Skemmtistaðareigandi svekktur: Margir staðir róa nú þegar lífróður Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. júlí 2020 12:17 Haraldur Anton Skúlason er einn eigandi skemmtistaðarins Lebowski. Hann segist svekktur með tíðindi dagsins. STÖÐ2 Eigandi skemmtistaðar segist afar svekktur með tíðindi dagsins. Hann hefði viljað sjá hertari aðgerðir á landamærum í stað þess að þær bitni á innlendum fyrirtækjum. Margir veitinga- og skemmtistaðir rói nú lífróður. Í hertari aðgerðum felst meðal annars að veitingastaðir þurfa að tryggja tveggja metra regluna í samræmi við stærð hvers rýmis og mega einungis hundrað koma saman. Líkt og áður hefur verið greint frá breytist opnunartími skemmti- og veitingastaða ekki og verður hann því áfram til klukkan 23 á kvöldin. Haraldur Anton Skúlason er einn eiganda skemmtistaðarins Lebowski. „Við erum augljóslega afar svekktir og vonsviknir vegna tíðinda dagsins sérstaklega í ljósi þess að ekkert smit hefur verið rakið til skemmti- eða veitingastaða,“ sagði Haraldur Anton Skúlason, einn eiganda skemmtistaðarins Lebowski. Hljóðið sé afar þungt í fólki sem starfar á veitinga- og skemmtistöðum. „Það er ekkert rosalega gott hljóð því maður safnar yfirleitt smá forða yfir sumartímann til að halda veturinn út nú er farið að skera á forðann þannig að við horfum ekkert rosalega vel fram í veturinn. Eins með starfsfólkið okkar, það er leiðinlegt að horfa upp á það stressað yfir því hvort það haldi starfi sínu eða ekki,“ sagði Haraldur. Margir skemmti- og veitingastaðir róa lífróður Rekstur margra skemmti- og veitingastaða sé í hættu. „Þetta hefur þau áhrif að róðurinn er farinn að verða erfiðari og erfiðari og afar leiðinlegt að horfa upp á starfsfólkið sitt með kvíða yfir því hvort það haldi vinnu sinni eftir mánuð eða hvað. Það má ekki gleyma öllum þeim störfum sem eru í húfi. Hundurðir ef ekki þúsund starfa sem eru í húfi og gætu tapst þegar líður á veturinn ef þetta heldur svona áfram,“ sagði Haraldur. Hann hefði viljað sjá hertari aðgerðir á landamærum. „Ég hefði frekar viljað sjá hertari aðgerðir við landamærin í það fyrsta og leyfa fyrirtækjum landsins að rúlla, koma þeim af stað þannig að hagkerfi landsins myndi ganga frekar en að hleypa útlendingum inn,“ sagði Haraldur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Næturlíf Tengdar fréttir Bransinn bregst við nýjum takmörkunum: „Reiður og sár“ Hertari aðgerðir vegna kórónuveirunnar taka gildi á hádegi á morgun. Þeirra á meðal er að fjöldatakmörk verða lækkuð úr 500 manns niður í 100 manns. 30. júlí 2020 12:05 Hertar aðgerðir: Tveggja metra reglan skylda og 100 manna samkomumörk Hertari aðgerðir vegna kórónuveirunnar taka gildi á hádegi á morgun. Þeirra á meðal er að fjöldatakmörk verða lækkuð úr 500 manns niður í 100 manns. 30. júlí 2020 11:09 Mest lesið Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fleiri fréttir Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Sjá meira
Eigandi skemmtistaðar segist afar svekktur með tíðindi dagsins. Hann hefði viljað sjá hertari aðgerðir á landamærum í stað þess að þær bitni á innlendum fyrirtækjum. Margir veitinga- og skemmtistaðir rói nú lífróður. Í hertari aðgerðum felst meðal annars að veitingastaðir þurfa að tryggja tveggja metra regluna í samræmi við stærð hvers rýmis og mega einungis hundrað koma saman. Líkt og áður hefur verið greint frá breytist opnunartími skemmti- og veitingastaða ekki og verður hann því áfram til klukkan 23 á kvöldin. Haraldur Anton Skúlason er einn eiganda skemmtistaðarins Lebowski. „Við erum augljóslega afar svekktir og vonsviknir vegna tíðinda dagsins sérstaklega í ljósi þess að ekkert smit hefur verið rakið til skemmti- eða veitingastaða,“ sagði Haraldur Anton Skúlason, einn eiganda skemmtistaðarins Lebowski. Hljóðið sé afar þungt í fólki sem starfar á veitinga- og skemmtistöðum. „Það er ekkert rosalega gott hljóð því maður safnar yfirleitt smá forða yfir sumartímann til að halda veturinn út nú er farið að skera á forðann þannig að við horfum ekkert rosalega vel fram í veturinn. Eins með starfsfólkið okkar, það er leiðinlegt að horfa upp á það stressað yfir því hvort það haldi starfi sínu eða ekki,“ sagði Haraldur. Margir skemmti- og veitingastaðir róa lífróður Rekstur margra skemmti- og veitingastaða sé í hættu. „Þetta hefur þau áhrif að róðurinn er farinn að verða erfiðari og erfiðari og afar leiðinlegt að horfa upp á starfsfólkið sitt með kvíða yfir því hvort það haldi vinnu sinni eftir mánuð eða hvað. Það má ekki gleyma öllum þeim störfum sem eru í húfi. Hundurðir ef ekki þúsund starfa sem eru í húfi og gætu tapst þegar líður á veturinn ef þetta heldur svona áfram,“ sagði Haraldur. Hann hefði viljað sjá hertari aðgerðir á landamærum. „Ég hefði frekar viljað sjá hertari aðgerðir við landamærin í það fyrsta og leyfa fyrirtækjum landsins að rúlla, koma þeim af stað þannig að hagkerfi landsins myndi ganga frekar en að hleypa útlendingum inn,“ sagði Haraldur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Næturlíf Tengdar fréttir Bransinn bregst við nýjum takmörkunum: „Reiður og sár“ Hertari aðgerðir vegna kórónuveirunnar taka gildi á hádegi á morgun. Þeirra á meðal er að fjöldatakmörk verða lækkuð úr 500 manns niður í 100 manns. 30. júlí 2020 12:05 Hertar aðgerðir: Tveggja metra reglan skylda og 100 manna samkomumörk Hertari aðgerðir vegna kórónuveirunnar taka gildi á hádegi á morgun. Þeirra á meðal er að fjöldatakmörk verða lækkuð úr 500 manns niður í 100 manns. 30. júlí 2020 11:09 Mest lesið Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fleiri fréttir Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Sjá meira
Bransinn bregst við nýjum takmörkunum: „Reiður og sár“ Hertari aðgerðir vegna kórónuveirunnar taka gildi á hádegi á morgun. Þeirra á meðal er að fjöldatakmörk verða lækkuð úr 500 manns niður í 100 manns. 30. júlí 2020 12:05
Hertar aðgerðir: Tveggja metra reglan skylda og 100 manna samkomumörk Hertari aðgerðir vegna kórónuveirunnar taka gildi á hádegi á morgun. Þeirra á meðal er að fjöldatakmörk verða lækkuð úr 500 manns niður í 100 manns. 30. júlí 2020 11:09