Ekkert bendir til þess að búnaður Huawei sé óöruggur Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. ágúst 2020 23:30 Þorleifur Jónasson, forstöðumaður tæknideildar Póst- og fjarskiptastofnunar. Vísir/vilhelm Ekkert bendir til þess að nokkuð ólöglegt eða óöruggt sé við tæknibúnað frá kínverska fyrirtækinu Huawei að sögn forstöðumanns hjá Póst- og fjarskiptastofnun. Íslensk fjarskiptafyrirtæki vinna að uppbyggingu fimmtu kynslóðar fjarskiptanetsins og tvö þeirra styðjast við búnað frá Huawei. Nova tók fyrsta 5G-sendinn í gagnið fyrr á þessu ári og uppsetning búnaðar er hafin hjá Vodafone. Bæði fyrirtæki nota búnað frá kínverska fyrirtækinu Huawei. Undirbúningur er einnig hafinn hjá Símanum þar sem stefnt er að gangsetningu í haust, en Síminn notast alfarið við búnað frá sænska framleiðandanum Ericsson. Þorleifur Jónsson forstöðumaður hjá Póst- og fjarskiptastofnun segir töluverðan mun vera á 5G og fyrri kynslóðum. „Þetta er algjör bylting. Fyrsta skrefið það er í rauninni bara eins og ég nefndi áðan, það er meira gagnamagn og meiri hraði og það kemur til með að nýtast svona til að byrja með allavega fyrir til dæmis þéttbýlisstaði úti á landi þar sem ekki hefur verið lagður ljósleiðari,“ segir Þorleifur. Bandaríkjastjórn segir Huawei ógna þjóðaröryggi Bandaríkjanna og annarra ríkja.Vísir/Getty Fyrirferðamikil umræða hefur verið uppi um meinta öryggisbrest í 5G-búnað kínverska fyrirtækisins Huawei. Einkum hafa bandarísk stjórnvöld beitt áhrifum sínum til að sá tortryggni í garð kínverska fyrirtækisins og hafa hvatt til sniðgöngu þess. „Við höfum nú verið í sambandi við okkar systurstofnanir í Evrópu og víðar og það hefur hvergi í rauninni sannast neitt á þetta fyrirtæki um neitt ólöglegt eða misjafnt varðandi öruggi þeirra. Þannig að eins og staðan er í dag þá get ég ekki með góðu móti sagt að það sé einhver hætta.“ Engu að síður þurfi alltaf að huga vel að öryggi en samgönguráðherra hefur falið starfshóp að móta reglur um hvernig þess verður gætt. „Möguleikinn er alltaf fyrir hendi og við sjáum það bara núna í fréttum undanfarna viku með hvernig var brotist inn hjá Garmin. Það er alltaf möguleiki, það er aldrei 100% öryggi til. En eins og ég segi, það er okkar hlutverk að sjá til þess að fyllsta öryggis sé gætt og fjarskiptafyrirtækjanna sem að reka búnaðinn, það er á þeirra ábyrgð að sjá til þess að hann sé öruggur.“ Rétt er að taka fram að Vodafone er í eigu Sýnar sem einnig á og rekur fréttastofu Stöðvar 2. Kína Fjarskipti Tækni Huawei Tengdar fréttir Trump segist ætla að banna Tiktok Kínverski samfélagsmiðillinn Tiktok verður bannaður í Bandaríkjunum, að sögn Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann boðar tilskipun þess efnis, jafnvel strax í dag. Forsetanum hugnast ekki að bandarískt fyrirtæki eins og Microsoft kaupi starfsemi Tiktok í Bandaríkjunum. 1. ágúst 2020 08:27 Kínverjar segja Bandaríkjamenn koma sínu fram með hótunum við önnur ríki Forseti Bandaríkjanna segir að ríki sem noti fjarskiptakerfi kínverska fyrirtækisins Huawei geti ekki átt viðskipti við Bandaríkin. Kínverjar segja Bandaríkjamenn koma sínu fram með hótunum við önnur ríki. 15. júlí 2020 20:56 Kínverjar gagnrýna Huawei-bann Breta harðlega Ákvörðun breskra stjórnvalda um að banna 5G-tæknibúnað frá kínverska tæknifyrirtækinu Huawei er rakalaus að mati kínversku ríkisstjórnarinnar. Hún hótar að grípa til aðgerða til þess að tryggja „lögmæta hagsmuni“ kínverskra fyrirtækja. 15. júlí 2020 13:55 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
Ekkert bendir til þess að nokkuð ólöglegt eða óöruggt sé við tæknibúnað frá kínverska fyrirtækinu Huawei að sögn forstöðumanns hjá Póst- og fjarskiptastofnun. Íslensk fjarskiptafyrirtæki vinna að uppbyggingu fimmtu kynslóðar fjarskiptanetsins og tvö þeirra styðjast við búnað frá Huawei. Nova tók fyrsta 5G-sendinn í gagnið fyrr á þessu ári og uppsetning búnaðar er hafin hjá Vodafone. Bæði fyrirtæki nota búnað frá kínverska fyrirtækinu Huawei. Undirbúningur er einnig hafinn hjá Símanum þar sem stefnt er að gangsetningu í haust, en Síminn notast alfarið við búnað frá sænska framleiðandanum Ericsson. Þorleifur Jónsson forstöðumaður hjá Póst- og fjarskiptastofnun segir töluverðan mun vera á 5G og fyrri kynslóðum. „Þetta er algjör bylting. Fyrsta skrefið það er í rauninni bara eins og ég nefndi áðan, það er meira gagnamagn og meiri hraði og það kemur til með að nýtast svona til að byrja með allavega fyrir til dæmis þéttbýlisstaði úti á landi þar sem ekki hefur verið lagður ljósleiðari,“ segir Þorleifur. Bandaríkjastjórn segir Huawei ógna þjóðaröryggi Bandaríkjanna og annarra ríkja.Vísir/Getty Fyrirferðamikil umræða hefur verið uppi um meinta öryggisbrest í 5G-búnað kínverska fyrirtækisins Huawei. Einkum hafa bandarísk stjórnvöld beitt áhrifum sínum til að sá tortryggni í garð kínverska fyrirtækisins og hafa hvatt til sniðgöngu þess. „Við höfum nú verið í sambandi við okkar systurstofnanir í Evrópu og víðar og það hefur hvergi í rauninni sannast neitt á þetta fyrirtæki um neitt ólöglegt eða misjafnt varðandi öruggi þeirra. Þannig að eins og staðan er í dag þá get ég ekki með góðu móti sagt að það sé einhver hætta.“ Engu að síður þurfi alltaf að huga vel að öryggi en samgönguráðherra hefur falið starfshóp að móta reglur um hvernig þess verður gætt. „Möguleikinn er alltaf fyrir hendi og við sjáum það bara núna í fréttum undanfarna viku með hvernig var brotist inn hjá Garmin. Það er alltaf möguleiki, það er aldrei 100% öryggi til. En eins og ég segi, það er okkar hlutverk að sjá til þess að fyllsta öryggis sé gætt og fjarskiptafyrirtækjanna sem að reka búnaðinn, það er á þeirra ábyrgð að sjá til þess að hann sé öruggur.“ Rétt er að taka fram að Vodafone er í eigu Sýnar sem einnig á og rekur fréttastofu Stöðvar 2.
Kína Fjarskipti Tækni Huawei Tengdar fréttir Trump segist ætla að banna Tiktok Kínverski samfélagsmiðillinn Tiktok verður bannaður í Bandaríkjunum, að sögn Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann boðar tilskipun þess efnis, jafnvel strax í dag. Forsetanum hugnast ekki að bandarískt fyrirtæki eins og Microsoft kaupi starfsemi Tiktok í Bandaríkjunum. 1. ágúst 2020 08:27 Kínverjar segja Bandaríkjamenn koma sínu fram með hótunum við önnur ríki Forseti Bandaríkjanna segir að ríki sem noti fjarskiptakerfi kínverska fyrirtækisins Huawei geti ekki átt viðskipti við Bandaríkin. Kínverjar segja Bandaríkjamenn koma sínu fram með hótunum við önnur ríki. 15. júlí 2020 20:56 Kínverjar gagnrýna Huawei-bann Breta harðlega Ákvörðun breskra stjórnvalda um að banna 5G-tæknibúnað frá kínverska tæknifyrirtækinu Huawei er rakalaus að mati kínversku ríkisstjórnarinnar. Hún hótar að grípa til aðgerða til þess að tryggja „lögmæta hagsmuni“ kínverskra fyrirtækja. 15. júlí 2020 13:55 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
Trump segist ætla að banna Tiktok Kínverski samfélagsmiðillinn Tiktok verður bannaður í Bandaríkjunum, að sögn Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann boðar tilskipun þess efnis, jafnvel strax í dag. Forsetanum hugnast ekki að bandarískt fyrirtæki eins og Microsoft kaupi starfsemi Tiktok í Bandaríkjunum. 1. ágúst 2020 08:27
Kínverjar segja Bandaríkjamenn koma sínu fram með hótunum við önnur ríki Forseti Bandaríkjanna segir að ríki sem noti fjarskiptakerfi kínverska fyrirtækisins Huawei geti ekki átt viðskipti við Bandaríkin. Kínverjar segja Bandaríkjamenn koma sínu fram með hótunum við önnur ríki. 15. júlí 2020 20:56
Kínverjar gagnrýna Huawei-bann Breta harðlega Ákvörðun breskra stjórnvalda um að banna 5G-tæknibúnað frá kínverska tæknifyrirtækinu Huawei er rakalaus að mati kínversku ríkisstjórnarinnar. Hún hótar að grípa til aðgerða til þess að tryggja „lögmæta hagsmuni“ kínverskra fyrirtækja. 15. júlí 2020 13:55