Gærdagurinn sá stærsti í þessari bylgju Birgir Olgeirsson skrifar 7. ágúst 2020 10:26 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna. Vísir/Vilhelm „Ég er ekki kominn með endanlegar tölur en þetta er orðinn langstærsti dagurinn,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, í samtali við Vísi. Víðir var nýkominn af fundi stýrihóps sóttvarnalæknis og almannavarna. Þar var farið yfir stöðuna í faraldrinum. Hópurinn hafði meðferðis upplýsingar um fjölda þeirra sem greindist með smit í gær. Boðað hafði verið að hópurinn myndi endurskoða orðalag tveggja metra reglunnar á þessum fundi. „Sú umræða var stutt,“ segir Víðir. „Umræðan snerist meira um að herða aðgerðirnar heldur en að veita eitthvað svigrúm til undanþága. Þetta er allt í skoðun ennþá en það er ljóst að við þurfum að herða umræðuna um að gildandi reglum verði framfylgt betur en verið hefur. Það er alveg ljóst að það þarf miklu frekar að herða á tveggja metra reglunni en að fækka þeim sem mega koma saman. En þetta er allt í skoðun,“segir Víðir. Víðir segir að verið sé að meta þann fjölda smita sem hefur greinst síðustu vikuna og hvort aðrar aðgerðir hefðu reynst betur í því samhengi eða hvort strangari eftirfylgni og útfærsla á þeim reglum sem eru í gildi hefði dugað. Hvaða annara aðgerða hefði verið hægt að grípa til? „Ef við skoðum hvað við vorum með í seinni hlutanum í mars, þá vorum við komin niður í 20 manna samkomubann og lokuðum ýmissi starfsemi sem er opin í dag. Það voru töluvert harðari aðgerðir í gangi frá 24. mars heldur en við erum með núna. En við höfum verulegar áhyggjur af því að þurfa að ganga lengra en við gerum núna.“ Víðir segir að áherslan verði lögð á að fjalla um þær aðgerðir sem eru í gildi í dag og hversu mikilvægt sé að framfylgja þeim. „En við viljum skoða einhverja daga í viðbót áður en við grípum til harðari aðgerða og eigum eftir að ræða við aðila innan heilbrigðiskerfisins, hvernig ástandið er á þessu fólki sem er með Covid núna, hvort álag hafi myndast á heilbrigðiskerfið.“ Nýjar tölur verða birtar á covid.is klukkan 11. Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Fleiri fréttir Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Sjá meira
„Ég er ekki kominn með endanlegar tölur en þetta er orðinn langstærsti dagurinn,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, í samtali við Vísi. Víðir var nýkominn af fundi stýrihóps sóttvarnalæknis og almannavarna. Þar var farið yfir stöðuna í faraldrinum. Hópurinn hafði meðferðis upplýsingar um fjölda þeirra sem greindist með smit í gær. Boðað hafði verið að hópurinn myndi endurskoða orðalag tveggja metra reglunnar á þessum fundi. „Sú umræða var stutt,“ segir Víðir. „Umræðan snerist meira um að herða aðgerðirnar heldur en að veita eitthvað svigrúm til undanþága. Þetta er allt í skoðun ennþá en það er ljóst að við þurfum að herða umræðuna um að gildandi reglum verði framfylgt betur en verið hefur. Það er alveg ljóst að það þarf miklu frekar að herða á tveggja metra reglunni en að fækka þeim sem mega koma saman. En þetta er allt í skoðun,“segir Víðir. Víðir segir að verið sé að meta þann fjölda smita sem hefur greinst síðustu vikuna og hvort aðrar aðgerðir hefðu reynst betur í því samhengi eða hvort strangari eftirfylgni og útfærsla á þeim reglum sem eru í gildi hefði dugað. Hvaða annara aðgerða hefði verið hægt að grípa til? „Ef við skoðum hvað við vorum með í seinni hlutanum í mars, þá vorum við komin niður í 20 manna samkomubann og lokuðum ýmissi starfsemi sem er opin í dag. Það voru töluvert harðari aðgerðir í gangi frá 24. mars heldur en við erum með núna. En við höfum verulegar áhyggjur af því að þurfa að ganga lengra en við gerum núna.“ Víðir segir að áherslan verði lögð á að fjalla um þær aðgerðir sem eru í gildi í dag og hversu mikilvægt sé að framfylgja þeim. „En við viljum skoða einhverja daga í viðbót áður en við grípum til harðari aðgerða og eigum eftir að ræða við aðila innan heilbrigðiskerfisins, hvernig ástandið er á þessu fólki sem er með Covid núna, hvort álag hafi myndast á heilbrigðiskerfið.“ Nýjar tölur verða birtar á covid.is klukkan 11.
Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Fleiri fréttir Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Sjá meira