Gærdagurinn sá stærsti í þessari bylgju Birgir Olgeirsson skrifar 7. ágúst 2020 10:26 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna. Vísir/Vilhelm „Ég er ekki kominn með endanlegar tölur en þetta er orðinn langstærsti dagurinn,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, í samtali við Vísi. Víðir var nýkominn af fundi stýrihóps sóttvarnalæknis og almannavarna. Þar var farið yfir stöðuna í faraldrinum. Hópurinn hafði meðferðis upplýsingar um fjölda þeirra sem greindist með smit í gær. Boðað hafði verið að hópurinn myndi endurskoða orðalag tveggja metra reglunnar á þessum fundi. „Sú umræða var stutt,“ segir Víðir. „Umræðan snerist meira um að herða aðgerðirnar heldur en að veita eitthvað svigrúm til undanþága. Þetta er allt í skoðun ennþá en það er ljóst að við þurfum að herða umræðuna um að gildandi reglum verði framfylgt betur en verið hefur. Það er alveg ljóst að það þarf miklu frekar að herða á tveggja metra reglunni en að fækka þeim sem mega koma saman. En þetta er allt í skoðun,“segir Víðir. Víðir segir að verið sé að meta þann fjölda smita sem hefur greinst síðustu vikuna og hvort aðrar aðgerðir hefðu reynst betur í því samhengi eða hvort strangari eftirfylgni og útfærsla á þeim reglum sem eru í gildi hefði dugað. Hvaða annara aðgerða hefði verið hægt að grípa til? „Ef við skoðum hvað við vorum með í seinni hlutanum í mars, þá vorum við komin niður í 20 manna samkomubann og lokuðum ýmissi starfsemi sem er opin í dag. Það voru töluvert harðari aðgerðir í gangi frá 24. mars heldur en við erum með núna. En við höfum verulegar áhyggjur af því að þurfa að ganga lengra en við gerum núna.“ Víðir segir að áherslan verði lögð á að fjalla um þær aðgerðir sem eru í gildi í dag og hversu mikilvægt sé að framfylgja þeim. „En við viljum skoða einhverja daga í viðbót áður en við grípum til harðari aðgerða og eigum eftir að ræða við aðila innan heilbrigðiskerfisins, hvernig ástandið er á þessu fólki sem er með Covid núna, hvort álag hafi myndast á heilbrigðiskerfið.“ Nýjar tölur verða birtar á covid.is klukkan 11. Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira
„Ég er ekki kominn með endanlegar tölur en þetta er orðinn langstærsti dagurinn,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, í samtali við Vísi. Víðir var nýkominn af fundi stýrihóps sóttvarnalæknis og almannavarna. Þar var farið yfir stöðuna í faraldrinum. Hópurinn hafði meðferðis upplýsingar um fjölda þeirra sem greindist með smit í gær. Boðað hafði verið að hópurinn myndi endurskoða orðalag tveggja metra reglunnar á þessum fundi. „Sú umræða var stutt,“ segir Víðir. „Umræðan snerist meira um að herða aðgerðirnar heldur en að veita eitthvað svigrúm til undanþága. Þetta er allt í skoðun ennþá en það er ljóst að við þurfum að herða umræðuna um að gildandi reglum verði framfylgt betur en verið hefur. Það er alveg ljóst að það þarf miklu frekar að herða á tveggja metra reglunni en að fækka þeim sem mega koma saman. En þetta er allt í skoðun,“segir Víðir. Víðir segir að verið sé að meta þann fjölda smita sem hefur greinst síðustu vikuna og hvort aðrar aðgerðir hefðu reynst betur í því samhengi eða hvort strangari eftirfylgni og útfærsla á þeim reglum sem eru í gildi hefði dugað. Hvaða annara aðgerða hefði verið hægt að grípa til? „Ef við skoðum hvað við vorum með í seinni hlutanum í mars, þá vorum við komin niður í 20 manna samkomubann og lokuðum ýmissi starfsemi sem er opin í dag. Það voru töluvert harðari aðgerðir í gangi frá 24. mars heldur en við erum með núna. En við höfum verulegar áhyggjur af því að þurfa að ganga lengra en við gerum núna.“ Víðir segir að áherslan verði lögð á að fjalla um þær aðgerðir sem eru í gildi í dag og hversu mikilvægt sé að framfylgja þeim. „En við viljum skoða einhverja daga í viðbót áður en við grípum til harðari aðgerða og eigum eftir að ræða við aðila innan heilbrigðiskerfisins, hvernig ástandið er á þessu fólki sem er með Covid núna, hvort álag hafi myndast á heilbrigðiskerfið.“ Nýjar tölur verða birtar á covid.is klukkan 11.
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira