Engin sérstök bjartsýni að reikna með bóluefni fyrir mitt næsta ár Birgir Olgeirsson skrifar 9. ágúst 2020 18:44 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur líkur á að bóluefni við kórónuveirunni verði komið í dreifingu fyrir mitt næsta ár. Orð Kára um að herða tökin á landamærum Íslands vegna baráttunnar við kórónuveirufaraldurinn hafa vakið mikla athygli. Kári sagði að íslenskir stjórnmálamenn stæðu frammi fyrir tveimur valkostum, að halda fyrirkomulaginu óbreyttu og berjast reglulega við hópsýkingar, eða herða tökin á landamærunum og takast á við hrun í ferðaþjónustunni. Annað væri ekki í boði fyrr en bóluefni kæmist á markað. „Ég hef verið að fylgjast með þeim vísindagreinum sem hafa verið birtar. Ég hef verið í töluvert miklum samskiptum við menn í nokkrum lyfjafyrirtækjum sem eru að vinna við að búa til bóluefni. Ég held að það sé engin sérstök bjartsýni að reikna með að það verði komið bóluefni í dreifingu fyrir mitt næsta ár,“ segir Kári. Kári stakk sjálfur upp á því í vor að ferðamönnum yrði hleypt til landsins gegn því að gangast undir skimun á landamærunum. Því fyrirkomulagi var komið á 15. júní en áður þurftu allir þeir sem komu til landsins að fara í sóttkví í fjórtán daga. „Nú erum við búin að reyna þessa skimun í einn og hálfan mánuð. Skimunin hefur gengið vel. Það hafa mjög fá smit borist inn í landið og flest þeirra hafa Íslendingar borið sem eru að koma aftur heim til sín,“ segir Kári. Tekist hefur að grípa þrjátíu og þrjá smitaða einstaklinga á landamærunum. Eitt afbrigði veirunnar slapp þó í gegnum landamæraskimunina. „Sem bendir til að þessi tiltekna veira hafi komið frá einni uppsprettu og búin að breiða sér út um allt,“ segir Kári. Hann segir þessa útbreiðslu hafa sett daglegt líf Íslendinga í uppnám. Nánast útilokað sé að skólahald í framhalds- og háskólum geti farið fram með eðlilegum hætti. „Þó landamæraskimunin hafi gengið vel í tæknilegri úrvinnslu, þá eru töluverðar líkur á að svona gerist,“ segir Kári. „Viljum við því halda þessu fyrirkomulagi áfram og takast á við hverja hópsýkinguna á fætur annarri þar til bóluefni kemur á markað, eða viljum við takast á við það áfall sem felst í því að kippa raunverulega fótunum undan ferðaþjónustunni,“ segir Kári. Hann segir þetta ákvörðun stjórnmálamanna en hann og sóttvarnalæknir hafa kallað eftir hagrænni úttekt á landamæraskimuninni til að geta tekið upplýsta ákvörðun um framhaldið, það er að segja; er það þess virði að halda henni áfram? „Það er alveg ljóst að við stöndum frammi fyrir ákvörðun,“ segir Kári en gangi spá hans eftir verður þetta ástand viðloðandi fram á mitt næsta ár, þegar bóluefni kemst í dreifingu. Kári segir að honum lítist afar vel á vinnu Oxford-háskólans í Bretlandi við þróun bóluefnis sem og bóluefnið sem fyrirtækið Pfizer vinnur að. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur líkur á að bóluefni við kórónuveirunni verði komið í dreifingu fyrir mitt næsta ár. Orð Kára um að herða tökin á landamærum Íslands vegna baráttunnar við kórónuveirufaraldurinn hafa vakið mikla athygli. Kári sagði að íslenskir stjórnmálamenn stæðu frammi fyrir tveimur valkostum, að halda fyrirkomulaginu óbreyttu og berjast reglulega við hópsýkingar, eða herða tökin á landamærunum og takast á við hrun í ferðaþjónustunni. Annað væri ekki í boði fyrr en bóluefni kæmist á markað. „Ég hef verið að fylgjast með þeim vísindagreinum sem hafa verið birtar. Ég hef verið í töluvert miklum samskiptum við menn í nokkrum lyfjafyrirtækjum sem eru að vinna við að búa til bóluefni. Ég held að það sé engin sérstök bjartsýni að reikna með að það verði komið bóluefni í dreifingu fyrir mitt næsta ár,“ segir Kári. Kári stakk sjálfur upp á því í vor að ferðamönnum yrði hleypt til landsins gegn því að gangast undir skimun á landamærunum. Því fyrirkomulagi var komið á 15. júní en áður þurftu allir þeir sem komu til landsins að fara í sóttkví í fjórtán daga. „Nú erum við búin að reyna þessa skimun í einn og hálfan mánuð. Skimunin hefur gengið vel. Það hafa mjög fá smit borist inn í landið og flest þeirra hafa Íslendingar borið sem eru að koma aftur heim til sín,“ segir Kári. Tekist hefur að grípa þrjátíu og þrjá smitaða einstaklinga á landamærunum. Eitt afbrigði veirunnar slapp þó í gegnum landamæraskimunina. „Sem bendir til að þessi tiltekna veira hafi komið frá einni uppsprettu og búin að breiða sér út um allt,“ segir Kári. Hann segir þessa útbreiðslu hafa sett daglegt líf Íslendinga í uppnám. Nánast útilokað sé að skólahald í framhalds- og háskólum geti farið fram með eðlilegum hætti. „Þó landamæraskimunin hafi gengið vel í tæknilegri úrvinnslu, þá eru töluverðar líkur á að svona gerist,“ segir Kári. „Viljum við því halda þessu fyrirkomulagi áfram og takast á við hverja hópsýkinguna á fætur annarri þar til bóluefni kemur á markað, eða viljum við takast á við það áfall sem felst í því að kippa raunverulega fótunum undan ferðaþjónustunni,“ segir Kári. Hann segir þetta ákvörðun stjórnmálamanna en hann og sóttvarnalæknir hafa kallað eftir hagrænni úttekt á landamæraskimuninni til að geta tekið upplýsta ákvörðun um framhaldið, það er að segja; er það þess virði að halda henni áfram? „Það er alveg ljóst að við stöndum frammi fyrir ákvörðun,“ segir Kári en gangi spá hans eftir verður þetta ástand viðloðandi fram á mitt næsta ár, þegar bóluefni kemst í dreifingu. Kári segir að honum lítist afar vel á vinnu Oxford-háskólans í Bretlandi við þróun bóluefnis sem og bóluefnið sem fyrirtækið Pfizer vinnur að.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira