Tölunum svipar til þess þegar faraldurinn fór fyrst á flug Sylvía Hall skrifar 7. ágúst 2020 20:03 Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands. Almannavarnir Teymið sem vinnur að spálíkani fyrir kórónuveirufaraldurinn ákvað að bíða aðeins með að gefa út spá eftir tíðindi dagsins. Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði, segir tölurnar hafa komið verulega á óvart en hann búist alveg eins við því að fleiri smit tengd verslunarmannahelginni komi upp. „Það eru sveiflur og kannski á eitthvað meira eftir að skila sér inn eftir verslunarmannahelgina, þannig ég ætla að vera varkár núna og vona það besta en ætla ekki að slá neinu föstu – ég hef áhyggjur af verslunarmannahelginni,“ sagði Thor í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag. Hann heldur að verslunarmannahelgin hafi komið á óheppilegum tímapunkti með tilliti til faraldursins og því miður hafi verið „aðeins of óvarlega farið“. Í stað þess að gefa út spálíkan á næstu dögum var ákveðið að birta öðruvísi yfirlit og því hægt að skoða samanburð á covid.hi.is. Hann segir sambærileg „stökk“ í fjölda smita hafa orðið í fyrstu bylgju faraldursins, en þá var það upphafið af enn fleiri staðfestum tilfellum. Því sé hann órólegur yfir þeim fjölda sem reynist jákvæður í sýnatöku. „Við sjáum brattan halla í vextinum, hann er alveg næstum því á pari – kannski aðeins lægri. Svo miðað við gögnin, hvernig smitin eru að dreifast og svona, þá virðist hinn svokallaði smitstuðull vera á svipuðu róli,“ segir Thor en smitstuðull segir til um hversu margir smitast út frá hverjum einstakling. Samkomutakmarkanir skila árangri Að sögn Thors munu næstu fjórir dagar skera úr um næstu skref yfirvalda í faraldrinum. Því gæti legið fyrir á þriðjudag hvernig faraldurinn mun þróast með tilliti til spálíkans og telur hann líklegt að staðan verði tekin á miðvikudag. „Það væri ekkert óeðlilegt að taka stöðuna á miðvikudeginum og setja spána í loftið á föstudeginum. Þá getum við áttað okkur á því hvað þetta tekur langan tíma og hvenær þetta mun toppa o.s.frv.“ Hann segir ljóst að samkomutakmarkanir hafa gríðarleg áhrif á fyrrnefndan smitstuðul og því sé hægt að takmarka frekara smit með því að grípa til hertra aðgerða. Til að mynda hafi orðið stór viðsnúningur á þegar hundrað manna samkomubann var sett á í vor og enn frekari þegar hámarksfjöldi var lækkaður í tuttugu. „Þetta tekur svona viku. Þetta eru alveg mjög öflugar aðgerðir þannig það getur vel verið að ef við sjáum t.d. næstu fjóra daga að þetta heldur áfram, þá verður fólk að átta sig á því að við þurfum að fara í 20 manna samkomubannið aftur. Þá virkar þetta, það náðist niður síðast.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Einn sexmenninganna í Eyjum sá sem er í öndunarvél Einstaklingur á fertugsaldri sem er í öndunarvél á gjörgæslu vegna kórónuveirusmits var einn þeirra sex sem greindust smitaðir í gær og höfðu verið í Vestmannaeyjum yfir verslunarmannahelgina. 7. ágúst 2020 18:39 Skikkuð í sóttkví í þriðja skiptið Knattspyrnukonan Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir er á leið í sóttkví í þriðja skiptið frá því að faraldurinn hófst. 7. ágúst 2020 16:39 Fóru öll á veitingastað í miðbænum og smituðust Búið er að rekja uppruna annarrar hópsýkingar af tveimur sem komu upp hér á landi í síðasta mánuði. 7. ágúst 2020 15:31 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Sjá meira
Teymið sem vinnur að spálíkani fyrir kórónuveirufaraldurinn ákvað að bíða aðeins með að gefa út spá eftir tíðindi dagsins. Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði, segir tölurnar hafa komið verulega á óvart en hann búist alveg eins við því að fleiri smit tengd verslunarmannahelginni komi upp. „Það eru sveiflur og kannski á eitthvað meira eftir að skila sér inn eftir verslunarmannahelgina, þannig ég ætla að vera varkár núna og vona það besta en ætla ekki að slá neinu föstu – ég hef áhyggjur af verslunarmannahelginni,“ sagði Thor í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag. Hann heldur að verslunarmannahelgin hafi komið á óheppilegum tímapunkti með tilliti til faraldursins og því miður hafi verið „aðeins of óvarlega farið“. Í stað þess að gefa út spálíkan á næstu dögum var ákveðið að birta öðruvísi yfirlit og því hægt að skoða samanburð á covid.hi.is. Hann segir sambærileg „stökk“ í fjölda smita hafa orðið í fyrstu bylgju faraldursins, en þá var það upphafið af enn fleiri staðfestum tilfellum. Því sé hann órólegur yfir þeim fjölda sem reynist jákvæður í sýnatöku. „Við sjáum brattan halla í vextinum, hann er alveg næstum því á pari – kannski aðeins lægri. Svo miðað við gögnin, hvernig smitin eru að dreifast og svona, þá virðist hinn svokallaði smitstuðull vera á svipuðu róli,“ segir Thor en smitstuðull segir til um hversu margir smitast út frá hverjum einstakling. Samkomutakmarkanir skila árangri Að sögn Thors munu næstu fjórir dagar skera úr um næstu skref yfirvalda í faraldrinum. Því gæti legið fyrir á þriðjudag hvernig faraldurinn mun þróast með tilliti til spálíkans og telur hann líklegt að staðan verði tekin á miðvikudag. „Það væri ekkert óeðlilegt að taka stöðuna á miðvikudeginum og setja spána í loftið á föstudeginum. Þá getum við áttað okkur á því hvað þetta tekur langan tíma og hvenær þetta mun toppa o.s.frv.“ Hann segir ljóst að samkomutakmarkanir hafa gríðarleg áhrif á fyrrnefndan smitstuðul og því sé hægt að takmarka frekara smit með því að grípa til hertra aðgerða. Til að mynda hafi orðið stór viðsnúningur á þegar hundrað manna samkomubann var sett á í vor og enn frekari þegar hámarksfjöldi var lækkaður í tuttugu. „Þetta tekur svona viku. Þetta eru alveg mjög öflugar aðgerðir þannig það getur vel verið að ef við sjáum t.d. næstu fjóra daga að þetta heldur áfram, þá verður fólk að átta sig á því að við þurfum að fara í 20 manna samkomubannið aftur. Þá virkar þetta, það náðist niður síðast.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Einn sexmenninganna í Eyjum sá sem er í öndunarvél Einstaklingur á fertugsaldri sem er í öndunarvél á gjörgæslu vegna kórónuveirusmits var einn þeirra sex sem greindust smitaðir í gær og höfðu verið í Vestmannaeyjum yfir verslunarmannahelgina. 7. ágúst 2020 18:39 Skikkuð í sóttkví í þriðja skiptið Knattspyrnukonan Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir er á leið í sóttkví í þriðja skiptið frá því að faraldurinn hófst. 7. ágúst 2020 16:39 Fóru öll á veitingastað í miðbænum og smituðust Búið er að rekja uppruna annarrar hópsýkingar af tveimur sem komu upp hér á landi í síðasta mánuði. 7. ágúst 2020 15:31 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Sjá meira
Einn sexmenninganna í Eyjum sá sem er í öndunarvél Einstaklingur á fertugsaldri sem er í öndunarvél á gjörgæslu vegna kórónuveirusmits var einn þeirra sex sem greindust smitaðir í gær og höfðu verið í Vestmannaeyjum yfir verslunarmannahelgina. 7. ágúst 2020 18:39
Skikkuð í sóttkví í þriðja skiptið Knattspyrnukonan Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir er á leið í sóttkví í þriðja skiptið frá því að faraldurinn hófst. 7. ágúst 2020 16:39
Fóru öll á veitingastað í miðbænum og smituðust Búið er að rekja uppruna annarrar hópsýkingar af tveimur sem komu upp hér á landi í síðasta mánuði. 7. ágúst 2020 15:31