Rigning og rok torvelda ferðalög Stefán Ó. Jónsson skrifar 31. júlí 2020 06:40 Ferðalangar á Suður- og Austurlandi ættu að hafa varann á. Veðurstofa Íslands Alldjúp lægð nálgast nú landið úr suðri. Henni fylgir stíf austan- og norðaustanátt víða um land, en hvassviðri eða stormur við suðausturströndina fram eftir degi. Það rignir um allt land og býst Veðurstofan við úrhelli á Austfjörðum og Suðausturlandi. Af þessum sökum eru þrjár veðurviðvaranir í gildi. Appelsínugul stormviðvörun tekur gildi núna klukkan 7 á Suðausturlandi og stendur til hádegis. Þar er varað við snörpum vindhviðum við fjöll, staðbundið yfir 35 m/s, t.d. undir Öræfajökli og við Reynisfjall. Þetta getur skapað hættuleg akstursskilyrði, einkum fyrir ökutæki með aftanívagna. Jafnframt er varað við hvassviðri á Suðurlandi til klukkan 18 í kvöld. Hvassast verður undir Eyjafjöllum og Mýrdalsjökli, þar verður vindhraði um 15 til 20 m/s og geta vindhviður náð 30 m/s. Þar geta jafnframt skapast hættuleg veðurskilyrði fyrir fólk á ferðinni. Á Austfjörðum er svo varað við talsverðri eða mikilli rigningu fram á kvöld. Búast megi við auknu afrennsi og vatnavöxtum í ám og lækjum, sem eykur hættu á flóðum og skriðuföllum og getur það valdið tjóni og raskað samgöngum. Þessu mun fylgja aukið álag á fráveitukerfi og er fólk því beðið að huga að niðurföllum til að forðast vatnstjón. Veðrið verður þó skárra á morgun að sögn Veðurstofunnar, hægari vindur og lítilsháttar væta nema á suðaustantil landinu. Hiti yfirleitt 10 til 17 stig, hlýjast norðan- og vestanlands. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á laugardag:Suðaustan 8-13 m/s um landið A-vert og norðaustan 8-13 á Vestfjörðum, annars hægari vindur. Bjart með köflum NA-til, talsverð rigning á SA-landi og skúrir í öðrum landshlutum. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast N- og V-lands. Á sunnudag:Breytileg átt 5-13 og rigning eða skúrir. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast á NA-landi. Á mánudag (frídagur verslunarmanna):Norðlæg eða breytileg átt og skúrir, en rigning A-lands. Hiti 8 til 15 stig, mildast sunnan heiða. Á þriðjudag:Austlæg átt og skúrir, en þurrt á N-verðu landinu. Hiti 7 til 14 stig. Á miðvikudag og fimmtudag:Suðaustanátt og rigning með köflum, en úrkomulítið NA-lands. Heldur hlýnandi. Veður Mest lesið Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Öruggt að hann væri ekki á lífi væri flugvöllurinn annars staðar Innlent Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Innlent Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Innlent Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Innlent Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Fróm fyrirheit í jómfrúarræðuhlaðborði Innlent Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Innlent Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent Fleiri fréttir Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Öruggt að hann væri ekki á lífi væri flugvöllurinn annars staðar Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Kennarar funda með sáttasemjara á morgun Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Ekkert rætt um borgarstjóra sem verður „vonandi kona“ „Kryddpíur“ með gæsahúð, krefjandi lending og hraðstefnumót Fróm fyrirheit í jómfrúarræðuhlaðborði „Höfum verið máluð upp eins og vesenisfólk“ Dómur Félagsdóms hafi engin áhrif á framhaldsskóladeiluna „Það er ekkert ólíklegt að þessi Sundhnúkssyrpa sé að koma að endalokum“ „Kryddpíur“ í formlegt samtal Sé Alfreð sakhæfur eigi að horfa til tuttugu ára eða ævilangs fangelsis Viðhaldsskuld upp á 680 milljarða króna Ráðherra braut ekki lög Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Framhaldsskólakennarar funda hjá sáttasemjara Bjóða Birki Jón velkominn til starfa Fundað um launakjör í Karphúsi og meirihlutamyndun í borginni Hættustig á Vesturlandi vegna bikblæðinga „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Sjá meira
Alldjúp lægð nálgast nú landið úr suðri. Henni fylgir stíf austan- og norðaustanátt víða um land, en hvassviðri eða stormur við suðausturströndina fram eftir degi. Það rignir um allt land og býst Veðurstofan við úrhelli á Austfjörðum og Suðausturlandi. Af þessum sökum eru þrjár veðurviðvaranir í gildi. Appelsínugul stormviðvörun tekur gildi núna klukkan 7 á Suðausturlandi og stendur til hádegis. Þar er varað við snörpum vindhviðum við fjöll, staðbundið yfir 35 m/s, t.d. undir Öræfajökli og við Reynisfjall. Þetta getur skapað hættuleg akstursskilyrði, einkum fyrir ökutæki með aftanívagna. Jafnframt er varað við hvassviðri á Suðurlandi til klukkan 18 í kvöld. Hvassast verður undir Eyjafjöllum og Mýrdalsjökli, þar verður vindhraði um 15 til 20 m/s og geta vindhviður náð 30 m/s. Þar geta jafnframt skapast hættuleg veðurskilyrði fyrir fólk á ferðinni. Á Austfjörðum er svo varað við talsverðri eða mikilli rigningu fram á kvöld. Búast megi við auknu afrennsi og vatnavöxtum í ám og lækjum, sem eykur hættu á flóðum og skriðuföllum og getur það valdið tjóni og raskað samgöngum. Þessu mun fylgja aukið álag á fráveitukerfi og er fólk því beðið að huga að niðurföllum til að forðast vatnstjón. Veðrið verður þó skárra á morgun að sögn Veðurstofunnar, hægari vindur og lítilsháttar væta nema á suðaustantil landinu. Hiti yfirleitt 10 til 17 stig, hlýjast norðan- og vestanlands. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á laugardag:Suðaustan 8-13 m/s um landið A-vert og norðaustan 8-13 á Vestfjörðum, annars hægari vindur. Bjart með köflum NA-til, talsverð rigning á SA-landi og skúrir í öðrum landshlutum. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast N- og V-lands. Á sunnudag:Breytileg átt 5-13 og rigning eða skúrir. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast á NA-landi. Á mánudag (frídagur verslunarmanna):Norðlæg eða breytileg átt og skúrir, en rigning A-lands. Hiti 8 til 15 stig, mildast sunnan heiða. Á þriðjudag:Austlæg átt og skúrir, en þurrt á N-verðu landinu. Hiti 7 til 14 stig. Á miðvikudag og fimmtudag:Suðaustanátt og rigning með köflum, en úrkomulítið NA-lands. Heldur hlýnandi.
Veður Mest lesið Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Öruggt að hann væri ekki á lífi væri flugvöllurinn annars staðar Innlent Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Innlent Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Innlent Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Innlent Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Fróm fyrirheit í jómfrúarræðuhlaðborði Innlent Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Innlent Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent Fleiri fréttir Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Öruggt að hann væri ekki á lífi væri flugvöllurinn annars staðar Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Kennarar funda með sáttasemjara á morgun Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Ekkert rætt um borgarstjóra sem verður „vonandi kona“ „Kryddpíur“ með gæsahúð, krefjandi lending og hraðstefnumót Fróm fyrirheit í jómfrúarræðuhlaðborði „Höfum verið máluð upp eins og vesenisfólk“ Dómur Félagsdóms hafi engin áhrif á framhaldsskóladeiluna „Það er ekkert ólíklegt að þessi Sundhnúkssyrpa sé að koma að endalokum“ „Kryddpíur“ í formlegt samtal Sé Alfreð sakhæfur eigi að horfa til tuttugu ára eða ævilangs fangelsis Viðhaldsskuld upp á 680 milljarða króna Ráðherra braut ekki lög Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Framhaldsskólakennarar funda hjá sáttasemjara Bjóða Birki Jón velkominn til starfa Fundað um launakjör í Karphúsi og meirihlutamyndun í borginni Hættustig á Vesturlandi vegna bikblæðinga „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Sjá meira