Innlent

Var með Co­vid en fékk ekki að fara í sýna­töku

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Alexandra fékk það staðfest eftir að hún fór í skimun hjá Íslenskri erfðagreiningu að hún hafi smitast af Covid í vor.
Alexandra fékk það staðfest eftir að hún fór í skimun hjá Íslenskri erfðagreiningu að hún hafi smitast af Covid í vor. Mynd/Facebook

Alexandra Ýr Van Erven skrifar á Twitter að í ljós hafi komið eftir að hún fór í mótefnamælingu hjá Íslenskri erfðagreiningu sem hún fór í vikunni að hún hafi smitast af kórónuveirunni í mars. Hún hafi veikst í lok mars, beðið um sýnatöku í tvígang en hún hafi ekki fengið að fara í sýnatöku.

„Ég veiktist í lok mars og átti ótrúlega erfitt með að halda dampi í skólanum það sem eftir var önnina. Ég bað í tvígang um sýnatöku en fékk ekki, var bent á að flensan í ár væri slæm og það væru ekki allir sem finndu fyrir einkennum með Covid (hvorutveggja örugglega satt og rétt),“ skrifar Alexandra á Twitter.

Hún hafi ekki fengið greiningu og hafi því haldið að slenið og þreytan sem hafi plagað hana mikið út önnina, og geri að einhverju leiti enn, væru örugglega bara afleiðing þess að henni þætti erfitt að halda sig heima, rútínuleysið og svo framvegis.

„Það er eitthvað svo ótrúlega gott að fá þessa staðfestingu sem ákveðna fullvissun um að öll þessi líðan var fullkomlega skiljanleg en jeminn eini hvað það hefði verið gott að fá þetta á hreint strax,“ skrifar hún.


Tengdar fréttir

Bjartsýnn varðandi þróun bóluefnis

Anthony Fauci, yfirmaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna, segist mátulega bjartsýnn á að bóluefni við Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur, muni líta dagsins ljós á þessu ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×