Hænsnastand á föngunum á Sogni í Ölfusi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. ágúst 2020 20:21 14 fangar eru í dag á Sogni, allt karlmenn en pláss er fyrir 21 fanga í fangelsinu, þar af 3 konur. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Þeir fjórtán fangar sem eru í fangelsinu á Sogni í Ölfusi þurfa ekki að láta sér leiðast því þeir hafa nóg að gera við að hugsa um hænurnar á staðnum, fiskeldið, plönturnar í gróðurhúsinu og þá er fullkomið hljóðver í fangelsinu. Fangelsið á Sogni er skilgreint sem opið fangelsi en það þýðir að þar eru engar girðingar eða múrar sem afmarka fangelsið en fangar þurfa að vera tilbúnir til að fylgja skýrum reglum. Pláss er fyrir 21 fanga en fangelsið en það vekur þó athygli að það eru bara 14 fangar á Sogni í dag, allt karlmenn. Fangar hafa nógan tíma og hann getur verið langur að líða en á Sogni er hugsað vel fyrir afþreyingu fyrir fangana, bæði hvað vinnu snertir og tómstundir. Á staðnum er t.d. hljóðver með upptökugræjum og fullt af hljóðfærum. Tveir hænsnakofar eru á Sogni, auk gróðurhúss og svo er það bleikjueldið, hljóðverið, vinnustofan og kennslustofan svo eitthvað sé nefnt.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Þetta er Stúdíó Sogn en fangelsið fékk þessar rausnalegu gjöf, öll þessi hljóðfæri frá Lionsklúbbi Mosfellsbæjar gegnum góða menn. Hér er stundaður tónlistarflutningur, upptökur og fleira. Það er alltaf einhver hópur, sem hefur tónlistarhæfileika, þetta er frábært, styttir stundirnar mikið, öll tónlist veitir fólki ánægju,“ segir Hróbjartur Eyjólfsson varðstjóri á Sogni Fangarnir eru með bleikjueldi, sem þeir hugsa um frá A til Ö og þá eru þeir með hænur í tveimur hænsnakofum og fá þar með nóg af eggjum frá þeim og það eru nokkrir nýklaktir hænsnaungar. Á Sogni er líka gróðurhús, sem fangarnir sinna. „Fólk hefur það býsna gott hérna miðað við aðstæðurnar sem það er í, hér getur það verið mikið úti við og það er fallegt allt hér í kring,“ bætir Hróbjartur við. Fangarnir á Sogni eru í heilmiklu dýrahaldi. „Já, það er svolítð hænsnastand á okkur hérna og svo erum við með fiskeldi, bleikjueldi, sem við erum að nostra líka við. Þetta er náttúrulega ekki í stórum stíl en veitir heilmikla ánægju.“ En hversu nauðsynlegt er að hafa svona mikla afþreyingu í boði og nóg að gera fyrir fangana? „Það skiptir öllu máli, hér er það sem fólk hefur mest af en það er tími. Það er gríðarlega mikilvægt að hafa eitthvað svona til að getað snúið sér að og svo tekur við nám yfir vetrartímann þegar það byrjar allt saman á vegum FSU á Selfossi,“ segir Hróbjartur. Ölfus Fangelsismál Landbúnaður Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Þeir fjórtán fangar sem eru í fangelsinu á Sogni í Ölfusi þurfa ekki að láta sér leiðast því þeir hafa nóg að gera við að hugsa um hænurnar á staðnum, fiskeldið, plönturnar í gróðurhúsinu og þá er fullkomið hljóðver í fangelsinu. Fangelsið á Sogni er skilgreint sem opið fangelsi en það þýðir að þar eru engar girðingar eða múrar sem afmarka fangelsið en fangar þurfa að vera tilbúnir til að fylgja skýrum reglum. Pláss er fyrir 21 fanga en fangelsið en það vekur þó athygli að það eru bara 14 fangar á Sogni í dag, allt karlmenn. Fangar hafa nógan tíma og hann getur verið langur að líða en á Sogni er hugsað vel fyrir afþreyingu fyrir fangana, bæði hvað vinnu snertir og tómstundir. Á staðnum er t.d. hljóðver með upptökugræjum og fullt af hljóðfærum. Tveir hænsnakofar eru á Sogni, auk gróðurhúss og svo er það bleikjueldið, hljóðverið, vinnustofan og kennslustofan svo eitthvað sé nefnt.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Þetta er Stúdíó Sogn en fangelsið fékk þessar rausnalegu gjöf, öll þessi hljóðfæri frá Lionsklúbbi Mosfellsbæjar gegnum góða menn. Hér er stundaður tónlistarflutningur, upptökur og fleira. Það er alltaf einhver hópur, sem hefur tónlistarhæfileika, þetta er frábært, styttir stundirnar mikið, öll tónlist veitir fólki ánægju,“ segir Hróbjartur Eyjólfsson varðstjóri á Sogni Fangarnir eru með bleikjueldi, sem þeir hugsa um frá A til Ö og þá eru þeir með hænur í tveimur hænsnakofum og fá þar með nóg af eggjum frá þeim og það eru nokkrir nýklaktir hænsnaungar. Á Sogni er líka gróðurhús, sem fangarnir sinna. „Fólk hefur það býsna gott hérna miðað við aðstæðurnar sem það er í, hér getur það verið mikið úti við og það er fallegt allt hér í kring,“ bætir Hróbjartur við. Fangarnir á Sogni eru í heilmiklu dýrahaldi. „Já, það er svolítð hænsnastand á okkur hérna og svo erum við með fiskeldi, bleikjueldi, sem við erum að nostra líka við. Þetta er náttúrulega ekki í stórum stíl en veitir heilmikla ánægju.“ En hversu nauðsynlegt er að hafa svona mikla afþreyingu í boði og nóg að gera fyrir fangana? „Það skiptir öllu máli, hér er það sem fólk hefur mest af en það er tími. Það er gríðarlega mikilvægt að hafa eitthvað svona til að getað snúið sér að og svo tekur við nám yfir vetrartímann þegar það byrjar allt saman á vegum FSU á Selfossi,“ segir Hróbjartur.
Ölfus Fangelsismál Landbúnaður Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira