Atvinnuleit í kreppu: Fimm góð ráð Rakel Sveinsdóttir skrifar 10. ágúst 2020 11:00 Það má gera ráð fyrir því að margir verði í virkri atvinnuleit í haust. Vísir/Getty Nú þegar líður að því að hlutabótaúrræðinu lýkur má gera ráð fyrir að fjöldi fólks bætist við á hefðbundnar atvinnuleysisbætur og meiri þungi færist í atvinnnuleit fólks. En hvað er til ráða þegar atvinnuleit stendur yfir á sama tíma og talað er um mesta efnahagslegan samdrátt í hundrað ár? Þá er um að gera að hugsa aðeins út fyrir boxið og hér eru fimm ráð sem gætu nýst fyrir atvinnuleitina framundan. 1. Atvinnugreinar í vexti Þótt samdrátturinn sé víða er það alls ekki svo að á krepputímum blómstri ekki einhver fyrirtæki eða atvinnugreinar. Veltu fyrir þér hvaða fyrirtæki þú veist um að eru að gera það gott. Mögulega eru það fyrirtæki sem eru með vörur sem mikið seljast um þessar mundir, eru með þjónustu sem hefur aukist vegna kórónufaraldursins eða eru með starfsemi sem kallar á fleira fólk til starfa en áður, s.s. í símsvörun, í þjónustuveri, á upplýsingatæknisviði o.sfrv. Ef þér dettur eitthvað fyrirtæki í hug er um að gera að sérsníða ferilskránna að þessu fyrirtæki og sækja um starf. 2. Hverjir eru að ráða? Þegar þú lest yfir atvinnuauglýsingarnar er líka ágætt að velta því fyrir sér hvort það séu einhverjir sérstakir aðilar meira áberandi í ráðningum en aðrir. Til dæmis er þó nokkuð um að opinberir aðilar séu að auglýsa eftir fólki í störf. Reyndu að hugsa út fyrir þær auglýsingar sem þú sérð birtar og velta fyrir þér hvort þér dettur í hug einhverjir sambærilegir aðilar sem gætu verið að ráða þótt það sé ekki búið að birta auglýsingar. Oft eru til dæmis tímabundin verkefni ekki auglýst hjá hinu opinbera. Þú getur síðan fylgt eftir atriði nr.1 og sent inn umsókn eða látið vita af þér. Eins gæti verið leið að hafa samband við viðkomandi, spyrja hvort fyrirhugaðar séu einhverjar ráðningar og hvort þú megir senda inn ferilskránna. Þannig ertu búinn að ræða við réttan aðila og láta vita af þér. 3. Ferilskrá og kynningarbréf Það er ekki nóg að vanda sig við gerð ferilskráarinnar því í dag er það oft kynningarbréfið sem gerir útslagið. Kynningarbréfið á ekki að vera endurupptalning á ferilskránni heldur stutt samantekt sem á að skila því að viðkomandi hafi áhuga á að hitta þig. Sumir segja að gott kynningarbréf geti verið lykillinn að því að komast í atvinnuviðtal og því mikilvægt að vanda sig jafnvel við að það og ferilskránna sjálfa. 4. Útvíkkaðu sjóndeildarhringinn Það gæti verið að næsta starf verði ekkert endilega draumastarfið eða framtíðarstarfið þitt og eins gæti það líka verið að næsta starf verði mjög ólíkt fyrri störfum. Á krepputímum er mikilvægt að útvíkka sjóndeildarhringinn og vera opin/n fyrir því að ráða sig í starf þótt það sé jafnvel bara tímabundið. Öll reynsla er góð og hverju starfi fylgja ný tengsl og ný kynni. 5. Nýttu tengslanetið þitt Það eru margir í sömu stöðu og þú og þess vegna er um að gera að nýta tengslanetið sitt og biðja vini og vandamenn um aðstoð ef þeir hafa færi á því. Nú er ekki rétti tíminn til að vera eitthvað feimin/n við það að láta vita af atvinnuleitinni þinni. Miklu frekar áttu að sýna tengslanetinu þínu að þú ert virk/ur í atvinnuleit sem sést meðal annars á því að þú biður fólk óhikað um að hafa þig í huga ef það veit um eitthvað eða heyrir af einhverjum. Þá hjálpar líka alltaf þegar einhver getur lagt inn gott orð fyrir þína orð. Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Góðu ráðin Tengdar fréttir Starfsframinn: Góð ráð fyrir atvinnuviðtalið Inga Steinunn Arnardóttir ráðgjafi hjá Hagvangi fer hér yfir nokkur góð ráð fyrir fólk sem er að fara í atvinnuviðtal. Hún ráðleggur fólki að fara úr yfirhöfninni, þiggja vatnsglasið, vera íhaldssamt í klæðnaði, jákvætt og vel undirbúið. 2. mars 2020 09:00 Segir kynningarbréf oft lykilinn að atvinnuviðtölum Ragnheiður Dagsdóttir segir að kynningarbréf eigi ekki að endurskrifa ferilskránna en þau geta verið lykillinn að því að viðkomandi komist í viðtal. 3. febrúar 2020 11:00 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Sjá meira
Nú þegar líður að því að hlutabótaúrræðinu lýkur má gera ráð fyrir að fjöldi fólks bætist við á hefðbundnar atvinnuleysisbætur og meiri þungi færist í atvinnnuleit fólks. En hvað er til ráða þegar atvinnuleit stendur yfir á sama tíma og talað er um mesta efnahagslegan samdrátt í hundrað ár? Þá er um að gera að hugsa aðeins út fyrir boxið og hér eru fimm ráð sem gætu nýst fyrir atvinnuleitina framundan. 1. Atvinnugreinar í vexti Þótt samdrátturinn sé víða er það alls ekki svo að á krepputímum blómstri ekki einhver fyrirtæki eða atvinnugreinar. Veltu fyrir þér hvaða fyrirtæki þú veist um að eru að gera það gott. Mögulega eru það fyrirtæki sem eru með vörur sem mikið seljast um þessar mundir, eru með þjónustu sem hefur aukist vegna kórónufaraldursins eða eru með starfsemi sem kallar á fleira fólk til starfa en áður, s.s. í símsvörun, í þjónustuveri, á upplýsingatæknisviði o.sfrv. Ef þér dettur eitthvað fyrirtæki í hug er um að gera að sérsníða ferilskránna að þessu fyrirtæki og sækja um starf. 2. Hverjir eru að ráða? Þegar þú lest yfir atvinnuauglýsingarnar er líka ágætt að velta því fyrir sér hvort það séu einhverjir sérstakir aðilar meira áberandi í ráðningum en aðrir. Til dæmis er þó nokkuð um að opinberir aðilar séu að auglýsa eftir fólki í störf. Reyndu að hugsa út fyrir þær auglýsingar sem þú sérð birtar og velta fyrir þér hvort þér dettur í hug einhverjir sambærilegir aðilar sem gætu verið að ráða þótt það sé ekki búið að birta auglýsingar. Oft eru til dæmis tímabundin verkefni ekki auglýst hjá hinu opinbera. Þú getur síðan fylgt eftir atriði nr.1 og sent inn umsókn eða látið vita af þér. Eins gæti verið leið að hafa samband við viðkomandi, spyrja hvort fyrirhugaðar séu einhverjar ráðningar og hvort þú megir senda inn ferilskránna. Þannig ertu búinn að ræða við réttan aðila og láta vita af þér. 3. Ferilskrá og kynningarbréf Það er ekki nóg að vanda sig við gerð ferilskráarinnar því í dag er það oft kynningarbréfið sem gerir útslagið. Kynningarbréfið á ekki að vera endurupptalning á ferilskránni heldur stutt samantekt sem á að skila því að viðkomandi hafi áhuga á að hitta þig. Sumir segja að gott kynningarbréf geti verið lykillinn að því að komast í atvinnuviðtal og því mikilvægt að vanda sig jafnvel við að það og ferilskránna sjálfa. 4. Útvíkkaðu sjóndeildarhringinn Það gæti verið að næsta starf verði ekkert endilega draumastarfið eða framtíðarstarfið þitt og eins gæti það líka verið að næsta starf verði mjög ólíkt fyrri störfum. Á krepputímum er mikilvægt að útvíkka sjóndeildarhringinn og vera opin/n fyrir því að ráða sig í starf þótt það sé jafnvel bara tímabundið. Öll reynsla er góð og hverju starfi fylgja ný tengsl og ný kynni. 5. Nýttu tengslanetið þitt Það eru margir í sömu stöðu og þú og þess vegna er um að gera að nýta tengslanetið sitt og biðja vini og vandamenn um aðstoð ef þeir hafa færi á því. Nú er ekki rétti tíminn til að vera eitthvað feimin/n við það að láta vita af atvinnuleitinni þinni. Miklu frekar áttu að sýna tengslanetinu þínu að þú ert virk/ur í atvinnuleit sem sést meðal annars á því að þú biður fólk óhikað um að hafa þig í huga ef það veit um eitthvað eða heyrir af einhverjum. Þá hjálpar líka alltaf þegar einhver getur lagt inn gott orð fyrir þína orð.
Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Góðu ráðin Tengdar fréttir Starfsframinn: Góð ráð fyrir atvinnuviðtalið Inga Steinunn Arnardóttir ráðgjafi hjá Hagvangi fer hér yfir nokkur góð ráð fyrir fólk sem er að fara í atvinnuviðtal. Hún ráðleggur fólki að fara úr yfirhöfninni, þiggja vatnsglasið, vera íhaldssamt í klæðnaði, jákvætt og vel undirbúið. 2. mars 2020 09:00 Segir kynningarbréf oft lykilinn að atvinnuviðtölum Ragnheiður Dagsdóttir segir að kynningarbréf eigi ekki að endurskrifa ferilskránna en þau geta verið lykillinn að því að viðkomandi komist í viðtal. 3. febrúar 2020 11:00 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Sjá meira
Starfsframinn: Góð ráð fyrir atvinnuviðtalið Inga Steinunn Arnardóttir ráðgjafi hjá Hagvangi fer hér yfir nokkur góð ráð fyrir fólk sem er að fara í atvinnuviðtal. Hún ráðleggur fólki að fara úr yfirhöfninni, þiggja vatnsglasið, vera íhaldssamt í klæðnaði, jákvætt og vel undirbúið. 2. mars 2020 09:00
Segir kynningarbréf oft lykilinn að atvinnuviðtölum Ragnheiður Dagsdóttir segir að kynningarbréf eigi ekki að endurskrifa ferilskránna en þau geta verið lykillinn að því að viðkomandi komist í viðtal. 3. febrúar 2020 11:00