Erlendum leikmönnum snarfækkað í Pepsi Max deild karla Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. júlí 2020 12:00 Pablo Punyed og Tobias Thomsen eru tveir af þremur erlendum leikmönnum í herbúðum Íslandsmeistara KR. Vísir/Bára Erlendum leikmönnum í Pepsi Max deild karla hefur fækkað hratt undanfarin ár. Árið 2017 voru hér 82 erlendir leikmenn en þeir eru aðeins 25 í dag. Vert er að nefna að af 25 sem eru í dag voru 12 af þeim hér sumarið 2017 og hafa verið síðan. Leifur Grímsson birti áhugaverða samantekt á Twitter-síðu sinni þar sem í ljós kemur að erlendir leikmenn voru 33 prósent allra leikmanna Pepsi Max deildarinnar sumarið 2017. Nú eru þeir aðeins þrettán prósent. Erlendum leikmönnum fækkar mikið frá fyrri árum. Yngri íslenskir leikmenn í ár #fotboltinet pic.twitter.com/6KRFiLMiu1— Leifur Grímsson (@lgrims) July 28, 2020 Hér að neðan má sjá samantekt á þeim erlendum leikmönnum sem leika í Pepsi Max deild karla þetta sumarið. Topplið Vals er með sex erlenda leikmenn á sínum snærum. Aðeins einn þeirra er þó að leika sitt fyrsta tímabil hér á landi. Það er Færeyingurinn Magnus Egilsson sem fylgdi Heimi Guðjónssyni frá tíma hans með HB þar í landi. Landi hans Kaj Leo í Bartalsstovu kom hingað til lands 2016 er hann gekk í raðir FH. Þaðan fór hann til Vestmannaeyja áður en hann samdi við Valsmenn á síðasta ári. Færeyingarnir tveir í liði Vals gegn Atla Sigurjónssyni, leikmanni KR.Vísir/Daniel Þór Þá eru þrír Danir í liði Vals. Rasmus Steenberg Christiansen kom hingað fyrst árið 2010. Hann lék með ÍBV frá 2010 til 2012 en færði sig þá um set til Noregs. Rasmus samdi svo við KR fyrir tímabilið 2015 en færði sig um set í Reykjavík og gekk í raðir Vals ári síðar. Þar hefur hann verið ef frá er talið lán til Fjölnis á síðustu leiktíð er hann var að jafna sig af meiðslum. Markahrókurinn Patrick Pedersen samdi fyrst við Valsmenn árið 2013. Hann hefur reynt fyrir sér erlendis í tvígang en endar alltaf aftur í herbúðum Vals. Þetta er hans sjöunda sumar á Íslandi. Þá kom miðjumaðurinn Lasse Petry Andersen til Vals fyrir síðasta tímabil og er hér enn. Patrick Pedersen elskar að skora mörk. Á Íslandi allavega.Vísir/Bára Sjötti erlendi leikmaður Vals er Svínn Sebastian Starke Hedlund en hefur leikið á Hlíðarenda síðan um mitt sumar 2018. Rétt eftir að fréttin fór í loftið opinberuðu Valsmenn það að þeir hefðu fengið Kasper Högh á láni frá Randers FC í Danmörku. Hann varð þar með 26. erlendi leikmaður deildarinnar og sjöundi erlendi leikmaðurinn í herbúðum Vals. Hjá Íslandsmeisturum KR eru þrír erlendir leikmenn en allir hafa leikið hér um árabil. Danski hægri bakvörðurinn Kennie Knak Chopart kom fyrst til Íslands sumarið 2012 og hefur verið hér allar götur síðan ef frá er talið sumarið 2014. Er þetta hans fimmta tímabil með KR. Líkt og Kennie þá kom El-Salvadorinn Pablo Oshan Punyed Dubon hingað til lands 2012. Hann nálgast nú óðfluga 200 leikja múrinn í deild, bikar og Evrópu. Kennie er svo gott sem orðinn Íslendingur segir Rúnar Kristinsson, þjálfari KR.Vísir/Bára Tobias Bendix Thomsen, samlandi Kennie, hefur verið hér síðan 2017 en hann stefnir þó á að flytja til Danmerkur þegar tímabilinu lýkur. Mögulega fyrr ef aðstæður leyfa. Hjá Fylki er einn erlendur leikmaður á mála. Djair Terraii Carl Parfitt-Williams samdi við Árbæinga fyrir tímabilið og hefur staðið sig með prýði. Í liði Breiðabliks eru Kwame Quee og Thomas Mikkelsen þeir einu sem eru ekki með íslenskt ríkisfang. Kwame hefur verið hér á landi síðan 2017 er hann gekk í raðir Víkings Ólafsvíkur, sem léku þá í Pepsi deildinni. Mikkelsen gekk til liðs við Blika fyrir sumarið 2018 og hefur raðað inn mörkum síðan. Er hann með 40 mörk í 49 leikjum. Thomas Mikkelsen hefur verið öflugur í liði Blika síðan hann kom fyrst hingað til lands.Vísir/Bára FH-ingar eru með þrjá erlenda leikmenn. Þá Steven Lennon, Morten Beck Andersen og Gunnar Nielsen. Lennon kom hingað til lands frá Skotlandi árið 2011 og er af mörgum talinn einn besti erlendi leikmaður sem hefur leikið hér á landi. Hann lék með Fram frá 2011 til 2013 en samdi við FH um mitt sumar 2014. Hefur hann verið þeirra besti leikmaður síðan. Markvörðurinn Gunnar Nielsen gekk til liðs við Stjörnuna árið 2015 en samdi við FH ári síðar. Hann er því á sínu sjötta tímabili hér á landi. Daninn Morten Beck samdi við KR fyrir sumarið 2016 en hélt aftur til Danmerkur að tímabili loknu. Hann samdi svo við FH um mitt síðasta sumar. Steven Lennon og Morten Beck eru tveir af þremur erlendum leikmönnum í herbúðum FH.Vísir/Bára Nikolaj Andreas Hansen er eini erlendi leikmaðurinn í herbúðum Víkings. Hann samdi við Val árið 2016 og hefur verið hér síðan. Marcus Johansson gekk í raðir ÍA fyrir síðustu leiktíð og er enn fastamaður í liði Skagamanna. Hjá KA eru fjórir erlendir leikmenn. Þeir Jibril Antala Abubakar, Kristijan Jajalo, Mikkel Qvist og Rodrigo Gomes Mateo. Þeir Abubakar og Qvist komu fyrir þetta tímabil en Jajalo og Rodrigo hafa verið hér í dógóðan tíma. Rodrigo hefur verið hér síðan 2014 og Jajalo frá 2016. Báðir gengu í raðir KA frá Grindavík. Þá eru nýliðar Grótta með einn erlendan leikmann á sínum snærum. Það er Skotinn ungi Kieran Hugh Dolan Mcgrath sem gekk til liðs við Seltirninga rétt áður en félagaskiptaglugginn lokaði fyrir tímabilið. Hinir nýliðar deildarinnar, Fjölnir, eru með tvo erlenda leikmenn sem komu einnig undir lok gluggans. Ungverski varnarmaðurinn Peter Zachan og Daninn Christian Justesen Sivebæk. Þá eru engir erlendir leikmenn hjá HK en Martin Rauschenberg er á mála hjá Stjörnunni. Hann hefur hins vegar ekki enn spilað í sumar. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Gefa lítið fyrir meinta heimþrá: „Skil ekki hvernig hægt er að sakna Danmerkur svona mikið“ „Er þetta ekki meira það að hann er óánægður með að hafa ekki spilað meira? Þetta er svo sem bara það,“ segir Davíð Þór Viðarsson um meinta heimþrá Danans Tobias Thomsen, leikmanns Íslandsmeistara KR. 29. júlí 2020 10:00 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Sjá meira
Erlendum leikmönnum í Pepsi Max deild karla hefur fækkað hratt undanfarin ár. Árið 2017 voru hér 82 erlendir leikmenn en þeir eru aðeins 25 í dag. Vert er að nefna að af 25 sem eru í dag voru 12 af þeim hér sumarið 2017 og hafa verið síðan. Leifur Grímsson birti áhugaverða samantekt á Twitter-síðu sinni þar sem í ljós kemur að erlendir leikmenn voru 33 prósent allra leikmanna Pepsi Max deildarinnar sumarið 2017. Nú eru þeir aðeins þrettán prósent. Erlendum leikmönnum fækkar mikið frá fyrri árum. Yngri íslenskir leikmenn í ár #fotboltinet pic.twitter.com/6KRFiLMiu1— Leifur Grímsson (@lgrims) July 28, 2020 Hér að neðan má sjá samantekt á þeim erlendum leikmönnum sem leika í Pepsi Max deild karla þetta sumarið. Topplið Vals er með sex erlenda leikmenn á sínum snærum. Aðeins einn þeirra er þó að leika sitt fyrsta tímabil hér á landi. Það er Færeyingurinn Magnus Egilsson sem fylgdi Heimi Guðjónssyni frá tíma hans með HB þar í landi. Landi hans Kaj Leo í Bartalsstovu kom hingað til lands 2016 er hann gekk í raðir FH. Þaðan fór hann til Vestmannaeyja áður en hann samdi við Valsmenn á síðasta ári. Færeyingarnir tveir í liði Vals gegn Atla Sigurjónssyni, leikmanni KR.Vísir/Daniel Þór Þá eru þrír Danir í liði Vals. Rasmus Steenberg Christiansen kom hingað fyrst árið 2010. Hann lék með ÍBV frá 2010 til 2012 en færði sig þá um set til Noregs. Rasmus samdi svo við KR fyrir tímabilið 2015 en færði sig um set í Reykjavík og gekk í raðir Vals ári síðar. Þar hefur hann verið ef frá er talið lán til Fjölnis á síðustu leiktíð er hann var að jafna sig af meiðslum. Markahrókurinn Patrick Pedersen samdi fyrst við Valsmenn árið 2013. Hann hefur reynt fyrir sér erlendis í tvígang en endar alltaf aftur í herbúðum Vals. Þetta er hans sjöunda sumar á Íslandi. Þá kom miðjumaðurinn Lasse Petry Andersen til Vals fyrir síðasta tímabil og er hér enn. Patrick Pedersen elskar að skora mörk. Á Íslandi allavega.Vísir/Bára Sjötti erlendi leikmaður Vals er Svínn Sebastian Starke Hedlund en hefur leikið á Hlíðarenda síðan um mitt sumar 2018. Rétt eftir að fréttin fór í loftið opinberuðu Valsmenn það að þeir hefðu fengið Kasper Högh á láni frá Randers FC í Danmörku. Hann varð þar með 26. erlendi leikmaður deildarinnar og sjöundi erlendi leikmaðurinn í herbúðum Vals. Hjá Íslandsmeisturum KR eru þrír erlendir leikmenn en allir hafa leikið hér um árabil. Danski hægri bakvörðurinn Kennie Knak Chopart kom fyrst til Íslands sumarið 2012 og hefur verið hér allar götur síðan ef frá er talið sumarið 2014. Er þetta hans fimmta tímabil með KR. Líkt og Kennie þá kom El-Salvadorinn Pablo Oshan Punyed Dubon hingað til lands 2012. Hann nálgast nú óðfluga 200 leikja múrinn í deild, bikar og Evrópu. Kennie er svo gott sem orðinn Íslendingur segir Rúnar Kristinsson, þjálfari KR.Vísir/Bára Tobias Bendix Thomsen, samlandi Kennie, hefur verið hér síðan 2017 en hann stefnir þó á að flytja til Danmerkur þegar tímabilinu lýkur. Mögulega fyrr ef aðstæður leyfa. Hjá Fylki er einn erlendur leikmaður á mála. Djair Terraii Carl Parfitt-Williams samdi við Árbæinga fyrir tímabilið og hefur staðið sig með prýði. Í liði Breiðabliks eru Kwame Quee og Thomas Mikkelsen þeir einu sem eru ekki með íslenskt ríkisfang. Kwame hefur verið hér á landi síðan 2017 er hann gekk í raðir Víkings Ólafsvíkur, sem léku þá í Pepsi deildinni. Mikkelsen gekk til liðs við Blika fyrir sumarið 2018 og hefur raðað inn mörkum síðan. Er hann með 40 mörk í 49 leikjum. Thomas Mikkelsen hefur verið öflugur í liði Blika síðan hann kom fyrst hingað til lands.Vísir/Bára FH-ingar eru með þrjá erlenda leikmenn. Þá Steven Lennon, Morten Beck Andersen og Gunnar Nielsen. Lennon kom hingað til lands frá Skotlandi árið 2011 og er af mörgum talinn einn besti erlendi leikmaður sem hefur leikið hér á landi. Hann lék með Fram frá 2011 til 2013 en samdi við FH um mitt sumar 2014. Hefur hann verið þeirra besti leikmaður síðan. Markvörðurinn Gunnar Nielsen gekk til liðs við Stjörnuna árið 2015 en samdi við FH ári síðar. Hann er því á sínu sjötta tímabili hér á landi. Daninn Morten Beck samdi við KR fyrir sumarið 2016 en hélt aftur til Danmerkur að tímabili loknu. Hann samdi svo við FH um mitt síðasta sumar. Steven Lennon og Morten Beck eru tveir af þremur erlendum leikmönnum í herbúðum FH.Vísir/Bára Nikolaj Andreas Hansen er eini erlendi leikmaðurinn í herbúðum Víkings. Hann samdi við Val árið 2016 og hefur verið hér síðan. Marcus Johansson gekk í raðir ÍA fyrir síðustu leiktíð og er enn fastamaður í liði Skagamanna. Hjá KA eru fjórir erlendir leikmenn. Þeir Jibril Antala Abubakar, Kristijan Jajalo, Mikkel Qvist og Rodrigo Gomes Mateo. Þeir Abubakar og Qvist komu fyrir þetta tímabil en Jajalo og Rodrigo hafa verið hér í dógóðan tíma. Rodrigo hefur verið hér síðan 2014 og Jajalo frá 2016. Báðir gengu í raðir KA frá Grindavík. Þá eru nýliðar Grótta með einn erlendan leikmann á sínum snærum. Það er Skotinn ungi Kieran Hugh Dolan Mcgrath sem gekk til liðs við Seltirninga rétt áður en félagaskiptaglugginn lokaði fyrir tímabilið. Hinir nýliðar deildarinnar, Fjölnir, eru með tvo erlenda leikmenn sem komu einnig undir lok gluggans. Ungverski varnarmaðurinn Peter Zachan og Daninn Christian Justesen Sivebæk. Þá eru engir erlendir leikmenn hjá HK en Martin Rauschenberg er á mála hjá Stjörnunni. Hann hefur hins vegar ekki enn spilað í sumar.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Gefa lítið fyrir meinta heimþrá: „Skil ekki hvernig hægt er að sakna Danmerkur svona mikið“ „Er þetta ekki meira það að hann er óánægður með að hafa ekki spilað meira? Þetta er svo sem bara það,“ segir Davíð Þór Viðarsson um meinta heimþrá Danans Tobias Thomsen, leikmanns Íslandsmeistara KR. 29. júlí 2020 10:00 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Sjá meira
Gefa lítið fyrir meinta heimþrá: „Skil ekki hvernig hægt er að sakna Danmerkur svona mikið“ „Er þetta ekki meira það að hann er óánægður með að hafa ekki spilað meira? Þetta er svo sem bara það,“ segir Davíð Þór Viðarsson um meinta heimþrá Danans Tobias Thomsen, leikmanns Íslandsmeistara KR. 29. júlí 2020 10:00
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti