Zlatan Ibrahimović í sérflokki Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. júlí 2020 08:31 Hinn 38 ára gamli Zlatan stökk manna hæst er Milan valtaði yfir Sampdoria í ítölsku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Paolo Rattini/Getty Images Hinn sænski Zlatan Ibrahimovic skoraði tvö mörk í 4-1 sigri AC Milan á Sampdoria í ítölsku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Með því skráði hann sig í sögubækurnar enn á ný en hann er nú eini leikmaður sögunnar til að skora 50 deildarmörk - eða fleiri - fyrir erkifjendurnar í AC og Inter Milan. Sá sænski verður 39 ára í október en virðist hvergi nærri hættur. Hann hefur verið orðaður við heimkomu til Svíþjóðar þar sem hann er nú einn eiganda úrvalsdeildarliðsins Hammarby. Það er hins vegar ljóst að AC Milan vill halda í kappann enda gulls í gildi á vellinum. Zlatan Ibrahimovi is the first player to score 50 Serie A goals for both Inter and AC Milan. 57 goals 50 goals107 for the city in total. pic.twitter.com/gB1MgKDv0h— Squawka Football (@Squawka) July 29, 2020 Zlatan var í herbúðum Inter frá árunum 2006 til 2009. Yfirgaf hann félagið fyrir Barcelona þar sem hann vildi auka möguleika sína á að vinna Meistaradeild Evrópu. Kaldhæðni örlaganna samkvæmt þá vann Inter – undir stjórn José Mourinho – að sjálfsögðu Meistaradeildina strax ári síðar. Það var svo um haustið 2010 sem hann var lánaður til AC Milan. Hann var svo keyptur ári síðar en var þó aftur á faraldsfæti að því tímabili loknu. Zlatan mætti svo enn á ný á San Siro-leikvanginn í Mílanó í janúar á þessu ári. Alls hefur hann skorað níu mörk í þeim 17 leikjum sem hann hefur leikið fyrir Milan á tímabilinu. Þá hefur hann einnig lagt upp fimm mörk. Ef þið hlustið vel getið þið heyrt ljónsöskur Zlatan er hann fagnaði öðru marka sinna í gær.vísir/getty Þegar ein umferð er eftir af Serie A-deildinni er ljóst að Milan er öruggt með 6. sæti deildarinnar en það gefur þátttökurétt í Evrópudeildinni á næstu leiktíð. Samkvæmt vefsíðunni Transfermarkt hefur Zlatan spilað 760 mótsleiki á ferlinum, skorað 466 mörk og lagt upp 185. Hefur hann skorað samtals 66 mörk fyrir bæði AC Milan og Inter. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjá meira
Hinn sænski Zlatan Ibrahimovic skoraði tvö mörk í 4-1 sigri AC Milan á Sampdoria í ítölsku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Með því skráði hann sig í sögubækurnar enn á ný en hann er nú eini leikmaður sögunnar til að skora 50 deildarmörk - eða fleiri - fyrir erkifjendurnar í AC og Inter Milan. Sá sænski verður 39 ára í október en virðist hvergi nærri hættur. Hann hefur verið orðaður við heimkomu til Svíþjóðar þar sem hann er nú einn eiganda úrvalsdeildarliðsins Hammarby. Það er hins vegar ljóst að AC Milan vill halda í kappann enda gulls í gildi á vellinum. Zlatan Ibrahimovi is the first player to score 50 Serie A goals for both Inter and AC Milan. 57 goals 50 goals107 for the city in total. pic.twitter.com/gB1MgKDv0h— Squawka Football (@Squawka) July 29, 2020 Zlatan var í herbúðum Inter frá árunum 2006 til 2009. Yfirgaf hann félagið fyrir Barcelona þar sem hann vildi auka möguleika sína á að vinna Meistaradeild Evrópu. Kaldhæðni örlaganna samkvæmt þá vann Inter – undir stjórn José Mourinho – að sjálfsögðu Meistaradeildina strax ári síðar. Það var svo um haustið 2010 sem hann var lánaður til AC Milan. Hann var svo keyptur ári síðar en var þó aftur á faraldsfæti að því tímabili loknu. Zlatan mætti svo enn á ný á San Siro-leikvanginn í Mílanó í janúar á þessu ári. Alls hefur hann skorað níu mörk í þeim 17 leikjum sem hann hefur leikið fyrir Milan á tímabilinu. Þá hefur hann einnig lagt upp fimm mörk. Ef þið hlustið vel getið þið heyrt ljónsöskur Zlatan er hann fagnaði öðru marka sinna í gær.vísir/getty Þegar ein umferð er eftir af Serie A-deildinni er ljóst að Milan er öruggt með 6. sæti deildarinnar en það gefur þátttökurétt í Evrópudeildinni á næstu leiktíð. Samkvæmt vefsíðunni Transfermarkt hefur Zlatan spilað 760 mótsleiki á ferlinum, skorað 466 mörk og lagt upp 185. Hefur hann skorað samtals 66 mörk fyrir bæði AC Milan og Inter.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjá meira