Innlent

Í gæsluvarðhaldi til 11. ágúst

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Sakborningurinn var leiddur fyrir dómara í byrjun júlí.
Sakborningurinn var leiddur fyrir dómara í byrjun júlí. Vísir/vilhelm

Gæsluvarðhald yfir karlmanni á sjötugsaldri sem grunaður er um að hafa kveikt í húsi að Bræðraborgarstíg 1 í lok júní rennur út þriðjudaginn 11. ágúst en ekki á morgun, 6. ágúst, líkt og áður kom fram. Þetta segir Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn í samtali við Vísi. 

Karl Steinar segir að rannsókn málsins sé langt komin. Inntur eftir því hvort rætt hafi verið við sakborninginn segir hann að skýrslutökur hafi farið fram. Þá mun ákvörðun um kröfu um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum liggja fyrir í byrjun næstu viku. 

Þrír létust í brunanum á Bræðraborgarstíg. Maðurinn var handtekinn skömmu eftir að eldurinn kom upp og hefur verið í haldi lögreglu síðan þá. Bruninn er rannsakaður sem manndráp af ásetningi, að því er fram kom í Fréttablaðinu í lok júlí.


Tengdar fréttir

var í

Grunur leikur á að eldsneyti hafi verið ausið á ganginn og kveikt í húsinu sem brann á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×