Chelsea er nálægt því að semja við hinn átján ára gamla Xavier Mbuayamba sem hefur verið nefndur „næsti Virgil van Dijk.“
Varnarmaðurinn gekk í raðir Barcelona síðasta sumar frá MVV Maastricht en nú hefur hann yfirgefið spænska stórliðið eftir einungis eitt ár á Spáni.
Mbuyamba æfði með Chelsea á síðata ári en Chelsea náði ekki að semja við hann því hann hafði áhuga á því að semja við Barcelona.
Hann samdi einungis til eins árs í Barcelona og samningurinn er nú runninn út. Chelsea vill því fá hann til liðs við sig í sumar.
Mbuayamba spilaði einungis þrjá leiki í UEFA Youth League með Barcelona og náði ekki að spila sig inn í aðallið félagsins.
„Flest stór félög í Evrópu hafa spurst fyrir um Xavier. Real Madrid eru áhugasamir, Juventus og Inter hafa áhuga, sem og topp félög í Þýskalandi og Englandi,“ sagði Carlos Barros, umboðsmaður Xavier, fyrr á þessu ári.