Vel er fylgst með geymslu á ammóníum nítrat-áburði hér á landi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. ágúst 2020 12:10 Hafnarsvæði Beirút er rústir einar eftir sprengingu gærdagsins. Getty/Daniel Carde Sérfræðingur og fyrrum forstjóri Mannvirkjastofnunar segir að vel sé fylgst með geymslu og notkun á ammóníum nítrat-áburði hér á landi. Útlit er fyrir að sprengingin í Beirút í gær hafi orðið þegar eldur kviknaði í flugeldum sem voru í vöruskemmu. Eldurinn hafi svo borist í ammóníum nítrat sem geymt hafði verið við höfnina um árabil. „Þetta ammóníum nítrat er notað sem áburður víða um heim og frekar vinsælt því það er ódýrt í framleiðslu og einfalt en því miður er það svo að ef það kviknar í því þá getur það sprungið og valdið gríðarlegum sprengingum,“ sagði Dr. Björn Karlsson, dósent við Háskóla Íslands. Dr. Björn Karlsson.Vísir Björn segir að vel sé fylgst með geymslu og notkun efnisins hér á landi. „Við vorum með áburðarverksmiðju hér til langs tíma en ég ætla bara að segja sjálfur að sem betur fer er búið að leggja hana niður því þessi starfsemi felur í sér gríðarlega áhættu en við flytjum að sjálfsögðu inn áburð og hann er geymdur í höfn o.s.frv. Það er fylgst rosalega vel með þessu núna vegna þessa möguleika að nota það í hryðjuverkastarfsemi. Það er fylgst mjög vel með efninu,“ sagði Björn. Atvikið í Beirút sé ekki fyrsta sprengingin af völdum efnisins. „Það gerðist líka í hafnarborg Peking fyrir um tveimur árum. Þar var við höfnina lager og kviknaði í efni þar en síðan voru 330 tonn af ammóníum nítrat sem sprakk og olli ofboðslegri sprengingu.“ „Það var slys en svo hefur þetta verið notað við hryðjuverk. Til dæmis í Oklahóma sprengingunni árið 1995 þegar 168 létust. Hún varð vegna þess að sprengja var búin til úr efninu,“ sagði Björn. Haldið frá eldfimu efni Hann vill að lengra sé gengið í geymslu á efninu. „Ég hefði viljað láta geyma þetta eins og önnur sprengiefni náttúrulega en það er kannski ekki praktískt,“ sagði Björn. Mannvirkjastofnun gaf út leiðbeiningar um geymslu á áburðinum árið 2018. Þar kemur fram að ekki skuli geyma áburðinn í almennum geymslum innan um vörur sem geta brunnið eða valdið sprengingu heldur eingöngu í geymslu einni sér í nægjanlegri fjarlægð frá öðrum húsum. Óheimilt sé að að geyma meira en 50 tonn af ammoníum nítrat áburði á einum stað nema slökkviliðsstjóri hafi sérstaklega samþykkt geymslusvæðið til slíks og skal geymslustaður alltaf vera utandyra. Líbanon Vísindi Landbúnaður Sprenging í Beirút Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Sjá meira
Sérfræðingur og fyrrum forstjóri Mannvirkjastofnunar segir að vel sé fylgst með geymslu og notkun á ammóníum nítrat-áburði hér á landi. Útlit er fyrir að sprengingin í Beirút í gær hafi orðið þegar eldur kviknaði í flugeldum sem voru í vöruskemmu. Eldurinn hafi svo borist í ammóníum nítrat sem geymt hafði verið við höfnina um árabil. „Þetta ammóníum nítrat er notað sem áburður víða um heim og frekar vinsælt því það er ódýrt í framleiðslu og einfalt en því miður er það svo að ef það kviknar í því þá getur það sprungið og valdið gríðarlegum sprengingum,“ sagði Dr. Björn Karlsson, dósent við Háskóla Íslands. Dr. Björn Karlsson.Vísir Björn segir að vel sé fylgst með geymslu og notkun efnisins hér á landi. „Við vorum með áburðarverksmiðju hér til langs tíma en ég ætla bara að segja sjálfur að sem betur fer er búið að leggja hana niður því þessi starfsemi felur í sér gríðarlega áhættu en við flytjum að sjálfsögðu inn áburð og hann er geymdur í höfn o.s.frv. Það er fylgst rosalega vel með þessu núna vegna þessa möguleika að nota það í hryðjuverkastarfsemi. Það er fylgst mjög vel með efninu,“ sagði Björn. Atvikið í Beirút sé ekki fyrsta sprengingin af völdum efnisins. „Það gerðist líka í hafnarborg Peking fyrir um tveimur árum. Þar var við höfnina lager og kviknaði í efni þar en síðan voru 330 tonn af ammóníum nítrat sem sprakk og olli ofboðslegri sprengingu.“ „Það var slys en svo hefur þetta verið notað við hryðjuverk. Til dæmis í Oklahóma sprengingunni árið 1995 þegar 168 létust. Hún varð vegna þess að sprengja var búin til úr efninu,“ sagði Björn. Haldið frá eldfimu efni Hann vill að lengra sé gengið í geymslu á efninu. „Ég hefði viljað láta geyma þetta eins og önnur sprengiefni náttúrulega en það er kannski ekki praktískt,“ sagði Björn. Mannvirkjastofnun gaf út leiðbeiningar um geymslu á áburðinum árið 2018. Þar kemur fram að ekki skuli geyma áburðinn í almennum geymslum innan um vörur sem geta brunnið eða valdið sprengingu heldur eingöngu í geymslu einni sér í nægjanlegri fjarlægð frá öðrum húsum. Óheimilt sé að að geyma meira en 50 tonn af ammoníum nítrat áburði á einum stað nema slökkviliðsstjóri hafi sérstaklega samþykkt geymslusvæðið til slíks og skal geymslustaður alltaf vera utandyra.
Líbanon Vísindi Landbúnaður Sprenging í Beirút Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Sjá meira