Innlent

Svona var 92. upplýsingafundurinn um kórónuveirufaraldurinn

Kjartan Kjartansson skrifar
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Alma Möller, landlæknir, verða á upplýsingafundi dagsins.
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Alma Möller, landlæknir, verða á upplýsingafundi dagsins. Vísir/Vilhelm

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar fyrir fjölmiðla klukkan 14:00 í dag. Fundurinn verður í beinni útsendingu hér á Vísi, Stöð 2 Vísi og á Bylgjunni.

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir og Alma D. Möller, landlæknir fara yfir stöðu mála, varðandi framgang COVID-19 faraldursins hér á landi, ásamt Víði Reynissyni, yfirlögregluþjóni hjá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.

Þrettán ný innanlandssmit greindust í gær og eitt á landamærunum. Þá eru 72 í einangrun og á sjötta hundrað manns í sóttkví.

Líkt og áður segir má fylgjast með fundinum í beinni útsendingu í spilaranum hér að ofan og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísir. Þá verður hann í beinni útsendingu á Bylgjunni og í beinni textalýsingu í vaktinni hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×