Erlent

Bein útsending: Geimfarar SpaceX snúa aftur til jarðar

Sylvía Hall skrifar
Bob Behnken, Chris Cassidy and Doug Hurley í viðtali á föstudag frá Alþjóðlegu geimstöðinni.
Bob Behnken, Chris Cassidy and Doug Hurley í viðtali á föstudag frá Alþjóðlegu geimstöðinni. NASA/AP

Tveir bandarískir geimfarar sem voru þeir fyrstu til að fara út í geim með einkafyrirtækinu SpaceX eru lagðir af stað heim til jarðar frá Alþjóðlegu geimstöðinni eftir 62 daga í geimnum. Áætluð lending er klukkan 18:40 að íslenskum tíma.

Lendingarstaður þeirra Doug Hurley og Bob Behnken verður í Mexíkóflóa utan við vesturströnd Flórída, fjarri leið fellibyljarins Isaiasar sem stefnir á austurströnd ríkisins, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.

Ferð tvímenninganna er söguleg því þetta er í fyrsta skipti sem menn fara út í geim með einkafyrirtæki. Þetta er jafnframt fyrsta bandaríska mannaða geimferðin frá því að síðasta geimskutlan lenti árið 2011.

Hér að neðan má fylgjast með beinni útsendingu NASA.


Tengdar fréttir

Geimfarar stefna aftur til jarðar í SpaceX-ferju

Tveir bandarískir geimfarar sem voru þeir fyrstu til að fara út í geim með einkafyrirtækinu SpaceX eru lagðir af stað heim til jarðar frá Alþjóðlegu geimstöðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×