Lakers öruggir með toppsætið í fyrsta sinn í áratug Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. ágúst 2020 23:00 Leikmenn Utah Jazz áttu ekki roð í Davis í leik liðanna. Kim Klement/Getty Images Los Angeles Lakers lagði Utah Jazz með átta stiga mun í NBA-deildinni í gærkvöld, 116-108. Var þetta þriðji leikur liðsins í NBA-kúlunni svokölluðu en allir leikir deildarinnar fara framí Disney World í Orlandó sökum kórónufaraldursins. Sigurinn þýðir að Lakers eru nú öruggir með efsta sæti Vesturdeildar. Er þetta í fyrsta skipti í áratug sem liðið nær þeim árangri. Real laker fans remember the losing seasons. Here ya go #1 — kuz (@kylekuzma) August 4, 2020 „Eftir allt sem hefur gengið á hjá okkur á þessu tímabili þá skiptir það okkur miklu máli að ná efsta sætinu. Við erum samt hvergi nærri hættir,“ sagði Anthony Davis að leik loknum. Þessi ótrúlegi leikmaður setti 42 stig í leiknum gegn Utah ásamt því að taka tólf fráköst. Var það í 20. skipti á tímabilinu sem Davis skorar 20 stig eða meira í leik. HIGHLIGHTS: @AntDavis23 was an unstoppable force tallying 42 points and going 4-for-8 from deep. pic.twitter.com/HK5kQA1cNQ— Los Angeles Lakers (@Lakers) August 4, 2020 Kobe Bryant, sem lést á hroðalegan hátt í þyrluslysi í janúar á þessu ári, leiddi Lakers til sigurs í NBA-deildinni síðast þegar liðið endaði á toppi Vesturdeildarinnar. Leikið er þétt í NBA-deildinni þessa dagana en deildin er með breyttu sniði sökum kórónufaraldursins. Lakers eru besta liðið í Vesturdeildinni með 51 sigur og 15 töp í þeim 66 leikjum sem liðið hefur spilað. Milwaukee Bucks eru þó það lið með bestan árangur í bæði Austur- og Vesturdeildinni. Dádýrin frá Milwaukee eru með 54 sigra og aðeins 13 töp í þeim 57 leikjum sem liðið hefur leikið. Körfubolti NBA Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Sjá meira
Los Angeles Lakers lagði Utah Jazz með átta stiga mun í NBA-deildinni í gærkvöld, 116-108. Var þetta þriðji leikur liðsins í NBA-kúlunni svokölluðu en allir leikir deildarinnar fara framí Disney World í Orlandó sökum kórónufaraldursins. Sigurinn þýðir að Lakers eru nú öruggir með efsta sæti Vesturdeildar. Er þetta í fyrsta skipti í áratug sem liðið nær þeim árangri. Real laker fans remember the losing seasons. Here ya go #1 — kuz (@kylekuzma) August 4, 2020 „Eftir allt sem hefur gengið á hjá okkur á þessu tímabili þá skiptir það okkur miklu máli að ná efsta sætinu. Við erum samt hvergi nærri hættir,“ sagði Anthony Davis að leik loknum. Þessi ótrúlegi leikmaður setti 42 stig í leiknum gegn Utah ásamt því að taka tólf fráköst. Var það í 20. skipti á tímabilinu sem Davis skorar 20 stig eða meira í leik. HIGHLIGHTS: @AntDavis23 was an unstoppable force tallying 42 points and going 4-for-8 from deep. pic.twitter.com/HK5kQA1cNQ— Los Angeles Lakers (@Lakers) August 4, 2020 Kobe Bryant, sem lést á hroðalegan hátt í þyrluslysi í janúar á þessu ári, leiddi Lakers til sigurs í NBA-deildinni síðast þegar liðið endaði á toppi Vesturdeildarinnar. Leikið er þétt í NBA-deildinni þessa dagana en deildin er með breyttu sniði sökum kórónufaraldursins. Lakers eru besta liðið í Vesturdeildinni með 51 sigur og 15 töp í þeim 66 leikjum sem liðið hefur spilað. Milwaukee Bucks eru þó það lið með bestan árangur í bæði Austur- og Vesturdeildinni. Dádýrin frá Milwaukee eru með 54 sigra og aðeins 13 töp í þeim 57 leikjum sem liðið hefur leikið.
Körfubolti NBA Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Sjá meira