Íslendingar blésu á varnaðarorð um reykingar í faraldrinum Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. júlí 2020 06:43 Íslendingar virðast ekki hafa lagt reykingunum í faraldrinum. getty/boonchai wedmakawand Á meðan sum nýttu tilbreytingaleysi samkomubannsins í gönguferðir, framkvæmdir og umpottun virðast önnur hafa reykt sem aldrei fyrr. Sala á hvers kyns reyktókbaki á Íslandi hefur aukist umtalsvert á milli ára frá 16. mars, þegar fyrsta samkomubannið tók gildi, ef marka má sölutölur út ÁTVR. Á sama tíma hvöttu heilbrigðisyfirvöld Íslendinga til að leggja sígarettuna á hilluna í faraldrinum. Framleiðendur Marlboro-sígaretta leiðréttu í vikunni spár sínar fyrir árið. Þeir höfðu áður áætlað að samdráttur síðustu ára í Bandaríkjunum héldi áfram og sígarettusalan myndi dragast saman um 6 prósent á árinu. Eftir innreið kórónuveirunnar hefur salan hins vegar glæðst nokkuð. Marlboro-menn gera nú ráð fyrir því að samdrátturinn verði á bilinu 2 til 3,5 prósent, eða um helmingi minni en áætlað var. Haft er eftir forstjóranum í Wall Street Journal að svo virðist því sem Bandaríkjamenn reyki meira en áður. Líklega sé það vegna þess að þeir verji meiri tíma heima hjá sér en áður og eyði minna í ferðalög og aðra afþreyingu. Þar að auki hafa vinsældir rafsígaretta minnkað vestanhafs en Bandaríkjastjórn hefur takmarkað sölu þeirra með ýmsum hætti, t.a.m. bannað margar vinsæla bragðtegundir. Það varð þó enginn samdráttur í tóbakssölunni á Íslandi. Þvert á móti jókst sala reyktókbaks í öllum flokkum frá 16. mars til gærdagsins; það er sígarettum, vindlum og reyktóbaki sem fólk notar til að vefja eigin sígarettur. Sala tóbaks 16 mars til 28 júlí árin 2019 og 2020 Mest varð aukningin í síðasta flokknum. Rúmlega 2820 kíló af reyktóbaki seldist á landinu á þessu rúmlega 4 mánaða tímabili í fyrra en í ár var salan 3605 kíló. Það er aukning upp á rúmlega 27,5 prósent. Landsmenn reyktu auk þess 166 þúsund fleiri vindla á þessum mánuðum en þeir gerðu árið á undan. Rúmlega 1,6 milljónir vindla seldust í fyrra en næstum 1,8 milljón vindlar í ár, fjölgun um 10 prósent. Sígarettusalan jókst jafnframt nokkuð. Fjórtán prósent fleiri sígarettukarton hafa selst á landinu frá upphafi samkomubanns m.v. sama tímabil í fyrra. Íslendingar hafa því reykt um 3,7 milljónir sígarettupakka á síðustu fjórum mánuðum en reyktu 3,2 milljónir pakka á síðasta ári. Hins vegar hefur orðið nokkuð skarpur samdráttur í sölu neftóbaks á árinu, eins og Vísir greindi frá á dögunum. Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, telur innkomu nikótínpúða á íslenskan markað geta útskýrt þennan samdrátt. Neftóbakið er jafnframt eina tóbaksafurðin sem ÁTVR selur til Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli, annað tóbak er keypt í gegnum aðrar heildsölur. Söluaukningin sem ÁTVR tekur eftir í reyktóbaksflokkunum kann því að skýrast af fólki sem er hætt að kaupa sígarettur í flugstöðinni en kaupir þær þess í stað í sjoppum landsins. Hlýddu ekki Hvað sem því líður er ljóst að Íslendingar létu varnaðarorð heilbrigðisstétta um reykingar í faraldrinum sem vind um eyru þjóta. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga Landspítalans, sagði þannig í byrjun mars að kórónuveiran legðist illa á reykingafólk. „Það er ekki sögusögn. Það á sér líffræðilegar skýringar. Það verða þannig breytingar í öndunarþekju reykingafólks að viðtakinn fyrir veiruna, honum fjölgar. Magnið af viðbragðinu við sýkingunnni verður meira í lungunum á reykingarfólki heldur en öðrum þannig að þeir standa höllum fæti,“ sagði Már. Hvatning Tómasar Guðbjartssonar læknis um svipað leyti var einföld: Burt með tóbak og veip - og verjum lungun gegn árás Covid-19 Áfengi og tóbak Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Nikótínpúðar Tengdar fréttir Vinsældir nikótínpúða taldar hafa áhrif á sölu neftóbaks Sala á neftóbaki hefur dregist saman um 36 prósent milli ára. 24. júlí 2020 06:41 Um 17 þúsund Íslendingar reykja daglega og um 13 þúsund veipa Tæplega 17 þúsund Íslendingar reykja nú daglega, samkvæmt nýjum mælingum embættis landlæknis. Verkefnisstjóri Tóbaksvarna segir tölurnar aldrei hafa verið lægri og telur að kórónuveirufaraldurinn hafi áhrif. 25. maí 2020 19:16 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Sjá meira
Á meðan sum nýttu tilbreytingaleysi samkomubannsins í gönguferðir, framkvæmdir og umpottun virðast önnur hafa reykt sem aldrei fyrr. Sala á hvers kyns reyktókbaki á Íslandi hefur aukist umtalsvert á milli ára frá 16. mars, þegar fyrsta samkomubannið tók gildi, ef marka má sölutölur út ÁTVR. Á sama tíma hvöttu heilbrigðisyfirvöld Íslendinga til að leggja sígarettuna á hilluna í faraldrinum. Framleiðendur Marlboro-sígaretta leiðréttu í vikunni spár sínar fyrir árið. Þeir höfðu áður áætlað að samdráttur síðustu ára í Bandaríkjunum héldi áfram og sígarettusalan myndi dragast saman um 6 prósent á árinu. Eftir innreið kórónuveirunnar hefur salan hins vegar glæðst nokkuð. Marlboro-menn gera nú ráð fyrir því að samdrátturinn verði á bilinu 2 til 3,5 prósent, eða um helmingi minni en áætlað var. Haft er eftir forstjóranum í Wall Street Journal að svo virðist því sem Bandaríkjamenn reyki meira en áður. Líklega sé það vegna þess að þeir verji meiri tíma heima hjá sér en áður og eyði minna í ferðalög og aðra afþreyingu. Þar að auki hafa vinsældir rafsígaretta minnkað vestanhafs en Bandaríkjastjórn hefur takmarkað sölu þeirra með ýmsum hætti, t.a.m. bannað margar vinsæla bragðtegundir. Það varð þó enginn samdráttur í tóbakssölunni á Íslandi. Þvert á móti jókst sala reyktókbaks í öllum flokkum frá 16. mars til gærdagsins; það er sígarettum, vindlum og reyktóbaki sem fólk notar til að vefja eigin sígarettur. Sala tóbaks 16 mars til 28 júlí árin 2019 og 2020 Mest varð aukningin í síðasta flokknum. Rúmlega 2820 kíló af reyktóbaki seldist á landinu á þessu rúmlega 4 mánaða tímabili í fyrra en í ár var salan 3605 kíló. Það er aukning upp á rúmlega 27,5 prósent. Landsmenn reyktu auk þess 166 þúsund fleiri vindla á þessum mánuðum en þeir gerðu árið á undan. Rúmlega 1,6 milljónir vindla seldust í fyrra en næstum 1,8 milljón vindlar í ár, fjölgun um 10 prósent. Sígarettusalan jókst jafnframt nokkuð. Fjórtán prósent fleiri sígarettukarton hafa selst á landinu frá upphafi samkomubanns m.v. sama tímabil í fyrra. Íslendingar hafa því reykt um 3,7 milljónir sígarettupakka á síðustu fjórum mánuðum en reyktu 3,2 milljónir pakka á síðasta ári. Hins vegar hefur orðið nokkuð skarpur samdráttur í sölu neftóbaks á árinu, eins og Vísir greindi frá á dögunum. Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, telur innkomu nikótínpúða á íslenskan markað geta útskýrt þennan samdrátt. Neftóbakið er jafnframt eina tóbaksafurðin sem ÁTVR selur til Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli, annað tóbak er keypt í gegnum aðrar heildsölur. Söluaukningin sem ÁTVR tekur eftir í reyktóbaksflokkunum kann því að skýrast af fólki sem er hætt að kaupa sígarettur í flugstöðinni en kaupir þær þess í stað í sjoppum landsins. Hlýddu ekki Hvað sem því líður er ljóst að Íslendingar létu varnaðarorð heilbrigðisstétta um reykingar í faraldrinum sem vind um eyru þjóta. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga Landspítalans, sagði þannig í byrjun mars að kórónuveiran legðist illa á reykingafólk. „Það er ekki sögusögn. Það á sér líffræðilegar skýringar. Það verða þannig breytingar í öndunarþekju reykingafólks að viðtakinn fyrir veiruna, honum fjölgar. Magnið af viðbragðinu við sýkingunnni verður meira í lungunum á reykingarfólki heldur en öðrum þannig að þeir standa höllum fæti,“ sagði Már. Hvatning Tómasar Guðbjartssonar læknis um svipað leyti var einföld: Burt með tóbak og veip - og verjum lungun gegn árás Covid-19
Áfengi og tóbak Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Nikótínpúðar Tengdar fréttir Vinsældir nikótínpúða taldar hafa áhrif á sölu neftóbaks Sala á neftóbaki hefur dregist saman um 36 prósent milli ára. 24. júlí 2020 06:41 Um 17 þúsund Íslendingar reykja daglega og um 13 þúsund veipa Tæplega 17 þúsund Íslendingar reykja nú daglega, samkvæmt nýjum mælingum embættis landlæknis. Verkefnisstjóri Tóbaksvarna segir tölurnar aldrei hafa verið lægri og telur að kórónuveirufaraldurinn hafi áhrif. 25. maí 2020 19:16 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Sjá meira
Vinsældir nikótínpúða taldar hafa áhrif á sölu neftóbaks Sala á neftóbaki hefur dregist saman um 36 prósent milli ára. 24. júlí 2020 06:41
Um 17 þúsund Íslendingar reykja daglega og um 13 þúsund veipa Tæplega 17 þúsund Íslendingar reykja nú daglega, samkvæmt nýjum mælingum embættis landlæknis. Verkefnisstjóri Tóbaksvarna segir tölurnar aldrei hafa verið lægri og telur að kórónuveirufaraldurinn hafi áhrif. 25. maí 2020 19:16