Tiger telur sig vera að renna út á tíma með að jafna met Nicklaus Ísak Hallmundarson skrifar 9. ágúst 2020 12:45 Tiger á hringnum í gær. getty/Jamie Squire Tiger Woods er að öllum líkindum ekki að fara að vinna PGA meistaramótið í ár eftir tvo slæma hringi í gær og á föstudag. Hinn 44 ára gamli Woods vann sitt fyrsta risamót í ellefu ár í fyrra þegar hann vann Mastersmótið. Það var fimmtándi titillinn hans á risamóti. Hann þarf að vinna þrjú risamót til viðbótar ef hann ætlar að jafna met Jack Nicklaus yfir átján titla á risamóti. „Það eru ekki jafnmargir titlar í boði og þegar ég byrjaði að spila. Raunveruleikinn er sá að golfvellir eru orðnir lengri og erfiðari,“ sagði Tiger. „Munurinn á milli þess að komast í gegnum niðurskurðinn og að vera í forystu er orðinn talsvert minni en hann var. Einu sinni var hann 12-15 högg, núna var það hvað, níu högg? Það er mikill munur. Þetta er orðið jafnara og erfiðara að vinna mót, en ef þú horfir á úrslitin á risamótum þá sérðu alltaf sömu kylfinganna. Ekki alltaf sömu sigurvegara, en marga af sömu kylfingunum í toppbaráttunni. Þeir skilja hvernig á að vinna risamót, hvernig á að spila leikinn og hversu erfitt það er að vinna þessa stóru viðburði.“ Woods byrjaði hringinn í gær á sjö pörum og fékk síðan fjóra skolla á næstu sex holum. Hann náði aðeins að bjarga hringnum undir lokin með fuglum á 16. og 18. holu og endaði á tveimur höggum yfir pari. „Ég náði engum takti og þurfti að berjast til að koma til baka og það gerðist ekkert fyrr en á síðustu holunum,“ sagði Tiger að lokum. Golf Mest lesið „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Fótbolti Finnur Freyr framlengdi til 2028 Körfubolti „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Körfubolti FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Handbolti Fleiri fréttir Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
Tiger Woods er að öllum líkindum ekki að fara að vinna PGA meistaramótið í ár eftir tvo slæma hringi í gær og á föstudag. Hinn 44 ára gamli Woods vann sitt fyrsta risamót í ellefu ár í fyrra þegar hann vann Mastersmótið. Það var fimmtándi titillinn hans á risamóti. Hann þarf að vinna þrjú risamót til viðbótar ef hann ætlar að jafna met Jack Nicklaus yfir átján titla á risamóti. „Það eru ekki jafnmargir titlar í boði og þegar ég byrjaði að spila. Raunveruleikinn er sá að golfvellir eru orðnir lengri og erfiðari,“ sagði Tiger. „Munurinn á milli þess að komast í gegnum niðurskurðinn og að vera í forystu er orðinn talsvert minni en hann var. Einu sinni var hann 12-15 högg, núna var það hvað, níu högg? Það er mikill munur. Þetta er orðið jafnara og erfiðara að vinna mót, en ef þú horfir á úrslitin á risamótum þá sérðu alltaf sömu kylfinganna. Ekki alltaf sömu sigurvegara, en marga af sömu kylfingunum í toppbaráttunni. Þeir skilja hvernig á að vinna risamót, hvernig á að spila leikinn og hversu erfitt það er að vinna þessa stóru viðburði.“ Woods byrjaði hringinn í gær á sjö pörum og fékk síðan fjóra skolla á næstu sex holum. Hann náði aðeins að bjarga hringnum undir lokin með fuglum á 16. og 18. holu og endaði á tveimur höggum yfir pari. „Ég náði engum takti og þurfti að berjast til að koma til baka og það gerðist ekkert fyrr en á síðustu holunum,“ sagði Tiger að lokum.
Golf Mest lesið „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Fótbolti Finnur Freyr framlengdi til 2028 Körfubolti „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Körfubolti FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Handbolti Fleiri fréttir Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti