Sá gríski tryggði Bucks sigur | Rosalegur leikur hjá Dallas og Houston Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. ágúst 2020 09:30 Þessir tryggðu Houston sigur í ótrúlegum leik. Mike Ehrmann/Getty Images Alls fóru fimm leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Eins og hefur komið ítrekað fram fara allir leikirnir fram í Disney World í Orlandó í hinni svokölluðu NBA-kúlu. Milwaukee Bucks lagði Boston Celtics og þá vann Houston Rockets sigur á Dallas Mavericks í framlengdum leik. Magnað lið Milwaukee Bucks lagði Boston Celtics með sjö stiga mun, 119-112. Að venju fór gríska undrið – Giannis Antetokounmpo – fyrir sínum mönnum í Bucks. Hann var langstigahæstur á vellinum með 36 stig en enginn annar leikmaður vallarins var með yfir 25 stig. Þá tók Giannis 15 fráköst. Leikurinn var jafn nær allan leikinn og segja má að leikurinn hafi unnist í síðasta fjórðung leiksins en fyrir 4. leikhluta var staðan jöfn, 87-87. Bucks gerðu 32 stig í loka fjórðung leiksins og lögðu grunninn að frábærum sigri. Varnarleikur var ekki í hávegum hafður í leik Dallas Mavericks og Houston Rockets þar sem Houston vann fjögurra stiga sigur í framlengdum leik. Stigaskora leiksins var hreint út sagt ótrúlegt en staðan eftir fyrsta fjórðung var 42-42. Alls skoruðu Dallas 87 stig í fyrri hálfleik einum og sér. Houston gafst ekki upp og og náðu að knýja fram framlengingu, staðan 139-139 að loknum leikhlutunum fjórum. Houston vann framlenginguna og þar með fyrsta leik liðsins í NBA-kúlunni. Evrópumennirnir í liði Dallas fóru fyrir sínum mönnum í nótt. Luka Dončić var með þrefalda tvennu. Hann setti 28 stig, gaf tíu stoðsendingar og tók 13 fráköst. Þá var Kristaps Porziņģis með 39 stig ásamt því að taka 16 stig. 49 PTS (14-20 FGM) 9 REB, 8 AST 3 STL, 3 BLK@JHarden13 does it all in the @HoustonRockets overtime victory! #OneMission #WholeNewGame pic.twitter.com/41rVp1KhNN— NBA (@NBA) August 1, 2020 Hjá Rockets voru svo James Harden og Russell Westbrook í sérflokki. Harden var með 49 stig ásamt því að taka níu fráköst og gefa átta stoðsendingar. Westbrook kom svo þar á eftir með 31 stig og tók 11 fráköst. Leikur Portland Trail Blazers og Memphis Grizzlies fór alla leið í framlengingu. Þar höfðu Trail Blazers betur, 140-135. Hjá Portland voru CJ McCollum, Damian Lillard og Carmelo Anthony frábærir. McCollum setti 33 stig, Lillard var með 29 og gamla brýnið Anthony var með 21 stig. Hjá Grizzlies var Jaren Jackson Jr. með 33 stig og ungstirnið Ja Morant með 22 stig ásamt því að gefa 11 stoðsendingar. @CJMcCollum drops 33 PTS on 14-21 shooting in the @trailblazers OT W! #RipCity #WholeNewGame pic.twitter.com/NN07uPJaPH— NBA (@NBA) August 1, 2020 Önnur úrslit Washington Wizards 112 – 125 Phoenix Suns Brooklyn Nets 118 – 128 – Orlando Magic San Antonio Spurs 129 – 120 Sacramento Kings Körfubolti NBA Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira
Alls fóru fimm leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Eins og hefur komið ítrekað fram fara allir leikirnir fram í Disney World í Orlandó í hinni svokölluðu NBA-kúlu. Milwaukee Bucks lagði Boston Celtics og þá vann Houston Rockets sigur á Dallas Mavericks í framlengdum leik. Magnað lið Milwaukee Bucks lagði Boston Celtics með sjö stiga mun, 119-112. Að venju fór gríska undrið – Giannis Antetokounmpo – fyrir sínum mönnum í Bucks. Hann var langstigahæstur á vellinum með 36 stig en enginn annar leikmaður vallarins var með yfir 25 stig. Þá tók Giannis 15 fráköst. Leikurinn var jafn nær allan leikinn og segja má að leikurinn hafi unnist í síðasta fjórðung leiksins en fyrir 4. leikhluta var staðan jöfn, 87-87. Bucks gerðu 32 stig í loka fjórðung leiksins og lögðu grunninn að frábærum sigri. Varnarleikur var ekki í hávegum hafður í leik Dallas Mavericks og Houston Rockets þar sem Houston vann fjögurra stiga sigur í framlengdum leik. Stigaskora leiksins var hreint út sagt ótrúlegt en staðan eftir fyrsta fjórðung var 42-42. Alls skoruðu Dallas 87 stig í fyrri hálfleik einum og sér. Houston gafst ekki upp og og náðu að knýja fram framlengingu, staðan 139-139 að loknum leikhlutunum fjórum. Houston vann framlenginguna og þar með fyrsta leik liðsins í NBA-kúlunni. Evrópumennirnir í liði Dallas fóru fyrir sínum mönnum í nótt. Luka Dončić var með þrefalda tvennu. Hann setti 28 stig, gaf tíu stoðsendingar og tók 13 fráköst. Þá var Kristaps Porziņģis með 39 stig ásamt því að taka 16 stig. 49 PTS (14-20 FGM) 9 REB, 8 AST 3 STL, 3 BLK@JHarden13 does it all in the @HoustonRockets overtime victory! #OneMission #WholeNewGame pic.twitter.com/41rVp1KhNN— NBA (@NBA) August 1, 2020 Hjá Rockets voru svo James Harden og Russell Westbrook í sérflokki. Harden var með 49 stig ásamt því að taka níu fráköst og gefa átta stoðsendingar. Westbrook kom svo þar á eftir með 31 stig og tók 11 fráköst. Leikur Portland Trail Blazers og Memphis Grizzlies fór alla leið í framlengingu. Þar höfðu Trail Blazers betur, 140-135. Hjá Portland voru CJ McCollum, Damian Lillard og Carmelo Anthony frábærir. McCollum setti 33 stig, Lillard var með 29 og gamla brýnið Anthony var með 21 stig. Hjá Grizzlies var Jaren Jackson Jr. með 33 stig og ungstirnið Ja Morant með 22 stig ásamt því að gefa 11 stoðsendingar. @CJMcCollum drops 33 PTS on 14-21 shooting in the @trailblazers OT W! #RipCity #WholeNewGame pic.twitter.com/NN07uPJaPH— NBA (@NBA) August 1, 2020 Önnur úrslit Washington Wizards 112 – 125 Phoenix Suns Brooklyn Nets 118 – 128 – Orlando Magic San Antonio Spurs 129 – 120 Sacramento Kings
Körfubolti NBA Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira