Segir Þeistareykjaveginn verða þann langflottasta Kristján Már Unnarsson skrifar 29. júlí 2020 22:24 Helgi Reynir Árnason, veghefilsstjóri og verkstjóri við Þeistareykjaveg, er sonur verktakans, Árna Helgasonar frá Ólafsfirði. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Verktakinn sem er að leggja nýjan Þeistareykjaveg spáir því að hann verði vinsælasta ferðamannaleiðin milli Húsavíkur og Mývatns og telur að hann ætti að verða hluti af Demantshringnum, sem Norðlendingar eru að markaðssetja. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Kísilvegurinn um Hólasand er nýlega búinn að fá slitlag meira en hálfri öld eftir að hann var lagður í tengslum við smíði Kísiliðjunnar við Mývatn. Nýi Þeistareykjavegurinn mun tengjast Kísilveginum á Hólasandi um tíu kílómetra frá Mývatni. Jarðýta tengir nýja Þeistareykjaveginn við Kísilveg á Hólasandi. Undirbyggingu vegarins á að ljúka í haust en slitlagið bíður næsta sumars.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Starfsmenn verktakans Árna Helgasonar ehf. frá Ólafsfirði byrjuðu í fyrrasumar að byggja upp síðari áfanga vegarins, sautján kílómetra milli Þeistareykja og Hólasands, gerðu svo hlé í vetur, en mættu í sumar aftur þegar snjóa leysti. „Við gátum ekki byrjað hér fyrr en í júlí. Það var allt á kafi í snjó hérna. En það gekk fint – og gengur fínt,“ segir Helgi Reynir Árnason, sonur eigandans, en hann er verkstjóri við Þeistareykjaveg. Landsvirkjun kostar vegagerðina til að auðvelda samrekstur jarðgufuvirkjana sinna í Þingeyjarsýslum með því að koma á heilsárstengingu milli Þeistareykja og Kröfluvirkjunar. Þannig styttist leiðin milli Þeistareykja og Mývatns úr 94 kílómetrum niður í 36 kílómetra. Fra Þeistareykjum. Gamli Þeistareykjabærinn stóð við hverasvæðið undir fjallinu.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Við klárum í haust. Þá á eftir að bjóða út klæðningarnar á þetta. Það á að gera á næsta ári. Þannig að þá verður á næsta ári vonandi kominn klæddur vegur alveg til Húsavíkur.“ Með Þeistareykjavegi verður til þriðja malbikaða leiðin milli Húsavíkur og Mývatns, til viðbótar við Kísilveg og veginn um Aðaldal og Reykjadal. En hver þeirra verður vinsælust af ferðamönnum í framtíðinni? Með nýja Þeistareykjaveginum verður hægt að velja um þrjár malbikaðar leiðir milli Húsavíkur og Mývatns; um Reykjadal, um Kísilveg og um Þeistareyki.Grafík/Hafsteinn Þórðarson. „Það er náttúrlega engin spurning. Þetta verður náttúrlega aðalvegurinn úr Mývatnssveit og niður að Húsavík þegar hann verður tilbúinn. Þetta er langflottasti vegurinn. Þetta verður geggjaður vegur hérna, sko. Það er engin spurning,“ svarar Helgi Reynir. Með tilkomu nýs Dettisfossvegar í haust er Norðlendingum ekkert að vanbúnaði að markaðssetja Demantshringinn sem tengir margar af frægustu náttúruperlum landsins. Demantshringurinn er nafn sem ferðaþjónustan á Norðurlandi hefur gefið hringleið sem tengir Mývatn, Dettifoss, Ásbyrgi, Húsavík og Goðafoss.Grafík/Hafsteinn Þórðarson. En ætti nýi Þeistareykjavegurinn að verða hluti Demantshringsins? „Ég held að hann verði það, alveg pottþétt. Ef menn ætla að keyra Mývatnssveit og Dettifoss - og Þeistareykir eru náttúrlega mjög fallegur staður, sko.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Þingeyjarsveit Skútustaðahreppur Norðurþing Jarðhiti Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Landsvirkjun Mest lesið Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Innlent Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Erlent Brjálaðist út í barn í bíó Innlent Musk og Trump valda uppnámi í Washington Erlent Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Erlent Fleiri fréttir Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Breytingar á Menningarnótt: Hlaupaleiðum breytt og tónleikum ljúki fyrr Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Sjá meira
Verktakinn sem er að leggja nýjan Þeistareykjaveg spáir því að hann verði vinsælasta ferðamannaleiðin milli Húsavíkur og Mývatns og telur að hann ætti að verða hluti af Demantshringnum, sem Norðlendingar eru að markaðssetja. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Kísilvegurinn um Hólasand er nýlega búinn að fá slitlag meira en hálfri öld eftir að hann var lagður í tengslum við smíði Kísiliðjunnar við Mývatn. Nýi Þeistareykjavegurinn mun tengjast Kísilveginum á Hólasandi um tíu kílómetra frá Mývatni. Jarðýta tengir nýja Þeistareykjaveginn við Kísilveg á Hólasandi. Undirbyggingu vegarins á að ljúka í haust en slitlagið bíður næsta sumars.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Starfsmenn verktakans Árna Helgasonar ehf. frá Ólafsfirði byrjuðu í fyrrasumar að byggja upp síðari áfanga vegarins, sautján kílómetra milli Þeistareykja og Hólasands, gerðu svo hlé í vetur, en mættu í sumar aftur þegar snjóa leysti. „Við gátum ekki byrjað hér fyrr en í júlí. Það var allt á kafi í snjó hérna. En það gekk fint – og gengur fínt,“ segir Helgi Reynir Árnason, sonur eigandans, en hann er verkstjóri við Þeistareykjaveg. Landsvirkjun kostar vegagerðina til að auðvelda samrekstur jarðgufuvirkjana sinna í Þingeyjarsýslum með því að koma á heilsárstengingu milli Þeistareykja og Kröfluvirkjunar. Þannig styttist leiðin milli Þeistareykja og Mývatns úr 94 kílómetrum niður í 36 kílómetra. Fra Þeistareykjum. Gamli Þeistareykjabærinn stóð við hverasvæðið undir fjallinu.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Við klárum í haust. Þá á eftir að bjóða út klæðningarnar á þetta. Það á að gera á næsta ári. Þannig að þá verður á næsta ári vonandi kominn klæddur vegur alveg til Húsavíkur.“ Með Þeistareykjavegi verður til þriðja malbikaða leiðin milli Húsavíkur og Mývatns, til viðbótar við Kísilveg og veginn um Aðaldal og Reykjadal. En hver þeirra verður vinsælust af ferðamönnum í framtíðinni? Með nýja Þeistareykjaveginum verður hægt að velja um þrjár malbikaðar leiðir milli Húsavíkur og Mývatns; um Reykjadal, um Kísilveg og um Þeistareyki.Grafík/Hafsteinn Þórðarson. „Það er náttúrlega engin spurning. Þetta verður náttúrlega aðalvegurinn úr Mývatnssveit og niður að Húsavík þegar hann verður tilbúinn. Þetta er langflottasti vegurinn. Þetta verður geggjaður vegur hérna, sko. Það er engin spurning,“ svarar Helgi Reynir. Með tilkomu nýs Dettisfossvegar í haust er Norðlendingum ekkert að vanbúnaði að markaðssetja Demantshringinn sem tengir margar af frægustu náttúruperlum landsins. Demantshringurinn er nafn sem ferðaþjónustan á Norðurlandi hefur gefið hringleið sem tengir Mývatn, Dettifoss, Ásbyrgi, Húsavík og Goðafoss.Grafík/Hafsteinn Þórðarson. En ætti nýi Þeistareykjavegurinn að verða hluti Demantshringsins? „Ég held að hann verði það, alveg pottþétt. Ef menn ætla að keyra Mývatnssveit og Dettifoss - og Þeistareykir eru náttúrlega mjög fallegur staður, sko.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Þingeyjarsveit Skútustaðahreppur Norðurþing Jarðhiti Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Landsvirkjun Mest lesið Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Innlent Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Erlent Brjálaðist út í barn í bíó Innlent Musk og Trump valda uppnámi í Washington Erlent Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Erlent Fleiri fréttir Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Breytingar á Menningarnótt: Hlaupaleiðum breytt og tónleikum ljúki fyrr Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Sjá meira