„Ef fjarlægðartakmörkunum er viðhaldið eru grímur í raun belti með axlaböndum“ Andri Eysteinsson skrifar 6. ágúst 2020 11:30 Grímur hafa verið mikið milli tannana á fólki undanfarið. Getty Ávinningur er af því að nota grímur út í samfélaginu ef grímurnar eru rétt notaðar en ef fjarlægðartakmörkunum er viðhaldið eru grímur í raun belti með axlaböndum að sögn Jóns Magnúsar Jóhannessonar deildarlæknis á Landspítalanum. Svar Jóns við spurningunni „Hafa rannsóknir sýnt að andlitsgrímur komi í veg fyrir að fólk smiti og/eða smitist af COVID-19 og skiptir þá máli hvernig grímur eru notaðar?“ var birt á Vísindavefnum í dag. Jón segir að fjarlægðartakmörkun sé besta leiðin til að koma í veg fyrir smit. Með takmörkun fjarlægðar verði andlitsgrímur óþarfa viðbót með tilheyrandi kostnaði og óþægindum. „Grímur eiga ekki að koma í stað tveggja metra reglunnar eða annarra leiða til að tryggja fjarlægð á milli fólks. Aðeins skal nota grímu þegar ekki er hægt að viðhalda tveggja metra reglunni,“ segir í svarinu. Jón fer þá einnig yfir rétta aðferð til að bera andlitsgrímur til varnar gegn COVID-19. Hendur þurfa að vera hreinar áður en gríma er sett á. Gríman þarf að hylja nef og munn. Ekki má snerta sjálfa grímuna eftir að hún er komin á. Ekki ætti að taka grímuna niður nema næsti einstaklingur sé í minnst tveggja metra fjarlægð. Aðeins á að snerta böndin þegar gríma er tekin niður, henni skal fleygja á öruggan hátt og hendur þvegnar að því loknu. Ef nota þarf grímu í langan tíma á að skipta reglulega til að koma í veg fyrir rakamettun (á sérstaklega við um einnota grímur). Fjölnota grímur þarf að þvo daglega (aðferð fer eftir gerð grímu). Í svarinu kemur fram að andlitsgrímur geti, samkvæmt niðurstöðum rannsókna, komið í veg fyrir COVID-19 séu þær notaðar við ákveðnar aðstæður og á réttan hátt. Þær grípi yfirgnæfandi meirihluta dropa frá öndunarfærum og varna því að þeir berist lengra. Bæði geti grímur stöðvað dropa sem manneskja gefur frá sé og þá sem berast til hennar frá vitum annarra. Helsti ókosturinn við almenna notkun gríma sé sú að þær geti veitt til falskrar öryggistilfinningar og leiði til þess að fólk slaki á tveggja metra reglunni. Takmarkanir á fjarlægð og almenn smitgát líkt og handþvottur sé öflugasta vörnin við veirunni. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Fleiri fréttir Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Sjá meira
Ávinningur er af því að nota grímur út í samfélaginu ef grímurnar eru rétt notaðar en ef fjarlægðartakmörkunum er viðhaldið eru grímur í raun belti með axlaböndum að sögn Jóns Magnúsar Jóhannessonar deildarlæknis á Landspítalanum. Svar Jóns við spurningunni „Hafa rannsóknir sýnt að andlitsgrímur komi í veg fyrir að fólk smiti og/eða smitist af COVID-19 og skiptir þá máli hvernig grímur eru notaðar?“ var birt á Vísindavefnum í dag. Jón segir að fjarlægðartakmörkun sé besta leiðin til að koma í veg fyrir smit. Með takmörkun fjarlægðar verði andlitsgrímur óþarfa viðbót með tilheyrandi kostnaði og óþægindum. „Grímur eiga ekki að koma í stað tveggja metra reglunnar eða annarra leiða til að tryggja fjarlægð á milli fólks. Aðeins skal nota grímu þegar ekki er hægt að viðhalda tveggja metra reglunni,“ segir í svarinu. Jón fer þá einnig yfir rétta aðferð til að bera andlitsgrímur til varnar gegn COVID-19. Hendur þurfa að vera hreinar áður en gríma er sett á. Gríman þarf að hylja nef og munn. Ekki má snerta sjálfa grímuna eftir að hún er komin á. Ekki ætti að taka grímuna niður nema næsti einstaklingur sé í minnst tveggja metra fjarlægð. Aðeins á að snerta böndin þegar gríma er tekin niður, henni skal fleygja á öruggan hátt og hendur þvegnar að því loknu. Ef nota þarf grímu í langan tíma á að skipta reglulega til að koma í veg fyrir rakamettun (á sérstaklega við um einnota grímur). Fjölnota grímur þarf að þvo daglega (aðferð fer eftir gerð grímu). Í svarinu kemur fram að andlitsgrímur geti, samkvæmt niðurstöðum rannsókna, komið í veg fyrir COVID-19 séu þær notaðar við ákveðnar aðstæður og á réttan hátt. Þær grípi yfirgnæfandi meirihluta dropa frá öndunarfærum og varna því að þeir berist lengra. Bæði geti grímur stöðvað dropa sem manneskja gefur frá sé og þá sem berast til hennar frá vitum annarra. Helsti ókosturinn við almenna notkun gríma sé sú að þær geti veitt til falskrar öryggistilfinningar og leiði til þess að fólk slaki á tveggja metra reglunni. Takmarkanir á fjarlægð og almenn smitgát líkt og handþvottur sé öflugasta vörnin við veirunni.
Hendur þurfa að vera hreinar áður en gríma er sett á. Gríman þarf að hylja nef og munn. Ekki má snerta sjálfa grímuna eftir að hún er komin á. Ekki ætti að taka grímuna niður nema næsti einstaklingur sé í minnst tveggja metra fjarlægð. Aðeins á að snerta böndin þegar gríma er tekin niður, henni skal fleygja á öruggan hátt og hendur þvegnar að því loknu. Ef nota þarf grímu í langan tíma á að skipta reglulega til að koma í veg fyrir rakamettun (á sérstaklega við um einnota grímur). Fjölnota grímur þarf að þvo daglega (aðferð fer eftir gerð grímu).
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Fleiri fréttir Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Sjá meira