Álíka margir með virkt smit Covid-19 nú og 10. mars Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. ágúst 2020 20:56 Sóttvarnalæknir vill rannsaka hvort kórónuveiran sem veldur Covid-19 sé að einhverju leyti vægari nú en á fyrri stigum faraldursins. Aðeins 5% þeirra sem hafa komið í sýnatöku hjá heilsugæslunni með einkenni hafa greinst smitaðir af veirunni. Tölur yfir fjölda smitaðra undanfarna daga eru svipaðar og á upphafsstigum faraldursins í vetur. Átta greindust með Covid-19 innanlands í gær og þar af voru fimm í sóttkví. Alls eru nú áttatíu í einangrun með virkt smit. Einn liggur á sjúkrahúsi en sá er ekki á gjörgæslu. 670 eru í sóttkví. Til greina kemur að skima eftir slembiúrtaki víðar um landið, líkt og gert var á Akranesi í gær, en enginn af þeim ríflega sex hundruð sem þar voru skimaðir var smitaður af veirunni. Álag á heilsugæslunni Heilsugæslan annast sýnatöku þeirra sem finna fyrir einkennum. Alma Möller landlæknir segir að brugðist hafi verið við athugasemdum frá fólki sem ekki hafi komist í sýnatöku þótt ástæða væri til. „Heilsugæslan er búin að bregðast vel við og bæta vel í. En ég bendi á að þeim er vandi á höndum því að það eru ekki nema 5% sýna sem eru tekin vegna einkenna sem eru vegna Covid-19 og það endurspeglar auðvitað að þau eru búin að lækka þröskuldinn og ég vil þakka fyrir það,“ segir Alma. Athyglisvert er að bera saman tölur yfir fjölda smitaðra nú og við upphaf faraldursins í vetur. Þann 4. mars, þegar fyrsta innanlandssmitið var dagsett, voru alls 24 í einangrun með Covid-19. Daginn eftir voru þeir orðnir 37. Á fimm daga tímabili, dagana 6. til 10. mars, fjölgaði virkum smitum síða úr 47 í 82. Þessar tölur frá því í mars svipa mjög til þróunarinnar síðustu fimm daga, en síðan 29. júlí hefur virkum smitum fjölgað úr 39 í 80. Dagana 6. til 10. mars fjölgaði virkum smitum síða úr 47 í 82. Síðustu fimm daga, 29. júlí til 2. ágúst, hefur virkum smitum fjölgað úr 39 í 80.Vísir/Sigrún Hrefna Thor Aspelund, velti vöngum yfir því á Facebook-síðu sinni í dag hvort tímabært væri að tala um aðra bylgju faraldursins. „Það segir sig sjálft að við erum með aukningu á tilfellum og það er bara smekksatriði hvort menn vilja kalla það nýja bylgju eða ekki,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Hann telur tímabært að skoða hvort sama sjúkdómsmynstrið sé í gangi nú og áður, til að unnt sé að leggja mat á það hvort stofn veirunnar sem nú er við að kljást sé vægari en á fyrri stigum faraldursins. „Ég held að það sé lykilatriði að reyna að svara þeirri spurningu,“ segir Þórólfur. „Við getum rýnt í okkar gögn og reynt að lesa eitthvað út úr því og við ætlum líka að reyna að fá upplýsingar erlendis frá, hvort að menn þar eru að skoða þetta sama. Því að ef að niðurstaðan er sú að svo sé, að veiran sé kannski eitthvað vægari, að þá mun það vissulega geta haft áhrif á þau plön sem við erum með.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Shamsudin-bræður, mamma þeirra og fleiri grunuð í tugmilljóna máli Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Shamsudin-bræður, mamma þeirra og fleiri grunuð í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira
Sóttvarnalæknir vill rannsaka hvort kórónuveiran sem veldur Covid-19 sé að einhverju leyti vægari nú en á fyrri stigum faraldursins. Aðeins 5% þeirra sem hafa komið í sýnatöku hjá heilsugæslunni með einkenni hafa greinst smitaðir af veirunni. Tölur yfir fjölda smitaðra undanfarna daga eru svipaðar og á upphafsstigum faraldursins í vetur. Átta greindust með Covid-19 innanlands í gær og þar af voru fimm í sóttkví. Alls eru nú áttatíu í einangrun með virkt smit. Einn liggur á sjúkrahúsi en sá er ekki á gjörgæslu. 670 eru í sóttkví. Til greina kemur að skima eftir slembiúrtaki víðar um landið, líkt og gert var á Akranesi í gær, en enginn af þeim ríflega sex hundruð sem þar voru skimaðir var smitaður af veirunni. Álag á heilsugæslunni Heilsugæslan annast sýnatöku þeirra sem finna fyrir einkennum. Alma Möller landlæknir segir að brugðist hafi verið við athugasemdum frá fólki sem ekki hafi komist í sýnatöku þótt ástæða væri til. „Heilsugæslan er búin að bregðast vel við og bæta vel í. En ég bendi á að þeim er vandi á höndum því að það eru ekki nema 5% sýna sem eru tekin vegna einkenna sem eru vegna Covid-19 og það endurspeglar auðvitað að þau eru búin að lækka þröskuldinn og ég vil þakka fyrir það,“ segir Alma. Athyglisvert er að bera saman tölur yfir fjölda smitaðra nú og við upphaf faraldursins í vetur. Þann 4. mars, þegar fyrsta innanlandssmitið var dagsett, voru alls 24 í einangrun með Covid-19. Daginn eftir voru þeir orðnir 37. Á fimm daga tímabili, dagana 6. til 10. mars, fjölgaði virkum smitum síða úr 47 í 82. Þessar tölur frá því í mars svipa mjög til þróunarinnar síðustu fimm daga, en síðan 29. júlí hefur virkum smitum fjölgað úr 39 í 80. Dagana 6. til 10. mars fjölgaði virkum smitum síða úr 47 í 82. Síðustu fimm daga, 29. júlí til 2. ágúst, hefur virkum smitum fjölgað úr 39 í 80.Vísir/Sigrún Hrefna Thor Aspelund, velti vöngum yfir því á Facebook-síðu sinni í dag hvort tímabært væri að tala um aðra bylgju faraldursins. „Það segir sig sjálft að við erum með aukningu á tilfellum og það er bara smekksatriði hvort menn vilja kalla það nýja bylgju eða ekki,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Hann telur tímabært að skoða hvort sama sjúkdómsmynstrið sé í gangi nú og áður, til að unnt sé að leggja mat á það hvort stofn veirunnar sem nú er við að kljást sé vægari en á fyrri stigum faraldursins. „Ég held að það sé lykilatriði að reyna að svara þeirri spurningu,“ segir Þórólfur. „Við getum rýnt í okkar gögn og reynt að lesa eitthvað út úr því og við ætlum líka að reyna að fá upplýsingar erlendis frá, hvort að menn þar eru að skoða þetta sama. Því að ef að niðurstaðan er sú að svo sé, að veiran sé kannski eitthvað vægari, að þá mun það vissulega geta haft áhrif á þau plön sem við erum með.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Shamsudin-bræður, mamma þeirra og fleiri grunuð í tugmilljóna máli Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Shamsudin-bræður, mamma þeirra og fleiri grunuð í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira