Enginn atvinnukylfingur í efstu þremur sætunum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. ágúst 2020 18:25 Axel Bóasson er enn í fínum málum þó hann sé ekki meðal efstu þriggja kylfinga á mótinu. VÍSIR/GSIMYNDIR.NET Atvinnukylfingarnir Axel Bóasson, Andri Þór Björnsson og Haraldur Franklín Magnús eru ekki meðal efstu þriggja kylfinga eftir fyrsta hringinn á Íslandsmótinu í golfi. Mótið fer fram á Hlíðavelli í Mosfellsbæ að þessu sinni. Sem stendur eru þeir Tómas Eiríksson Hjaltested og Aron Snær Júlíusson jafnir í efsta sætinu en þeir léku hring dagsins á þremur höggum undir pari. Þar á eftir koma þeir Viktor Ingi Einarsson. Rúnar Arnórsson og Sverrir Haraldsson en þeir léku hring dagsins á tveimur höggum undir pari. Staða efstu kylfinga í karlaflokki á 1. degi Íslandsmótsins í golfi 2020. https://t.co/D9IP2YEXdm pic.twitter.com/2mUECwFYE2— Golfsamband Íslands (@Golfsamband) August 6, 2020 Axel Bóasson, Golfklúbbnum Keili, átti ágætis hring í dag og er enn til alls líklegur. Axel fór hringinn á einu höggi undir pari en tvöfaldur skolli á á 4. holu kostaði hann í dag. Annars lék hann nokkuð stöðugt golf. Andri Þór Björnsson og Haraldur Franklín Magnús – sem var talinn einkar sigurstranglegur fyrir mót – áttu ekki góðan hring í dag. Báðir léku á þremur höggum yfir pari og þurfa því spýta í lófana ætli þeir sér að ná efstu mönnum. Kristófer Karl Karlsson, klúbbsmeistari Mosfellsbæjar, var í góðum málum framan af hring sínum í dag og stefndi í að hann yrði jafn efstu mönnum. Hann fékk hins vegar þrjá skolla á síðustu fjórum holum sínum og endaði hring dagsins því á pari. Stöðuna á mótinu – í karlaflokki – má sjá inn á vef Golfsambandsins. Golf Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Atvinnukylfingarnir Axel Bóasson, Andri Þór Björnsson og Haraldur Franklín Magnús eru ekki meðal efstu þriggja kylfinga eftir fyrsta hringinn á Íslandsmótinu í golfi. Mótið fer fram á Hlíðavelli í Mosfellsbæ að þessu sinni. Sem stendur eru þeir Tómas Eiríksson Hjaltested og Aron Snær Júlíusson jafnir í efsta sætinu en þeir léku hring dagsins á þremur höggum undir pari. Þar á eftir koma þeir Viktor Ingi Einarsson. Rúnar Arnórsson og Sverrir Haraldsson en þeir léku hring dagsins á tveimur höggum undir pari. Staða efstu kylfinga í karlaflokki á 1. degi Íslandsmótsins í golfi 2020. https://t.co/D9IP2YEXdm pic.twitter.com/2mUECwFYE2— Golfsamband Íslands (@Golfsamband) August 6, 2020 Axel Bóasson, Golfklúbbnum Keili, átti ágætis hring í dag og er enn til alls líklegur. Axel fór hringinn á einu höggi undir pari en tvöfaldur skolli á á 4. holu kostaði hann í dag. Annars lék hann nokkuð stöðugt golf. Andri Þór Björnsson og Haraldur Franklín Magnús – sem var talinn einkar sigurstranglegur fyrir mót – áttu ekki góðan hring í dag. Báðir léku á þremur höggum yfir pari og þurfa því spýta í lófana ætli þeir sér að ná efstu mönnum. Kristófer Karl Karlsson, klúbbsmeistari Mosfellsbæjar, var í góðum málum framan af hring sínum í dag og stefndi í að hann yrði jafn efstu mönnum. Hann fékk hins vegar þrjá skolla á síðustu fjórum holum sínum og endaði hring dagsins því á pari. Stöðuna á mótinu – í karlaflokki – má sjá inn á vef Golfsambandsins.
Golf Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira