„Fólk þekkir alveg hvað þessi veira getur gert“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. ágúst 2020 13:39 Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, segir stöðuna grafalvarlega. Vísir/Jóhann Aðgerðastjórn í Vestmannaeyjum var virkjuð í morgun vegna þess að fjörutíu og átta íbúar í Eyjum eru nú í sóttkví. Einstaklingar sem heimsóttu Vestmannaeyjar um verslunarmannahelgina hafa greinst með Covid-19 og vinnur smitrakningateymið nú að því að rekja ferðir hinna smituðu. Enn hefur ekkert smit verið staðfest í Eyjum. Jóhannes Ólafsson yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum segir fólk eðlilega í áfalli. „Eðlilega er það, alls staðar þar sem þetta kemur upp er það áfall en þetta er það sem menn geta búist við og var búið að vara við að geti komið upp hvar sem er, önnur bylgja kæmi og við verðum bara að takast á við það. Við munum gera það bara með svipuðum hætti og áður.“ Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, tekur undir það. „Veiran er komin aftur af stað og það er búið að sannast, þetta er stærsti dagurinn síðan í apríl í innanlandssmitum. Auðvitað fer um fólk, við auðvitað vorum í mjög erfiðri stöðu í vetur, það var hópsýking í Vestmannaeyjum þá þannig að fólk þekkir alveg hvað þessi veira getur gert. Við tökum því mjög alvarlega að þetta sé komið af stað aftur.“ Aðgerðastjórnin var virkjuð í morgun og að sögn Írisar verður fundað eftir þörfum fyrstu dagana. Framhaldið muni ráðast enda breytist aðstæður hratt. Íris ítrekar að fólk þurfi að gæta að persónulegum smitvörnum og virða tveggja metra regluna. „Staðan er alvarleg og við þurfum öll að hjálpast að.“ Hvort grípa þurfi til hertra aðgerða muni koma í ljós en búið sé að grípa til hertara aðgerða á hjúkrunarheimilinu eins og annars staðar á landinu. Verið sé að fara yfir alla ferla í tengslum við leikskóla- og skólahald en grunnskólahald hefst þegar líður á mánuðinn. Eftir eigi að koma í ljós hvort gripið verði til hertari aðgerða. „Aðgerðastjórn er búin að funda núna í dag og síðan verður bara séð hvernig framhaldið verður. Það á bara eftir að koma í ljós. Það hefur enn ekki komið upp staðfest smit hjá þeim sem hér búa en það á eftir að koma í ljós ef svo verður,“ segir Jóhannes. „Við munum taka stöðuna í hvert sinn sem eitthvað mál kemur upp. Við munum bara taka á þessu sem er núna, fólki sem er í sóttkví og aðstoða það eftir föngum ef á þarf að halda. Fáum Rauða krossinn með okkur í það ef það þarf aðstoð þetta fólk. Þannig að við munum bara vinna þetta mál eins og við höfum gert áður.“ Vestmannaeyjar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tugir í sóttkví í Vestmannaeyjum eftir gestakomur um verslunarmannahelgina Einstaklingar sem heimsóttu Vestmannaeyjar um verslunarmannahelgina hafa greinst með Covid-19, sjúkdóminn sem kórónuveiran veldur. 7. ágúst 2020 10:43 „Slöpp“ helgi í þjóðhátíðarlausum Eyjum Fátt er nú um aðkomufólk í Vestmanneyjum í byrjun verslunarmannahelgar sem væri alla jafna stærsta hátíð ársins þar. Yfirlögregluþjónn segir að hvað mannfjölda varðar sé helgin „slöpp“ í samanburði við aðrar í sumar. 1. ágúst 2020 10:56 Eyjamenn gagnrýna meintan flutning Ólafs Helga til Eyja „Það liggur auðvitað í hlutarins eðli að sé lögreglustjóri óhæfur til að sinna sínu embætti á Suðurnesjum er hann jafn óhæfur til að sinna því í Vestmannaeyjum.“ 28. júlí 2020 23:55 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Sjá meira
Aðgerðastjórn í Vestmannaeyjum var virkjuð í morgun vegna þess að fjörutíu og átta íbúar í Eyjum eru nú í sóttkví. Einstaklingar sem heimsóttu Vestmannaeyjar um verslunarmannahelgina hafa greinst með Covid-19 og vinnur smitrakningateymið nú að því að rekja ferðir hinna smituðu. Enn hefur ekkert smit verið staðfest í Eyjum. Jóhannes Ólafsson yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum segir fólk eðlilega í áfalli. „Eðlilega er það, alls staðar þar sem þetta kemur upp er það áfall en þetta er það sem menn geta búist við og var búið að vara við að geti komið upp hvar sem er, önnur bylgja kæmi og við verðum bara að takast á við það. Við munum gera það bara með svipuðum hætti og áður.“ Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, tekur undir það. „Veiran er komin aftur af stað og það er búið að sannast, þetta er stærsti dagurinn síðan í apríl í innanlandssmitum. Auðvitað fer um fólk, við auðvitað vorum í mjög erfiðri stöðu í vetur, það var hópsýking í Vestmannaeyjum þá þannig að fólk þekkir alveg hvað þessi veira getur gert. Við tökum því mjög alvarlega að þetta sé komið af stað aftur.“ Aðgerðastjórnin var virkjuð í morgun og að sögn Írisar verður fundað eftir þörfum fyrstu dagana. Framhaldið muni ráðast enda breytist aðstæður hratt. Íris ítrekar að fólk þurfi að gæta að persónulegum smitvörnum og virða tveggja metra regluna. „Staðan er alvarleg og við þurfum öll að hjálpast að.“ Hvort grípa þurfi til hertra aðgerða muni koma í ljós en búið sé að grípa til hertara aðgerða á hjúkrunarheimilinu eins og annars staðar á landinu. Verið sé að fara yfir alla ferla í tengslum við leikskóla- og skólahald en grunnskólahald hefst þegar líður á mánuðinn. Eftir eigi að koma í ljós hvort gripið verði til hertari aðgerða. „Aðgerðastjórn er búin að funda núna í dag og síðan verður bara séð hvernig framhaldið verður. Það á bara eftir að koma í ljós. Það hefur enn ekki komið upp staðfest smit hjá þeim sem hér búa en það á eftir að koma í ljós ef svo verður,“ segir Jóhannes. „Við munum taka stöðuna í hvert sinn sem eitthvað mál kemur upp. Við munum bara taka á þessu sem er núna, fólki sem er í sóttkví og aðstoða það eftir föngum ef á þarf að halda. Fáum Rauða krossinn með okkur í það ef það þarf aðstoð þetta fólk. Þannig að við munum bara vinna þetta mál eins og við höfum gert áður.“
Vestmannaeyjar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tugir í sóttkví í Vestmannaeyjum eftir gestakomur um verslunarmannahelgina Einstaklingar sem heimsóttu Vestmannaeyjar um verslunarmannahelgina hafa greinst með Covid-19, sjúkdóminn sem kórónuveiran veldur. 7. ágúst 2020 10:43 „Slöpp“ helgi í þjóðhátíðarlausum Eyjum Fátt er nú um aðkomufólk í Vestmanneyjum í byrjun verslunarmannahelgar sem væri alla jafna stærsta hátíð ársins þar. Yfirlögregluþjónn segir að hvað mannfjölda varðar sé helgin „slöpp“ í samanburði við aðrar í sumar. 1. ágúst 2020 10:56 Eyjamenn gagnrýna meintan flutning Ólafs Helga til Eyja „Það liggur auðvitað í hlutarins eðli að sé lögreglustjóri óhæfur til að sinna sínu embætti á Suðurnesjum er hann jafn óhæfur til að sinna því í Vestmannaeyjum.“ 28. júlí 2020 23:55 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Sjá meira
Tugir í sóttkví í Vestmannaeyjum eftir gestakomur um verslunarmannahelgina Einstaklingar sem heimsóttu Vestmannaeyjar um verslunarmannahelgina hafa greinst með Covid-19, sjúkdóminn sem kórónuveiran veldur. 7. ágúst 2020 10:43
„Slöpp“ helgi í þjóðhátíðarlausum Eyjum Fátt er nú um aðkomufólk í Vestmanneyjum í byrjun verslunarmannahelgar sem væri alla jafna stærsta hátíð ársins þar. Yfirlögregluþjónn segir að hvað mannfjölda varðar sé helgin „slöpp“ í samanburði við aðrar í sumar. 1. ágúst 2020 10:56
Eyjamenn gagnrýna meintan flutning Ólafs Helga til Eyja „Það liggur auðvitað í hlutarins eðli að sé lögreglustjóri óhæfur til að sinna sínu embætti á Suðurnesjum er hann jafn óhæfur til að sinna því í Vestmannaeyjum.“ 28. júlí 2020 23:55
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent