Spítalainnlögn vegna Covid-19 Stefán Ó. Jónsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 30. júlí 2020 10:47 Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Vísir/Vilhelm Einstaklingur hefur verið lagður inn á Landspítalann vegna kórónuveirusýkingar. Þetta er fyrsta innlögnin á sjúkrahús vegna Covid-19 síðan í maí. Ríkisútvarpið greindi frá þessu fyrst en Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild, staðfestir þetta við fréttastofu. Farsóttarnefnd og viðbragðsstjórn Landspítala ákváðu í gær að grípa til aðgerða á spítalanum vegna þess hversu hratt smituðum af kórónuveirunni hefur fjölgað síðustu daga. Nýja reglurnar tóku gildi á miðnætti en vegna innlagnarinnar er þessi vænst að viðbúnaðarstig á spítalanum verði hækkað yfir á hættustig. Í samtali við fréttastofu segir Már að tilefni hafi þótt til að leggja einstaklinginn inn en kvaðst ekki geta tjáð sig frekar um ástand viðkomandi. Innlögnin sé táknræn að mati Más og til marks um að „það séu meiri veikindi út í samfélaginu heldur en við höfum getað staðfest.“ Már segir þá að gera verði ráð fyrir því að fleiri séu smitaðir í samfélaginu, og því mögulegt að fleiri innlagnir muni fylgja í kjölfarið. Viðbragðsstjórn spítalans mun koma saman klukkan 12 í dag. Eftir þann fund gerir Már ráð fyrir því að spítalinn verði formlega settur á hættustig. „Ef maður gerir þessar reikningskúnstir aftur á bak miðað við það sem var hérna í vor, þá má gera ráð fyrir því að það séu fleiri einstaklingar þarna úti. Þá ræðst þetta svolítið á næstu dögum, hvað er að gerast,“ segir Már. Hann segir spítalinn sé þegar kominn í stellingar og haldi vel utan um alla tölfræði er varðar innlagnir á Covid-göngudeild og annað slíkt. „Þannig getur maður áttað sig á umfanginu og viðbragðið helgast svolítið af því.“ Síðasti smitaði einstaklingurinn var útskrifaður af Landspítalanum þann 13. maí síðastliðinn. Þegar mest lét voru 44 inniliggjandi á sama tíma í byrjun apríl. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Einstaklingur hefur verið lagður inn á Landspítalann vegna kórónuveirusýkingar. Þetta er fyrsta innlögnin á sjúkrahús vegna Covid-19 síðan í maí. Ríkisútvarpið greindi frá þessu fyrst en Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild, staðfestir þetta við fréttastofu. Farsóttarnefnd og viðbragðsstjórn Landspítala ákváðu í gær að grípa til aðgerða á spítalanum vegna þess hversu hratt smituðum af kórónuveirunni hefur fjölgað síðustu daga. Nýja reglurnar tóku gildi á miðnætti en vegna innlagnarinnar er þessi vænst að viðbúnaðarstig á spítalanum verði hækkað yfir á hættustig. Í samtali við fréttastofu segir Már að tilefni hafi þótt til að leggja einstaklinginn inn en kvaðst ekki geta tjáð sig frekar um ástand viðkomandi. Innlögnin sé táknræn að mati Más og til marks um að „það séu meiri veikindi út í samfélaginu heldur en við höfum getað staðfest.“ Már segir þá að gera verði ráð fyrir því að fleiri séu smitaðir í samfélaginu, og því mögulegt að fleiri innlagnir muni fylgja í kjölfarið. Viðbragðsstjórn spítalans mun koma saman klukkan 12 í dag. Eftir þann fund gerir Már ráð fyrir því að spítalinn verði formlega settur á hættustig. „Ef maður gerir þessar reikningskúnstir aftur á bak miðað við það sem var hérna í vor, þá má gera ráð fyrir því að það séu fleiri einstaklingar þarna úti. Þá ræðst þetta svolítið á næstu dögum, hvað er að gerast,“ segir Már. Hann segir spítalinn sé þegar kominn í stellingar og haldi vel utan um alla tölfræði er varðar innlagnir á Covid-göngudeild og annað slíkt. „Þannig getur maður áttað sig á umfanginu og viðbragðið helgast svolítið af því.“ Síðasti smitaði einstaklingurinn var útskrifaður af Landspítalanum þann 13. maí síðastliðinn. Þegar mest lét voru 44 inniliggjandi á sama tíma í byrjun apríl.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira