Innlent

Grímuskylda í Herjólfi

Samúel Karl Ólason skrifar
Allir farþegar Herjólfs, nema börn, munu þurfa ða vera með grímur.
Allir farþegar Herjólfs, nema börn, munu þurfa ða vera með grímur. Vísir/Vilhelm

Farþegar Herjólfs verða á morgun skyldaðir til að vera með grímur. Sú regla er til komin vegna hertra aðgerða vegna nýju kórónuveirunnar en börn eru undanskilin. Hægt verður að kaupa andlitsgrímur í afgreiðsluhúsum Herjólfs á kostnaðarverði eða 300 krónum.

Hertari aðgerðir vegna kórónuveirunnar taka gildi á hádegi á morgun. Þeirra á meðal er að fjöldatakmörk verða lækkuð úr 500 manns niður í 100 manns. Tveggja metra reglan tekur aftur gildi og er því ekki lengur valkvæð.

Í tilkynningu frá Herjólfi segir að kaffietaría ferjunnar muni loka frá og með morgundeginum.


Tengdar fréttir

Tjaldsvæðin búa sig undir að vísa fólki frá

Hert samkomubann sem tekur gildi á morgun hefur mikil áhrif starfsemi tjaldsvæða sem bjuggu sig undir eina stærstu ferðahelgi ársins um helgina. Forsvarsmaður tjaldsvæðanna á Akureyri ræður fólki sem ætlaði sér að tjalda þar frá því að leggja í hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×