Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Andri Eysteinsson skrifar

Tölur um mannfall eru á reiki eftir gífurlega öfluga sprengingu sem skók Beirút höfuðborg Líbanon nú síðdegis og olli gríðarmiklu tjóni. 

Fólk sem myndaði sprenginguna úr töluverðri fjarlægð tókst á loft þegar þrýstingur frá henni skall á því. - Við sýnum myndir frá Beirút í kvöldfréttum okkar og greinum frá því nýjasta í stöðunni en björgunarstarf er í fullum gangi. 

Við förum einnig yfir það nýjasta í kórónuveirufaraldrinum en í dag er staðan svipuð og hún var í vor þegar þrjár vikur voru í að faraldurinn næði hámarki með fjölda innlagna á sjúkrahús og tíu dauðsföllum.

 Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×