McIlroy um titlaþurrðina: „Heldur ekki fyrir mér vöku“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. ágúst 2020 13:30 Rory McIlroy á æfingu á TPC Harding Park í San Francisco þar sem PGA-meistaramótið fer fram. getty/Ezra Shaw PGA-meistaramótið hefst í San Francisco í dag. Rory McIlroy fær þar tækifæri til að vinna sitt fyrsta risamót í sex ár. McIlroy vann PGA-meistaramótið 2014 en síðan hefur enginn risamótstitill komið í hús hjá Norður-Íranum. Hann segir að titlaþurrðin leggist ekki þungt á hann. „Ég hefði viljað vinna nokkur risamót á þessu tímabili. Mér finnst ég hafa átt góða möguleika til þess en hef ekki náð að klára dæmið. En þetta heldur ekki vöku fyrir mér,“ sagði McIlroy. „Það góða er að ég hef þrjá möguleika í ár og fjóra ef allt fer aftur í eðlilegt horf. Það eru eiginlega sjö risamót á næstu tólf mánuðum svo það eru fullt af tækifærum fyrir mig.“ McIlroy, sem er í 3. sæti heimslistans, hefur átt erfitt uppdráttar eftir að keppni hófst á ný eftir hléið vegna kórónuveirufaraldursins. Á fimm mótum síðan þá hefur hann ekki endað ofar en í 11. sæti. McIlroy fagnar sigrinum á PGA-meistaramótinu 2014.getty/Jeff Moreland McIlroy hefur viðurkennt að hann eigi erfitt að einbeita sér þegar engir áhorfendur eru að fylgjast með. „Auðvitað viljum við allir spila fyrir framan áhorfendur þannig að við upplifum þetta eins og alvöru risamót en við erum bara heppnir að spila á golfmótum á þessum tíma,“ sagði McIlroy. „Það eru komin fimm mót síðan keppni hófst á ný svo ég ætti að vera búinn að aðlagast þessu. Ef það að spila golf fyrir framan enga áhorfendur er eitt af mínum mestu áhyggjuefnum, þá er allt í góðu.“ McIlroy endaði í 8. sæti á PGA-meistaramótinu í fyrra. Hann lék samtals á einu höggi yfir pari og var níu höggum á eftir sigurvegaranum, Brooks Koepka frá Bandaríkjunum. Hann vann PGA-meistaramótið einnig 2018 og getur því unnið það í þriðja sinn í röð um helgina. Af fjórum sigrum McIlroys á risamótum hafa tveir komið á PGA-meistaramótinu: 2012 í Suður-Karólínu og 2014 í Kentucky. Sýnt verður beint frá öllum fjórum keppnisdögunum á PGA-meistaramótinu á Stöð 2 Golf. Útsending hefst alltaf klukkan 20:00. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Golf Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Enski boltinn Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
PGA-meistaramótið hefst í San Francisco í dag. Rory McIlroy fær þar tækifæri til að vinna sitt fyrsta risamót í sex ár. McIlroy vann PGA-meistaramótið 2014 en síðan hefur enginn risamótstitill komið í hús hjá Norður-Íranum. Hann segir að titlaþurrðin leggist ekki þungt á hann. „Ég hefði viljað vinna nokkur risamót á þessu tímabili. Mér finnst ég hafa átt góða möguleika til þess en hef ekki náð að klára dæmið. En þetta heldur ekki vöku fyrir mér,“ sagði McIlroy. „Það góða er að ég hef þrjá möguleika í ár og fjóra ef allt fer aftur í eðlilegt horf. Það eru eiginlega sjö risamót á næstu tólf mánuðum svo það eru fullt af tækifærum fyrir mig.“ McIlroy, sem er í 3. sæti heimslistans, hefur átt erfitt uppdráttar eftir að keppni hófst á ný eftir hléið vegna kórónuveirufaraldursins. Á fimm mótum síðan þá hefur hann ekki endað ofar en í 11. sæti. McIlroy fagnar sigrinum á PGA-meistaramótinu 2014.getty/Jeff Moreland McIlroy hefur viðurkennt að hann eigi erfitt að einbeita sér þegar engir áhorfendur eru að fylgjast með. „Auðvitað viljum við allir spila fyrir framan áhorfendur þannig að við upplifum þetta eins og alvöru risamót en við erum bara heppnir að spila á golfmótum á þessum tíma,“ sagði McIlroy. „Það eru komin fimm mót síðan keppni hófst á ný svo ég ætti að vera búinn að aðlagast þessu. Ef það að spila golf fyrir framan enga áhorfendur er eitt af mínum mestu áhyggjuefnum, þá er allt í góðu.“ McIlroy endaði í 8. sæti á PGA-meistaramótinu í fyrra. Hann lék samtals á einu höggi yfir pari og var níu höggum á eftir sigurvegaranum, Brooks Koepka frá Bandaríkjunum. Hann vann PGA-meistaramótið einnig 2018 og getur því unnið það í þriðja sinn í röð um helgina. Af fjórum sigrum McIlroys á risamótum hafa tveir komið á PGA-meistaramótinu: 2012 í Suður-Karólínu og 2014 í Kentucky. Sýnt verður beint frá öllum fjórum keppnisdögunum á PGA-meistaramótinu á Stöð 2 Golf. Útsending hefst alltaf klukkan 20:00. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sýnt verður beint frá öllum fjórum keppnisdögunum á PGA-meistaramótinu á Stöð 2 Golf. Útsending hefst alltaf klukkan 20:00. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Golf Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Enski boltinn Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira