Valskonur bæta við sig þremur nýjum leikmönnum í körfunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. ágúst 2020 09:15 Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Vals, með nýju leikmönnunum sem eru frá vinstri: Eydís Eva Þórisdóttir, Jóhanna Björk Sveinsdóttir og Auður Íris Ólafsdóttir. Mynd/Valur Valsmenn hafa styrkt sig fyrir komandi tímabil í Domino´s deild kvenna í körfubolta en félagið er búið að semja við þrjá nýja leikmenn. Þetta eru reynsluboltarnir Auður Íris Ólafsdóttir og Jóhanna Björk Sveinsdóttir og svo Eydís Eva Þórisdóttir sem er ung körfuboltakona úr Keflavík. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Valsmönnum. Auður Íris Ólafsdóttir og Jóhanna Björk Sveinsdóttir eiga báðar yfir tíu A-landsleiki og Eydís Eva Þórisdóttir hefur spilað með yngri landsliðum Íslands. Auður Íris Ólafsdóttir er uppalin í Haukum og er reynslumikill bakvörður. Frá því að hún kom í meistaraflokk hefur hún lengst af leikið með uppeldisfélagi sínu en frá 2016 hefur hún einnig leikið með Breiðabliki, Stjörnunni og ÍR. Auður á 11 leiki með A landsliði Íslands. „Auður er frábær liðsmaður og fjölhæfur leikmaður. Hún spilar hörku vörn og svo getur hún spilað nokkrar stöður á vellinum. Auður reynslumikil og þekkir að vera í toppbaráttu og kemur til með að styrkja hópinn og hjálpa okkur í baráttunni í vetur,“ sagði Ólafur Jónas Sigurðsson, nýr þjálfari Valsliðsins um Auði. Jóhanna Björk Sveinsdóttir er reynslumikill framherji sem hóf feril sinn hjá Hamri en hefur á ferlinum m.a. leikið með KR, Haukum, Breiðabliki og Stjörnunni. Hún á auk þess 12 leiki með A landsliði Íslands. „Jóhanna er hörku dugleg og gefur aldrei tommu eftir inná vellinum. Hún er frábær varnarmaður og frákastari og orkumikill leikmaður sem hefur smitandi áhrif á samherja sina. Þetta er leikmaður sem gerir það sem þarf fyrir liðið sitt hvað sem það er. Hún mun hjálpa okkur mikið í vetur enda með mikla reynslu úr efstu deild og toppbaráttu,“ sagði Ólafur þjálfari um Jóhönnu. Eydís Eva Þórisdóttir er tuttugu ára bakvörður sem lék alla yngri flokkana í Keflavík og hefur verið viðloðandi meistaraflokkinn þar síðastliðin tímabil. Hún hefur leikið með yngri landsliðum Íslands nú síðast með U-20 á Evrópumótinu í Kosovo síðastliðið sumar. „Eydís leggur hart af sér og er dugleg að æfa sem hefur sýnt sig inná vellinum. Síðasta tímabil spilaði hún gríðarlega vel í 1. deildinni og sýndi að hún er fjölhæfur leikmaður sem leggur sig fram bæði í vörn og sókn. Hún kemur til með að styrkja hópinn og auka breiddina í liðinu til muna,“ sagði Ólafur Jónas um Eydísi Evu. Komnar: Auður Íris Ólafsdóttir frá ÍR Jóhanna Björk Sveinsdóttir frá Stjörnunni Eydís Eva Þórisdóttir frá Keflavík Hildur Björg Kjartansdóttir frá KR Nína Jenný Kristjánsdóttir frá ÍR Farnar: Helena Sverrisdóttir ólétt Dominos-deild kvenna Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Fleiri fréttir Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri „Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Ísland byrjar á Ísrael og endar á Frökkum Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Utan vallar: Goðsögnin um indverska rottuhlaupið Sjáðu alla möguleikana á óhemju spennandi lokakvöldi Segir Aþenu svikna um aðstöðu LeBron opnar sig um sambandið við Jordan: „Við tölum ekki saman“ „Það er fjandskapur þarna á milli sem er óútskýrður“ Lillard með blóðtappa í kálfa „Mætum tilbúnar í úrslitakeppnina“ Haukar kláruðu deildarkeppnina með stæl Sjá meira
Valsmenn hafa styrkt sig fyrir komandi tímabil í Domino´s deild kvenna í körfubolta en félagið er búið að semja við þrjá nýja leikmenn. Þetta eru reynsluboltarnir Auður Íris Ólafsdóttir og Jóhanna Björk Sveinsdóttir og svo Eydís Eva Þórisdóttir sem er ung körfuboltakona úr Keflavík. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Valsmönnum. Auður Íris Ólafsdóttir og Jóhanna Björk Sveinsdóttir eiga báðar yfir tíu A-landsleiki og Eydís Eva Þórisdóttir hefur spilað með yngri landsliðum Íslands. Auður Íris Ólafsdóttir er uppalin í Haukum og er reynslumikill bakvörður. Frá því að hún kom í meistaraflokk hefur hún lengst af leikið með uppeldisfélagi sínu en frá 2016 hefur hún einnig leikið með Breiðabliki, Stjörnunni og ÍR. Auður á 11 leiki með A landsliði Íslands. „Auður er frábær liðsmaður og fjölhæfur leikmaður. Hún spilar hörku vörn og svo getur hún spilað nokkrar stöður á vellinum. Auður reynslumikil og þekkir að vera í toppbaráttu og kemur til með að styrkja hópinn og hjálpa okkur í baráttunni í vetur,“ sagði Ólafur Jónas Sigurðsson, nýr þjálfari Valsliðsins um Auði. Jóhanna Björk Sveinsdóttir er reynslumikill framherji sem hóf feril sinn hjá Hamri en hefur á ferlinum m.a. leikið með KR, Haukum, Breiðabliki og Stjörnunni. Hún á auk þess 12 leiki með A landsliði Íslands. „Jóhanna er hörku dugleg og gefur aldrei tommu eftir inná vellinum. Hún er frábær varnarmaður og frákastari og orkumikill leikmaður sem hefur smitandi áhrif á samherja sina. Þetta er leikmaður sem gerir það sem þarf fyrir liðið sitt hvað sem það er. Hún mun hjálpa okkur mikið í vetur enda með mikla reynslu úr efstu deild og toppbaráttu,“ sagði Ólafur þjálfari um Jóhönnu. Eydís Eva Þórisdóttir er tuttugu ára bakvörður sem lék alla yngri flokkana í Keflavík og hefur verið viðloðandi meistaraflokkinn þar síðastliðin tímabil. Hún hefur leikið með yngri landsliðum Íslands nú síðast með U-20 á Evrópumótinu í Kosovo síðastliðið sumar. „Eydís leggur hart af sér og er dugleg að æfa sem hefur sýnt sig inná vellinum. Síðasta tímabil spilaði hún gríðarlega vel í 1. deildinni og sýndi að hún er fjölhæfur leikmaður sem leggur sig fram bæði í vörn og sókn. Hún kemur til með að styrkja hópinn og auka breiddina í liðinu til muna,“ sagði Ólafur Jónas um Eydísi Evu. Komnar: Auður Íris Ólafsdóttir frá ÍR Jóhanna Björk Sveinsdóttir frá Stjörnunni Eydís Eva Þórisdóttir frá Keflavík Hildur Björg Kjartansdóttir frá KR Nína Jenný Kristjánsdóttir frá ÍR Farnar: Helena Sverrisdóttir ólétt
Komnar: Auður Íris Ólafsdóttir frá ÍR Jóhanna Björk Sveinsdóttir frá Stjörnunni Eydís Eva Þórisdóttir frá Keflavík Hildur Björg Kjartansdóttir frá KR Nína Jenný Kristjánsdóttir frá ÍR Farnar: Helena Sverrisdóttir ólétt
Dominos-deild kvenna Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Fleiri fréttir Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri „Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Ísland byrjar á Ísrael og endar á Frökkum Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Utan vallar: Goðsögnin um indverska rottuhlaupið Sjáðu alla möguleikana á óhemju spennandi lokakvöldi Segir Aþenu svikna um aðstöðu LeBron opnar sig um sambandið við Jordan: „Við tölum ekki saman“ „Það er fjandskapur þarna á milli sem er óútskýrður“ Lillard með blóðtappa í kálfa „Mætum tilbúnar í úrslitakeppnina“ Haukar kláruðu deildarkeppnina með stæl Sjá meira