Ferðaskrifstofur mega vinna saman til að koma fólki heim Kjartan Kjartansson skrifar 15. mars 2020 08:33 Farbönn sem ýmis ríki hafa gripið til undanfarna daga raska ferðaáætlunum margra, bæði íslenskra og erlendra ferðamanna. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Samkeppniseftirlitið hefur veitt ferðaskrifstofum heimild til að vinna saman að því að tryggja að viðskiptavinir þeirra komist til síns heima og takmarka tjón sem hlýst af kórónuveiruheimsfaraldrinum. Áður hafði stofnunin leyft ferðaþjónustufyrirtækjum að hafa samstarf til að bregðast við faraldrinum. Nokkur ríki hafa nú gripið til þess að loka landamærum sínum eða takmarka ferðalög verulega vegna kórónuveirunnar sem veldur Covid-19-sjúkdómnum. Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins frá því í gær er vísað til fordæmalauss ástands sem nú ríki. Samstarf ferðaskrifstofanna er bundið þeim skilyrðum að Ferðamálastofa meti samstarfið nauðsynlegt hverju sinni og að stofnunin sé þátttakandi eða sé gefinn kostur á að vera þátttakandi í öllum samskiptum sem lúta að samstarfinu. Tilgangur þessa er sagður að tryggja að samstarf þessara keppinauta eigi sér aðeins stað að því marki sem Ferðamálastofa telur óhjákvæmilegt til að verja þá hagsmuni sem í húfi eru. Um leið sé tryggt að Ferðamálastofa öðlist yfirsýn yfir þær aðgerðir sem keppinautar á markaðnum grípa til að þessu leyti. Samtök í ferðaþjónustu (SAF) fengu undanþágu frá Samkeppniseftirlitinu til að gera ferðaþjónustunni betur kleift að grípa til aðgerða til að verja eða auka eftirspurn eftir íslenskri ferðaþjónustu 4. mars. Á föstudag veitti Samkeppniseftirlitið leyfi til samstarfs keppinauta á vettvangi innflutnings og dreifingar á lyfjum sem sé nauðsynlegt til að bregðast við almannavá vegna faraldursins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Samkeppnismál Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Samkeppniseftirlitið hefur veitt ferðaskrifstofum heimild til að vinna saman að því að tryggja að viðskiptavinir þeirra komist til síns heima og takmarka tjón sem hlýst af kórónuveiruheimsfaraldrinum. Áður hafði stofnunin leyft ferðaþjónustufyrirtækjum að hafa samstarf til að bregðast við faraldrinum. Nokkur ríki hafa nú gripið til þess að loka landamærum sínum eða takmarka ferðalög verulega vegna kórónuveirunnar sem veldur Covid-19-sjúkdómnum. Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins frá því í gær er vísað til fordæmalauss ástands sem nú ríki. Samstarf ferðaskrifstofanna er bundið þeim skilyrðum að Ferðamálastofa meti samstarfið nauðsynlegt hverju sinni og að stofnunin sé þátttakandi eða sé gefinn kostur á að vera þátttakandi í öllum samskiptum sem lúta að samstarfinu. Tilgangur þessa er sagður að tryggja að samstarf þessara keppinauta eigi sér aðeins stað að því marki sem Ferðamálastofa telur óhjákvæmilegt til að verja þá hagsmuni sem í húfi eru. Um leið sé tryggt að Ferðamálastofa öðlist yfirsýn yfir þær aðgerðir sem keppinautar á markaðnum grípa til að þessu leyti. Samtök í ferðaþjónustu (SAF) fengu undanþágu frá Samkeppniseftirlitinu til að gera ferðaþjónustunni betur kleift að grípa til aðgerða til að verja eða auka eftirspurn eftir íslenskri ferðaþjónustu 4. mars. Á föstudag veitti Samkeppniseftirlitið leyfi til samstarfs keppinauta á vettvangi innflutnings og dreifingar á lyfjum sem sé nauðsynlegt til að bregðast við almannavá vegna faraldursins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Samkeppnismál Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira