Viðskipti innlent

Reyni eftir fremsta megni að halda ekki eftir greiðslum

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Valitor og Kortaþjónustan vilja ekki halda eftir fjármunum sem fengist hafa fyrir veitta þjónustu.
Valitor og Kortaþjónustan vilja ekki halda eftir fjármunum sem fengist hafa fyrir veitta þjónustu. Vísir/Vilhelm

Greiðslumiðlunarfyrirtækin Valitor og Kortaþjónustan segjast ekki ætla að ganga jafn langt og Borgun hefur gert þegar kemur að svokallaðri veltutryggingu. Borgun hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að ákveða að halda eftir tíu prósentum af öllum færslum í sex mánuði.

Fréttablaðið fjallar um málið í dag og þar er haft eftir Jakobi Má Ásmundssyni forstjóra Kortaveltunnar að þar á bæ haldi menn ekki eftir fjármunum vegna sölu sem hafi verið veitt, ólíkt Borgun og svipuð svör bárust frá Valitor. Unnið sé með einstaklingum í hverju máli fyrir sig og engar skilmálabreytingar séu í farvatninu.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×