Viðskipti innlent

Jóhann Möller ráðinn framkvæmdastjóri Stefnis

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Jóhann Möller.
Jóhann Möller. Aðsend

Jóhann Möller hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Stefnis hf. og mun taka við starfinu 1. ágúst. Jóhann hefur starfað á fjármálamarkaði í 20 ár og hjá Stefni frá árinu 2006 við stýringu á innlendum hlutabréfasjóðum auk þess að veita hlutabréfateymi félagsins forstöðu síðast liðin þrjú ár, að því er fram kemur í tilkynningu.

Haft er eftir Jóhanni í tilkynningu að það sé mikill heiður að fá tækifæri til að leiða starfsmannahóp Stefnis. Markmiðið sé að vera áfram í fararbroddi í stýringu og uppbyggingu nýrra sjóða.

Stefnir er íslenskt sjóðastýringarfyrirtæki, stofnað árið 1996 með um 250 milljarða króna í virkri sjóðastýringu í lok árs 2019, að því er segir í tilkynningu. Hjá Stefni starfa 20 sérfræðingar í fjórum teymum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×