á vináttuleik Íslands og Frakklands sem fór fram á þessum tíma. Hann kveðst þó ekki vita hvort það hafi verið vegna þess hvernig Henry hafði látið vikurnar á undan. „Hann býður mér heim til sín að horfa á leikinn, þannig að við vorum bara tveir saman að horfa á Ísland - Frakkland... og mér fannst þetta náttúrulega geggjað að fá að vera þarna með honum að horfa á leikinn.... Hann lét mig læra „the hard way“, en ég átti það líka skilið. Þessar tvær vikur voru alveg eftirminnilegar.“ Guðlaugur Victor, sem fékk samning hjá Liverpool aðeins 17 ára gamall, fer yfir víðan völl í þættinum en hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér að neðan. MLS Fótbolti Vinnustaðamenning Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Körfubolti Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Handbolti Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Fleiri fréttir Þórdís Elva semur við Þróttara Af hverju er San Marínó framar í röðinni en Ísland? Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Hareide ætlar að stöðva taplausa hrinu Wales Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Aron á leið til Katar og verður ekki á leik kvöldsins Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fyrirliðinn trúir: „Ansi mörg vopn sem við höfum upp á að bjóða“ Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Sjá meira
Guðlaugur Victor Pálsson reif eitt sinn kjaft við knattspyrnugoðsögnina Thierry Henry þegar þeir voru liðsfélagar í New York. Frakkinn lagði Victor í einelti vikurnar á eftir. Guðlaugur Victor segir frá þessu í Podcasti Sölva Tryggvasonar. Þar ræddu þeir meðal annars um þættina The Last Dance á Netflix, og hugarfar Michael Jordan sem minnti Guðlaug Victor um margt á Henry og árið sem þeir léku saman 2012. „Maður hugsaði oft bara; hvernig nennirðu að vera svona? Þú ert kominn til New York 35 ára gamall, einn besti „striker“ frá upphafi, búinn að vinna allt, hvernig nennirðu að vera svona,“ segir Guðlaugur Victor og á þá við hversu brjálaður Henry var á hverri einustu æfingu. Íslenski landsliðsmaðurinn ætlaði einu sinni að láta Henry heyra það, en fékk að finna fyrir því að það væri ekki góð ákvörðun. Í tvær vikur var ég fórnarlambið hans „Ég svaraði honum einu sinni og hann lét mig finna fyrir því í tvær vikur á eftir. Alltaf þegar ég var með boltann þá reyndi hann að tækla mig upp í hné – hann tók mig af lífi. Í þessar tvær vikur var ég „victim-ið“ hans. Hann tók mig alltaf fyrir; í hvaða fötum ég var, hvað ég gerði á æfingum og fleira. Hann rústaði mér,“ segir Guðlaugur Victor, sem segist þó hafa átt það skilið hvernig Henry lét. Eftir að Henry hafði kennt Guðlaugi Victori sína lexíu bauð hann honum heim til sín að horfa á vináttuleik Íslands og Frakklands sem fór fram á þessum tíma. Hann kveðst þó ekki vita hvort það hafi verið vegna þess hvernig Henry hafði látið vikurnar á undan. „Hann býður mér heim til sín að horfa á leikinn, þannig að við vorum bara tveir saman að horfa á Ísland - Frakkland... og mér fannst þetta náttúrulega geggjað að fá að vera þarna með honum að horfa á leikinn.... Hann lét mig læra „the hard way“, en ég átti það líka skilið. Þessar tvær vikur voru alveg eftirminnilegar.“ Guðlaugur Victor, sem fékk samning hjá Liverpool aðeins 17 ára gamall, fer yfir víðan völl í þættinum en hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
MLS Fótbolti Vinnustaðamenning Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Körfubolti Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Handbolti Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Fleiri fréttir Þórdís Elva semur við Þróttara Af hverju er San Marínó framar í röðinni en Ísland? Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Hareide ætlar að stöðva taplausa hrinu Wales Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Aron á leið til Katar og verður ekki á leik kvöldsins Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fyrirliðinn trúir: „Ansi mörg vopn sem við höfum upp á að bjóða“ Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Sjá meira