Tiger rétt náði í gegnum niðurskurðinn Ísak Hallmundarson skrifar 8. ágúst 2020 08:00 Tiger náði ekki að fylgja eftir góðum fyrsta hring í gær. getty/Harry How Öðrum hring PGA meistaramótsins í golfi, sem fram fer á Harding Park í Kaliforníu, lauk þegar klukkan var farin að ganga þrjú á íslenskum tíma í nótt. Tiger Woods sem byrjaði vel á fyrsta hring náði sér ekki á strik í gær. Hann endaði hringinn á 72 höggum, tveimur yfir pari, og er samanlagt á pari vallarins eftir þessa fyrstu tvo hringi. Niðurskurður er ávallt eftir tvo daga og í þetta sinn miðaðist hann við eitt högg yfir pari. Tiger mun því halda áfram keppni um helgina. Með Tiger í ráshóp voru þeir Justin Thomas og Rory McIlroy. Eftir hæga byrjun náði McIlroy fjórum fuglum í röð á 7. - 10. holu. Hann fékk hinsvegar sjaldséðan þrefaldan skolla á 12. holu og endaði hringinn á einu höggi undir pari, einu höggi betra en fyrri daginn. Justin Thomas var í mikilli hættu á að missa af helginni þegar hann fékk sinn þriðja tvöfalda skolla á tveimur hringjum og var þá samanlagt á +2 í mótinu. Hann náði hinsvegar að setja niður fuglapútt á 16. flöt til að koma sér niður í eitt högg yfir par og verður með um helgina. Kínverjinn Haotong Li er efstur fyrir daginn í dag á átta höggum undir pari. Sex kylfingar eru í öðru sæti á sex höggum undir pari, þar á meðal Brooks Koepka, sigurvegari síðustu tveggja ára á PGA meistaramótinu. Bein útsending frá mótinu hefst kl. 20:00 í kvöld á Stöð 2 Golf. Golf Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Öðrum hring PGA meistaramótsins í golfi, sem fram fer á Harding Park í Kaliforníu, lauk þegar klukkan var farin að ganga þrjú á íslenskum tíma í nótt. Tiger Woods sem byrjaði vel á fyrsta hring náði sér ekki á strik í gær. Hann endaði hringinn á 72 höggum, tveimur yfir pari, og er samanlagt á pari vallarins eftir þessa fyrstu tvo hringi. Niðurskurður er ávallt eftir tvo daga og í þetta sinn miðaðist hann við eitt högg yfir pari. Tiger mun því halda áfram keppni um helgina. Með Tiger í ráshóp voru þeir Justin Thomas og Rory McIlroy. Eftir hæga byrjun náði McIlroy fjórum fuglum í röð á 7. - 10. holu. Hann fékk hinsvegar sjaldséðan þrefaldan skolla á 12. holu og endaði hringinn á einu höggi undir pari, einu höggi betra en fyrri daginn. Justin Thomas var í mikilli hættu á að missa af helginni þegar hann fékk sinn þriðja tvöfalda skolla á tveimur hringjum og var þá samanlagt á +2 í mótinu. Hann náði hinsvegar að setja niður fuglapútt á 16. flöt til að koma sér niður í eitt högg yfir par og verður með um helgina. Kínverjinn Haotong Li er efstur fyrir daginn í dag á átta höggum undir pari. Sex kylfingar eru í öðru sæti á sex höggum undir pari, þar á meðal Brooks Koepka, sigurvegari síðustu tveggja ára á PGA meistaramótinu. Bein útsending frá mótinu hefst kl. 20:00 í kvöld á Stöð 2 Golf.
Golf Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira