Meta þörfina á frekari efnahagsinnspýtingu vegna hertra aðgerða Kjartan Kjartansson skrifar 4. ágúst 2020 18:01 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, benti á að Ísland hefði náð góðum árangri gegn kórónuveirunni án þess að þurfa að ganga eins langt í takmörkunum og mörg önnur ríki gerðu í vor. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin metur nú hvaða áhrif hertar sóttvarnareglur hafa á efnahagslífið og hvort að bregðast þurfi við þeim með frekari aðstoð við einstaklinga og atvinnulífið. Forsætisráðherra segir ríkið eiga góða verkfærakistu frá því að gripið var til meiriháttar efnahagsinnspýtingar í vor. Hert var á sóttvarnareglum á föstudag eftir að nýjum kórónuveirusmitum tók að fjölga á nýjan leik. Virk smit í landinu eru nú svipað mörg og við upphaf faraldursins í mars. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði að yfirvöld hafi verið undir það búin að hópsýkingar eða víðtækari smit gætu komið upp aftur og því hafi verið brugðist við fjölgun tilfella með afgerandi hætti í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Sagði Katrín fylgst yrði með stöðunni nú eftir að sóttvarnaaðgerðirnar voru hertar og metið hvort að þörf yrði á frekari efnahagslegum aðgerðum eins og þær sem ráðist var í við upphaf faraldursins í vor. Fullyrti hún að þær aðgerðir hafi skipt gríðarlega miklu máli fyrir almenning og atvinnulífið, þar á meðal lokunarstyrkir, stuðningslán og hlutabótaleiðin sem var stærsta einstaka aðgerð ríkisstjórnarinnar. „Við eigum mjög góða verkfærakistu í því sem við gripum til í vor þannig að nú þurfum við í raun og veru að meta stöðuna og hvaða efnahagslegu áhrif þessar hertu aðgerðir hafa og miða okkar aðgerðir út frá því,“ sagði Katrín þegar hún var spurð hvers eðlis viðbótaraðgerðirnar gætu verið. Skólahald verði með sem eðlilegustum hætti Menntamálayfirvöld vinna nú að því skoða hvernig skólahaldi verður háttað í ljósi stöðunnar í faraldrinum. Katrín benti á að Ísland væri eitt af fáum samfélögum sem héldu skólastarfi gangandi þegar faraldurinn blossaði fyrst upp í vor. „Við eigum að gera það að okkar höfuðmarkmiði að halda áfram að tryggja það að skólahald verði með sem eðlilegustum hætti. Það er ekki bara mikilvægt fyrir fjölskyldurnar sem heild heldur einnig fyrir öll þessi börn og ungmenni sem er mikilvægt að njóti menntunar með eðlilegum hætti,“ sagði forsætisráðherra. Verkefnið nú sé að ná tökum á stöðunni sem er komin upp. Katrín sagði að of snemmt væri að fagna þó að færri tilfelli hefðu greinst í gær en dagana á undan. Yfirvöld ætli að meta stöðuna reglulega frá degi til dags. Fleiri komið en reiknað var með Stjórnvöld ætla að meta með skýrari hætti efnahagslegan ávinning af opnun landamæranna. Katrín sagði að fleiri ferðamenn hefðu komið til landsins en reiknað var með, þrátt fyrir að staðið hefði verið að opnuninni á varfærinn hátt og skimunar krafist. Sérfræðingar sem Katrín segist hafa rætt við hafa tjáð henni að skimunin hafi skilað árangri og bendi á tölfræðina máli sínu til stuðnings. Hlutfallslega fáir hafa greinst smitaðir af tugum þúsunda komufarþega frá því að landamærin voru opnuð að hluta til 15. júní. „Við munum núna að sjálfsögðu leggja mat á hverju þetta hefur verið að skila inn í þjóðarbúið. Við sjáum það auðvitað að það hefur verið töluvert meiri áhugi á að koma hingað en við töldum í upphafi sumars. Svo kann það náttúrulega að breytast þegar við sjáum að faraldurinn er í vexti alls staðar í kringum okkur,“ sagði Katrín. Betur í stakk búin að takast á við áfallið en áður Spurð út í stöðu ríkissjóðs eftir þær efnahagslegu aðgerðir sem gripið hefur verið til og áhrif faraldursins sagði Katrín að hann hafi tekið á sig töluverðar byrðar. Ólíkt fyrri kreppum hafi þó bæði ríkissjóður, einstaklingar og atvinnulífið verið betur í stakk búið að takast á við hann. Vísaði Katrín þar til þess að ríki og fyrirtæki væru minna skuldsett en áður en almenningur hefði lagt meira fyrir. Þá skipti gjaldeyrisvaraforði Seðlabankans gríðarlegu máli til að auka stöðugleika hagkerfisins. Línur sagði Katrín að ættu eftir að skýrast betur þegar byrjað yrði að ræða fjárlög næsta árs og fjármálaáætlun til næstu ára. „Við erum búin að búa í haginn til þess að ríkið geti einmitt tekist á við þetta og geti þá gegnt því hlutverki núna sem það hefur verið að gera að koma inn með þessar virku aðgerðir […] þannig að ríkið beiti sínu vogarafli til þess að lyfta efnahagslífinu aftur upp,“ sagði forsætisráðherra. Stærsta viðfangsefni stjórnmálanna í vetur og lengur taldi Katrín að skoða hvernig hægt sé að vaxa út úr kreppunni nú. Markmið ríkisstjórnarinnar væri að tryggja atvinnustig, verja og fjölga störfum, tryggja afkomu fólks og byggja fleiri stoðir undir atvinnulífið, meðal annars með fjárfestingum í nýsköpun, rannsóknum og matvælaframleiðslu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir 200 viðskiptavinir algjört hámark Aðgerðir vegna kórónuveirunnar sem tóku gildi 31. júlí síðastliðinn hafa nú verið gerðar skýrari, samkvæmt auglýsingu heilbrigðisráðherra. 4. ágúst 2020 15:13 Mánaðamótin komu betur út hjá Vinnumálastofnun en búist var við Þrjár tilkynningar um hópuppsagnir bárust á borð Vinnumálastofnunar um mánaðamótin og segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri stofnunarinnar, að færri tilkynningar hefðu borist en búast mátti við. 4. ágúst 2020 14:10 Þrjátíu í sóttkví á Akureyri eftir að sjúkraþjálfari smitaðist Sjúkraþjálfari hjá sjúkraþjálfunarstöðinni Stíg á Akureyri greindist með Covid-19 á laugardag. Í kjölfarið voru þrjátíu skjólstæðingar hans sendir í sóttkví. 4. ágúst 2020 12:33 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Sjá meira
Ríkisstjórnin metur nú hvaða áhrif hertar sóttvarnareglur hafa á efnahagslífið og hvort að bregðast þurfi við þeim með frekari aðstoð við einstaklinga og atvinnulífið. Forsætisráðherra segir ríkið eiga góða verkfærakistu frá því að gripið var til meiriháttar efnahagsinnspýtingar í vor. Hert var á sóttvarnareglum á föstudag eftir að nýjum kórónuveirusmitum tók að fjölga á nýjan leik. Virk smit í landinu eru nú svipað mörg og við upphaf faraldursins í mars. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði að yfirvöld hafi verið undir það búin að hópsýkingar eða víðtækari smit gætu komið upp aftur og því hafi verið brugðist við fjölgun tilfella með afgerandi hætti í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Sagði Katrín fylgst yrði með stöðunni nú eftir að sóttvarnaaðgerðirnar voru hertar og metið hvort að þörf yrði á frekari efnahagslegum aðgerðum eins og þær sem ráðist var í við upphaf faraldursins í vor. Fullyrti hún að þær aðgerðir hafi skipt gríðarlega miklu máli fyrir almenning og atvinnulífið, þar á meðal lokunarstyrkir, stuðningslán og hlutabótaleiðin sem var stærsta einstaka aðgerð ríkisstjórnarinnar. „Við eigum mjög góða verkfærakistu í því sem við gripum til í vor þannig að nú þurfum við í raun og veru að meta stöðuna og hvaða efnahagslegu áhrif þessar hertu aðgerðir hafa og miða okkar aðgerðir út frá því,“ sagði Katrín þegar hún var spurð hvers eðlis viðbótaraðgerðirnar gætu verið. Skólahald verði með sem eðlilegustum hætti Menntamálayfirvöld vinna nú að því skoða hvernig skólahaldi verður háttað í ljósi stöðunnar í faraldrinum. Katrín benti á að Ísland væri eitt af fáum samfélögum sem héldu skólastarfi gangandi þegar faraldurinn blossaði fyrst upp í vor. „Við eigum að gera það að okkar höfuðmarkmiði að halda áfram að tryggja það að skólahald verði með sem eðlilegustum hætti. Það er ekki bara mikilvægt fyrir fjölskyldurnar sem heild heldur einnig fyrir öll þessi börn og ungmenni sem er mikilvægt að njóti menntunar með eðlilegum hætti,“ sagði forsætisráðherra. Verkefnið nú sé að ná tökum á stöðunni sem er komin upp. Katrín sagði að of snemmt væri að fagna þó að færri tilfelli hefðu greinst í gær en dagana á undan. Yfirvöld ætli að meta stöðuna reglulega frá degi til dags. Fleiri komið en reiknað var með Stjórnvöld ætla að meta með skýrari hætti efnahagslegan ávinning af opnun landamæranna. Katrín sagði að fleiri ferðamenn hefðu komið til landsins en reiknað var með, þrátt fyrir að staðið hefði verið að opnuninni á varfærinn hátt og skimunar krafist. Sérfræðingar sem Katrín segist hafa rætt við hafa tjáð henni að skimunin hafi skilað árangri og bendi á tölfræðina máli sínu til stuðnings. Hlutfallslega fáir hafa greinst smitaðir af tugum þúsunda komufarþega frá því að landamærin voru opnuð að hluta til 15. júní. „Við munum núna að sjálfsögðu leggja mat á hverju þetta hefur verið að skila inn í þjóðarbúið. Við sjáum það auðvitað að það hefur verið töluvert meiri áhugi á að koma hingað en við töldum í upphafi sumars. Svo kann það náttúrulega að breytast þegar við sjáum að faraldurinn er í vexti alls staðar í kringum okkur,“ sagði Katrín. Betur í stakk búin að takast á við áfallið en áður Spurð út í stöðu ríkissjóðs eftir þær efnahagslegu aðgerðir sem gripið hefur verið til og áhrif faraldursins sagði Katrín að hann hafi tekið á sig töluverðar byrðar. Ólíkt fyrri kreppum hafi þó bæði ríkissjóður, einstaklingar og atvinnulífið verið betur í stakk búið að takast á við hann. Vísaði Katrín þar til þess að ríki og fyrirtæki væru minna skuldsett en áður en almenningur hefði lagt meira fyrir. Þá skipti gjaldeyrisvaraforði Seðlabankans gríðarlegu máli til að auka stöðugleika hagkerfisins. Línur sagði Katrín að ættu eftir að skýrast betur þegar byrjað yrði að ræða fjárlög næsta árs og fjármálaáætlun til næstu ára. „Við erum búin að búa í haginn til þess að ríkið geti einmitt tekist á við þetta og geti þá gegnt því hlutverki núna sem það hefur verið að gera að koma inn með þessar virku aðgerðir […] þannig að ríkið beiti sínu vogarafli til þess að lyfta efnahagslífinu aftur upp,“ sagði forsætisráðherra. Stærsta viðfangsefni stjórnmálanna í vetur og lengur taldi Katrín að skoða hvernig hægt sé að vaxa út úr kreppunni nú. Markmið ríkisstjórnarinnar væri að tryggja atvinnustig, verja og fjölga störfum, tryggja afkomu fólks og byggja fleiri stoðir undir atvinnulífið, meðal annars með fjárfestingum í nýsköpun, rannsóknum og matvælaframleiðslu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir 200 viðskiptavinir algjört hámark Aðgerðir vegna kórónuveirunnar sem tóku gildi 31. júlí síðastliðinn hafa nú verið gerðar skýrari, samkvæmt auglýsingu heilbrigðisráðherra. 4. ágúst 2020 15:13 Mánaðamótin komu betur út hjá Vinnumálastofnun en búist var við Þrjár tilkynningar um hópuppsagnir bárust á borð Vinnumálastofnunar um mánaðamótin og segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri stofnunarinnar, að færri tilkynningar hefðu borist en búast mátti við. 4. ágúst 2020 14:10 Þrjátíu í sóttkví á Akureyri eftir að sjúkraþjálfari smitaðist Sjúkraþjálfari hjá sjúkraþjálfunarstöðinni Stíg á Akureyri greindist með Covid-19 á laugardag. Í kjölfarið voru þrjátíu skjólstæðingar hans sendir í sóttkví. 4. ágúst 2020 12:33 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Sjá meira
200 viðskiptavinir algjört hámark Aðgerðir vegna kórónuveirunnar sem tóku gildi 31. júlí síðastliðinn hafa nú verið gerðar skýrari, samkvæmt auglýsingu heilbrigðisráðherra. 4. ágúst 2020 15:13
Mánaðamótin komu betur út hjá Vinnumálastofnun en búist var við Þrjár tilkynningar um hópuppsagnir bárust á borð Vinnumálastofnunar um mánaðamótin og segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri stofnunarinnar, að færri tilkynningar hefðu borist en búast mátti við. 4. ágúst 2020 14:10
Þrjátíu í sóttkví á Akureyri eftir að sjúkraþjálfari smitaðist Sjúkraþjálfari hjá sjúkraþjálfunarstöðinni Stíg á Akureyri greindist með Covid-19 á laugardag. Í kjölfarið voru þrjátíu skjólstæðingar hans sendir í sóttkví. 4. ágúst 2020 12:33