Algjör óvissa um Íslandsmótið í golfi - „Búið að gera miklar ráðstafanir“ Sindri Sverrisson skrifar 30. júlí 2020 12:10 Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Guðmundur Ágúst Kristjánsson eru ríkjandi Íslandsmeistarar í golfi. mynd/seth@golf.is „Auðvitað förum við bara eftir þeim tilmælum sem okkur eru veitt,“ segir Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands. Íslandsmótið í golfi átti að fara fram 6.-9. ágúst en nú ríkir algjör óvissa um mótið. Eftir tilmæli stjórnvalda þess efnis að öllum íþróttaviðburðum verði frestað fram til 10. ágúst virðist ekki koma til greina að Íslandsmótið fari fram á Hlíðavelli í Mosfellsbæ um þarnæstu helgi. „Þessar fréttir voru auðvitað bara að berast og mótsstjórn kemur saman núna í hádeginu til að fara yfir stöðuna, og afla þeirra upplýsinga sem við þurfum til að taka ákvörðun um næstu skref,“ segir Haukur. Tveggja metra smitvarnareglan tekur gildi frá og með morgundeginum og hámarksfjöldi fólks á sama stað verður 100 manns. „Viljum auðvitað halda Íslandsmótið“ „Auðvitað förum við bara eftir þeim tilmælum sem okkur eru veitt, en við þurfum aðeins að átta okkur á því hvað felst í þeim tilmælum. Þegar við höfum metið það þá tökum við ákvörðun um næstu skref, og við náum vonandi að gera það í dag,“ sagði Haukur. En er svigrúm til að fresta mótinu og halda það síðar í sumar, með von um að ástandið vegna kórónuveirufaraldursins verði þá betra? „Ég á erfitt með að svara því. Það er auðvitað búið að gera miklar ráðstafanir varðandi þessa tilteknu daga. Til að mynda stendur til að vera með mótið í beinni útsendingu í sjónvarpi og svo framvegis, og það þurfa því allir aðilar að setjast niður og athuga hvort hægt sé að færa mótið til ef þess þarf. Við viljum auðvitað halda Íslandsmótið í golfi. Ef við þurfum að gera það í breyttri mynd þá þarf bara að skoða það. Okkur finnst mikilvægt að mótið fari fram en það fer auðvitað ekki fram ef það er ekki heimilt. Það þyrfti þá að finna því einhvern annan stað en það er of snemmt að segja til um það núna,“ sagði Haukur. Golf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Leikið í kvöld og KSÍ ræður ráðum sínum Knattspyrnusamband Íslands fékk engan fyrirvara um þau tilmæli sem íþróttahreyfingunni er nú gert að fara eftir, þess efnis að kappleikjum fullorðinna skuli frestað um viku, og starfsfólk sambandsins ræður nú ráðum sínum. 30. júlí 2020 11:39 Vilja að öllum kappleikjum verði frestað um viku Víðir Reynisson sagði á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar og sóttvarnayfirvalda að fresta ætti öllum íþróttakappleikjum fullorðinna um viku. 30. júlí 2020 11:21 Mest lesið „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ Körfubolti „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ Körfubolti „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Körfubolti „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Handbolti Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Körfubolti Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir Körfubolti „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Körfubolti Leik lokið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
„Auðvitað förum við bara eftir þeim tilmælum sem okkur eru veitt,“ segir Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands. Íslandsmótið í golfi átti að fara fram 6.-9. ágúst en nú ríkir algjör óvissa um mótið. Eftir tilmæli stjórnvalda þess efnis að öllum íþróttaviðburðum verði frestað fram til 10. ágúst virðist ekki koma til greina að Íslandsmótið fari fram á Hlíðavelli í Mosfellsbæ um þarnæstu helgi. „Þessar fréttir voru auðvitað bara að berast og mótsstjórn kemur saman núna í hádeginu til að fara yfir stöðuna, og afla þeirra upplýsinga sem við þurfum til að taka ákvörðun um næstu skref,“ segir Haukur. Tveggja metra smitvarnareglan tekur gildi frá og með morgundeginum og hámarksfjöldi fólks á sama stað verður 100 manns. „Viljum auðvitað halda Íslandsmótið“ „Auðvitað förum við bara eftir þeim tilmælum sem okkur eru veitt, en við þurfum aðeins að átta okkur á því hvað felst í þeim tilmælum. Þegar við höfum metið það þá tökum við ákvörðun um næstu skref, og við náum vonandi að gera það í dag,“ sagði Haukur. En er svigrúm til að fresta mótinu og halda það síðar í sumar, með von um að ástandið vegna kórónuveirufaraldursins verði þá betra? „Ég á erfitt með að svara því. Það er auðvitað búið að gera miklar ráðstafanir varðandi þessa tilteknu daga. Til að mynda stendur til að vera með mótið í beinni útsendingu í sjónvarpi og svo framvegis, og það þurfa því allir aðilar að setjast niður og athuga hvort hægt sé að færa mótið til ef þess þarf. Við viljum auðvitað halda Íslandsmótið í golfi. Ef við þurfum að gera það í breyttri mynd þá þarf bara að skoða það. Okkur finnst mikilvægt að mótið fari fram en það fer auðvitað ekki fram ef það er ekki heimilt. Það þyrfti þá að finna því einhvern annan stað en það er of snemmt að segja til um það núna,“ sagði Haukur.
Golf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Leikið í kvöld og KSÍ ræður ráðum sínum Knattspyrnusamband Íslands fékk engan fyrirvara um þau tilmæli sem íþróttahreyfingunni er nú gert að fara eftir, þess efnis að kappleikjum fullorðinna skuli frestað um viku, og starfsfólk sambandsins ræður nú ráðum sínum. 30. júlí 2020 11:39 Vilja að öllum kappleikjum verði frestað um viku Víðir Reynisson sagði á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar og sóttvarnayfirvalda að fresta ætti öllum íþróttakappleikjum fullorðinna um viku. 30. júlí 2020 11:21 Mest lesið „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ Körfubolti „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ Körfubolti „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Körfubolti „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Handbolti Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Körfubolti Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir Körfubolti „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Körfubolti Leik lokið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Leikið í kvöld og KSÍ ræður ráðum sínum Knattspyrnusamband Íslands fékk engan fyrirvara um þau tilmæli sem íþróttahreyfingunni er nú gert að fara eftir, þess efnis að kappleikjum fullorðinna skuli frestað um viku, og starfsfólk sambandsins ræður nú ráðum sínum. 30. júlí 2020 11:39
Vilja að öllum kappleikjum verði frestað um viku Víðir Reynisson sagði á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar og sóttvarnayfirvalda að fresta ætti öllum íþróttakappleikjum fullorðinna um viku. 30. júlí 2020 11:21
Uppgjör og viðtöl: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Körfubolti
Uppgjör og viðtöl: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Körfubolti