Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sylvía Hall skrifar

Í kvöldfréttum kemur fram að sóttvarnalæknir telur líklegt að Íslandi lendi á rauðum lista annarra þjóða vegna útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi. Hann sendir heilbrigðisráðherra nýjar tillögur varðandi takmarkanir við landamærin í kvöld eða á morgun. 

Afleiðingar sprengingarinnar miklu í Beirút í Líbanon eru skelfilegar. Við förum yfir hvernig áburður eins og skapaði mesta kraftinn í sprengingunni er geymdur hér á landi. 

Þá heyrum við í forstjóra Huawai á Norðurlöndum sem segir 5G búnað fyrirtækisins mjög öruggan og hann opni engar gáttir fyrir kínversk stjórnvöld til að komast inn í kerfi annarra landa. 

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×