Forráðamenn Lundúnarmaraþonsins hafa gefið það út að ekkert verður af stóru hlaupi í ár og einungis „elítu hlauparar“ munu fá að hlaupa.
Kórónuveiran hefur haft sín áhrif á Englandi eins og annars staðar í heiminum og því hafa forráðamennirnir gefið út að ekkert verður úr stóru hlaupi í ár.
Ástæðan er fjöldatakmarkanir í Englandi og því verða bara helstu hlaupararnir sem fá að hlaupa í maraþoninu í ár sem fer fram 4. október.
It s with a heavy heart that we can confirm, for the first time since 1981, the Virgin Money London Marathon will not be taking place in its usual format.
— Virgin Money London Marathon (@LondonMarathon) August 6, 2020
Read the full update: https://t.co/mJ9jhItAqB#LondonMarathon #The40thRace pic.twitter.com/VFXEiY89No
Heimsmeistarinn Eliud Kipchoega verður í hlaupinu í ár sem og m.a. Kenenisa Bekele og fleiri reynslumiklir hlauparar.
Hin 45 þúsund sem hlaupa venjulega í hlaupinu, þar á meðal dágóður fjöldi af Íslendingum, verða því að minnsta kosti að bíða í eitt ár með að hlaupa í London-maraþoninu.
Þeir sem höfðu greitt fyrir þáttöku í hlaupinu í ár geta fært þáttökurétt sinn yfir til ársins 2021, 2022 eða 2023 án endurgjalds.
BREAKING: London Marathon 2020 mass event cancelled as race chiefs confirm elite-only race |@alexspinkmirrorhttps://t.co/6o5VEK9NVT pic.twitter.com/TcS30AiGcm
— Mirror Sport (@MirrorSport) August 6, 2020