Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar vegna faraldurs kórónuveiru klukkan 14:00 í dag. Fundurinn verður í beinni útsendingu hér á Vísi, Stöð 2 Vísi og á Bylgjunni.
Hið svokallaða þríeyki, Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Alma D. Möller, landlæknir, ræðir stöðu kórónuveirufaraldursins á fundinum en nú er rúmur sólarhringur frá því að hertar sóttvarnareglur tóku gildi.
Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og eru 58 manns nú í einangrun vegna hennar.
Líkt og áður segir má fylgjast með fundinum í beinni útsendingu í spilaranum hér að ofan og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísir. Þá verður hann í beinni útsendingu á Bylgjunni og í beinni textalýsingu í vaktinni hér fyrir neðan.