Erlent

Ellefu látnir eftir í­kveikju í fjöl­býlis­húsi í Tékk­landi

Atli Ísleifsson skrifar
Eldurinn kom upp á elleftu hæð hússins.
Eldurinn kom upp á elleftu hæð hússins. AP

Ellefu eru látnir eftir eldsvoða í fjölbýlishúsi í tékkneska bænum Bohumin í gær. Einn hefur verður handtekinn í tengslum við brunann en lögreglu grunar að um íkveikju hafi verið að ræða.

Eldurinn kom upp á elleftu hæð þrettán hæða fjölbýlishúss og olli eldurinn mikilli eyðileggingu, en lögregla segir málið minna um margt á eldsvoða sem varð fyrir sjö árum.

Bohumin er að finna við pólsku landamærin, um 300 kílómetra austur af höfuðborginni Prag.

Héraðsstjórinn Ivo Vondrak segir að tilkynningin hafi borist slökkviliði skömmu fyrir klukkan 18 að staðartíma. Talsmaður slökkviliðs segir að sex manns hafi farist í brunanum sjálfum, þar af þrjú börn. Fimm til viðbótar dóu eftir að hafa stokkið út um glugga af tólftu hæð hússins, og þá slösuðust þrettán manns, þar af tveir slökkviliðsmenn og einn lögreglumaður.

Slökkviliðsstjórinn Vladimir Vlcek segir að eldurinn hafi verið óeðlilega fljótur að breiðast út, sem bendi til íkveikju. 

Lögreglustjóri segir málið minna á íkveikju sem átti sér stað í bænum árið 2013 þar sem sex manns létu lífið í gassprengingu. Sökudólgurinn þá var í hópi hinna látnu þá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×